Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 56
Mér þarf helst að líka vel við þannsem ég tek mynd af,“ segir DavíðÞorsteinsson sem í dag, laugardag, opnar ljósmyndasýningu sem nefnist Fólkið í bænum á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni getur að líta 12 litljósmyndir sem Davíð valdi úr um einu hundraði mynda sem hann hefur tekið á sl. þremur árum á belgmyndavél fyrir 4x5 þumlunga filmu. Að sögn Davíðs var hann mjög virkur sem áhugaljósmyndari á árunum 1983 til 1997 og tók þá aðeins svart/hvítar myndir. „En svo kom að því að ég hætti að sjá tilganginn með þessu og gaf ljósmyndun upp á bátinn,“ seg- ir Davíð, sem árið 2011 sendi frá sér veglega ljósmyndabók með úrvali af svart/hvítu myndunum sínum. „Það var afskaplega gaman að vinna að út- gáfu bókarinnar og þegar ég var kominn með hana í hendur fór mig strax að langa til að taka myndir aftur. Ég vildi hins vegar forðast endurtekningu og fór þess vegna að taka í lit,“ segir Davíð og tekur fram að sér finnist hann fá meiri nánd við viðfangsefni sitt með því að taka myndirnar á kyrrstæða vél á þrífæti. Spurður hvernig hann velji fyr- irsætur sínar og staði segir Davíð allan gang vera á því. „Mér finnst gaman að taka mynd- ir af fólki í sínu hversdagslega umhverfi og leita m.a. til verslunar- og veitingafólks í miðbænum,“ segir Davíð og tekur fram að hann sé með myndum sínum alls ekki að reyna að fanga karakter manna. „Ég hef áhuga á útliti fólks en ekki sálarlífi,“ segir DAVÍÐ ÞORSTEINSSON SÝNIR FÓLKIÐ Í BÆNUM „Vildi forðast endurtekningu“ DAVÍÐ ÞORSTEINSSON HÆTTI AÐ MYNDA ÞEGAR HANN SÁ EKKI LENGUR TILGANGINN MEÐ ATHÆFI SÍNU. EN SVO KVIKNAÐI ÁHUGINN AFTUR. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Rebekka Hilda Gestsdóttir og Kristín Thelma Birgisdóttir unnu í Fiskbúðinni Vegamótum. Ljósmynd/Davíð Þorsteinsson 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Ólöf Nordal opnar myndlistarsýningu í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði í Þist- ilfirði í dag, laugardag, kl. 16. Ólöf hefur áður unnið verk þar sem forystufé var uppspretta hugmynda. Hún sýnir að þessu sinni vídeó- verk og ljósmyndir, en við undirbúning sýn- ingarinnar heimsótti Ólöf fjárhús og forystu- fé bæði sunnan og norðan heiða. Á Fræðasetrinu er safnað saman á einn stað fróðleik um íslenska forystuféð og það gert aðgengilegt fyrir almenning og fræði- menn. Sýning Ólafar verður uppi í Forystu- setrinu í allt sumar eða til 31. ágúst. Setrið er opið alla daga milli kl. 11 og 18. ÓLÖF NORDAL Í FRÆÐASETRI FORYSTUFÉ Forystuféð er í forgrunni á Fræðasetrinu. Kaffihúsið Græna kannan á Sólheimum. Menningarveisla á Sólheimum verður sett í 10. skipti í dag, laugardag, kl. 13, en veislan stendur til 22. ágúst nk. Sólheimar fagna í ár 85 ára afmæli auk þess sem þess er minnst með ljósmyndasýningu í íþróttahúsi staðarins að 30 ár eru síðan Reynir Pétur gekk hringinn um Ísland með eftirminnileg- um hætti. Í Sesseljuhúsi verða umhverfis- tengdar sýningar auk þess sem fræðandi og skemmtilegir fyrirlestrar verða í boði í allt sumar. Sýning á listmunum íbúa verður í Ingu- stofu, en þar verður að finna verk sem íbú- ar hafa unnið á vinnustofum Sólheima. Tón- leikar eru alla laugardaga í Sólheimakirkju þar sem fjölbreyttur hópur listamanna mun koma fram. Af öðrum viðburðum sumars- ins má nefna að Háskólalestin kemur í heimsókn, hestadagar verða í boði, brúðu- leikhús og sænskur fjöllistahópur. Ókeypis er á alla viðburði sumarsins. MENNINGARVEISLA SÓLHEIMAR Mosfellingarnir í Tinda- tríóinu, feðgarnir Bjarni Atlason, Guðlaugur Atla- son og Atli Guðlaugsson, flytja ásamt Arnhildi Val- garðsdóttur píanóleikara íslensk lög af fjörugri gerðinni á fyrstu stofu- tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða íslensk lög, m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Hall- dórsson, Jón Ásgeirsson og Braga Valdimar Skúlason. Ljóðin eru m.a. eftir Halldór Lax- ness, Jón frá Ljárskógum, Stephan G. Steph- ansson og Valdimar Hólm Hallstað. Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnu- dag frá júníbyrjun til ágústloka og hefjast ávallt kl. 16. Miðaverð er 1.500 krónur. TÓNLEIKAR Á GLJÚFRASTEINI TINDATRÍÓ Gljúfrasteinn Menning Ekki eru liðin nema fimm ár síðan Valdi-mar Thorlacius eignaðist sína fyrstumyndavél, en fyrir rúmu ári útskrif- aðist hann úr Ljósmyndaskóla Íslands. Hann tekur um þessar mundir þátt í sýningum á ljósmyndatvíæringnum WFFA 2015 í Varsjá í Póllandi og í dag, laugardag, verður í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands opnuð fyrsta einkasýning hans I Ein/Einn samhliða því sem Crymogea gefur út bók með mynd- um sýningarinnar sem byggist á lokaverk- efni hans frá Ljósmyndaskóla Íslands. „Ég keypti mér myndavél þar sem ég var staddur úti í Kaliforníu vegna þess að mig langaði til að skrásetja „sörfið“ sem ég stundaði af miklu kappi þá,“ segir Valdimar og tekur fram að hann hafi ekki alið með sér draum um að verða ljósmyndari. „En svo leiddi eitt af öðru,“ segir Valdimar og tekur fram að hann sé mjög þakklátur fyrir þann meðbyr sem hann hafi hlotið og segir það mikinn heiður að fá að sýna í Þjóðminjasafn- inu og vera gefinn út hjá Crymogeu. „Segja má að boltinn hafi farið að rúlla hjá mér eft- ir að ég fór í „portfolio review“ hjá Ljós- myndasafni Reykjavíkur á Ljósmyndadögum í febrúar 2014,“ segir Valdimar, en við lok dagskrár umræddra Ljósmyndadaga hlaut hann ásamt Báru Kristinsdóttur styrk úr Minningarsjóði Magnúsar Ólafssonar, en Magnús var einn helsti ljósmyndari þjóð- arinnar á öndverðri nítjándu öld. Hlutlaus skráning Spurður um tilurð sýningar sinnar segir Valdimar nokkur ár síðan hún kviknaði. „Hugmyndina fékk ég fljótlega eftir að ég byrjaði í Ljósmyndaskólanum, en útfærslan á þessu heimildarverki tók á sig skýrari mynd eftir því sem á skólavistina leið. Mig langaði að skrásetja algjörlega hlutlaust að- stæður fólks sem býr eitt, án þess þó að reyna að leita svara við því hvers vegna það býr eitt. Þetta er heimur sem er að hverfa, því þegar þetta fólk deyr frá bæj- unum þá er enginn sem tekur við,“ segir Valdimar og tekur fram að það sem heilli hann við heimildarljósmyndun sé hversu sönn hún í eðli sínu er. „Það er engin til- gerð, ekkert uppstillt. Þarna er bara verið að sýna hlutina eins og þeir eru. Ég er ekki að reyna að búa til eitthvað sem ekki er.“ Fyrir lokaverkefni sitt, sem sýningin og bókin byggist á, ferðaðist Valdimar vítt og breitt um landið um nokkurra vikna skeið, tók viðtöl við um tuttugu einstaklinga sem hann fékk einnig leyfi til að mynda. Með ljósmyndunum á sýningunni eru sagðar sög- ur af heimi tíu einfara jafnt í bæjum og sveitum. Myndirnar, sem á sýningunni eru rúmlega fimmtíu, sýna einbúa í daglegu lífi; að dytta að húsnæði, sinna búfé sínu, smíða líkkistur, hlusta á veðurfréttir, lesa blöðin og blunda yfir sjónvarpsfréttum, en tíminn líður hægt í heimi einfarans. Inn á milli portretta getur að líta myndir af umhverfi einbúanna bæði innan húss og utan. „Mig langaði að sýna hvað þau sjá í umhverfi sínu, hvað þau upplifa og við hvað þau búa. Markmiðið er að þetta sé hlutlaus skráning á því sem fyrir augu þeirra ber,“ segir Valdimar sem valdi að taka allar myndirnar í lit. „Hefðu mynd- irnar verið teknar í svarthvítu hefði það ver- ið of dramatískt, auk þess sem það hefði bú- ið til ákveðna fjarlægð jafnt í tíma og rúmi. Þetta er eitthvað sem er að gerast núna og ekki í fortíðinni.“ Svaf í bílnum á bæjarhlaðinu Inntur eftir því hvernig honum hafi tekist að hafa uppi á fyrirsætum sínum segist Valdi- mar hafa fengið ábendingar úr ýmsum áttum eftir því sem verkefni hans spurðist út. „Auk þess hefur tengdafaðir minn um árabil ekið gripaflutningabíl og hann gat bent mér á fjölda einbúa víða um land,“ segir Valdimar sem oft þurfti að sýna mikla þrautseigju til að ná góðu myndefni. „Ég bankaði upp á og kynnti mig og verkefni mitt. Suma daga fékk maður bara neikvæð viðbrögð, en flestir tóku mér þó vel,“ segir Valdimar sem eyddi allt frá einum degi upp í nokkra með fyrirsætum sínum. „Ég kynntist fólkinu misvel, en suma heimsótti ég margoft meðan ég eyddi aðeins nokkrum klukkutímum með öðrum. Ég eyddi eins löngum tíma með hverjum og einum og mér fannst nauðsynlegt til að ná nógu góðu efni, án þess þó að vera að ónáða fólkið. Stundum var mér boðið að gista, en fannst ekki rétt að þiggja það því þá hefði sam- bandið breyst og ég verið hættur að vera að- eins hlutlaus skrásetjari og orðinn gestur viðkomandi og þar með farinn að hafa áhrif á myndefni mitt,“ segir Valdimar sem svaf frekar í bílnum sínum á bæjarhlaðinu. „Þrátt fyrir öll nei-in þá kom mér satt að segja á óvart hversu margir voru til í að leyfa mér að mynda og vildu ræða við mig,“ segir Valdimar, en í bókinni er myndum og ummælum einbúanna stillt upp saman með áhrifamiklum hætti. Heita vatnið næsta verkefni Að sögn Valdimars reyndist mun erfiðara að finna konur til þátttöku í heimildarverkinu en karla. „Sennilega helgast það af því að konur eru mun færri í hópi einbúa og þær konur sem búa einar eru mjög hikandi að hleypa ókunnugum svona nálægt sér. Þær virka varari um sig. Sennilega á það betur við karlmenn að vera einir, heldur en konur. Mér fannst einnig mun erfiðara að ná til kvennanna í hópi einbúa,“ segir Valdimar, en aðeins ein kona er í hópi þeirra tíu sem röt- uðu á sýningu og í bókina. VALDIMAR THORLACIUS SKRÁSETUR LÍF OG AÐSTÆÐUR EINBÚANS „Heimur sem er að hverfa“ I EIN/EINN NEFNIST FYRSTA EINKASÝNING VALDIMARS THORLACIUS, SEM OPNUÐ VERÐUR Í MYNDASAL ÞJÓÐ- MINJASAFNSINS Í DAG. SAMHLIÐA GEFUR CRYMOGEA ÚT BÓK MEÐ MYNDUM VALDIMARS. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Hefðu myndirnar verið teknar í svarthvítu hefði það verið of dramatískt.“ Ljósmynd/Valdimar Thorlacius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.