Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 14
Þ að er auðvelt að koma auga á Tinnu þar sem hún skundar rösklega niður götuna í hverf- inu sínu í Havana. Hún sker sig úr fjöldanum, hvít á hörund og þótt hún sé með rautt litað hár segir hún að Kúbverjar telji hana ljóshærða. Hún er í rauðum blómakjól með hátt tagl og veifar hressilega. Hún rýkur á blaða- mann og kyssir í bak og fyrir og er aug- ljóst frá fyrstu stundu að þarna fer hress og ófeimin kona. Við byrjum á pítsu á næsta götuhorni og spjöllum strax saman eins og gamlar vinkonur. Tinna Þórudóttir Þorvaldar talar hratt og hefur frá mörgu að segja. Hún tók þá ákvörðun að prófa að búa á Kúbu í eitt ár en þangað flutti hún í ársbyrjun með tvo syni sína, fimm og sjö ára gamla. „Ég er bara að lifa og leika mér og hafa það gott í sólinni,“ segir Tinna sem er með Kúbudellu á háu stigi. Hún kom fyrst til Kúbu sem hákólaskipti- nemi en hún lagði stund á spænsku og málvísindi við Háskóla Íslands. „Ég var hér fyrst fyrir tíu árum og mér líður mjög vel hérna. Aðallega langaði mig bara í ævintýri,“ segir þessi lífsglaða unga kona, „og hvert betra að fara í ævintýri en í Karabíska hafið!“ segir hún og hlær. Kúbudraumur rætist Strax á unglingsárum dreymdi Tinnu um Suður-Ameríku. „Ég held ég hafi fæðst í vitlausri heimsálfu,“ segir hún. Tinna byrj- aði á að fara til Barcelona eftir mennta- skóla að læra spænsku. Þar kynntist hún fólki frá Suður-Ameríku og langaði þangað en móðir hennar stakk upp á að hún færi fyrst í háskólann heima í spænsku, með það í huga að geta síðar farið í skiptinám. Hún hlýddi og fór í Háskóla Íslands og svo kom að því að hún færi í skiptinám. Mörg lönd komu til greina, en á endanum varð Kúba fyrir valinu. Til Kúbu er hún komin enn einu sinni, í þetta sinn sem einstæð móðir tveggja ungra drengja. Að flytja ein með drengina í nýtt og framandi land er ekki bara dans á rósum. „Jú, þetta var drulluerfitt. Þótt ég eigi ein- hverja vini hér eru flestir vinir mínir heima. Og það var líka dýrt að koma hingað, flugmiðarnir eru dýrir og svo þurfti að skipuleggja að koma þeim í skóla, finna íbúð og koma sér fyrir,“ segir hún. Hún seldi bílinn sinn og helminginn af plötusafninu til að eiga fyrir farinu. „Það var æðislegt að fara út í janúar þeg- ar það var kalt heima,“ segir Tinna og brosir. Hún byrjaði á að koma sér fyrir og settist svo við skriftir en hún er nýbú- in að skila meistararitgerð sinni í Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um áhrif áfrískra orða í spænskunni á Kúbu. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að Kúbverjar séu blanda af Spánverjum og Afríkumönnum og ekki nema ein og hálf öld síðan þrælahald var þar við lýði. Tinna segir að á Kúbu sé svo rótgróinn rasismi að fólk taki varla eftir því að það sé með fordóma. „Til dæmis talar fólk um að vera með gott eða vont hár og þá erum ég og þú með gott hár en svertingjahár er vont hár. Þetta finnst þeim bara eðlilegt að segja. Ég hef spurt: Hvað meinið þið? Hver segir að þetta sé vont hár? Jú, þú sérð hvað þetta er krull- að og agalegt! Þetta er vont hár, svara þeir,“ segir hún og skellihlær. Fólk borðaði ketti Við flytjum okkur af pítsustaðnum og upp á vinnustofu hennar og kúbanska kærast- ans. Vinnustofan er lítið herbergi sem gengið er inn í af húsþaki en þar er ágætt útsýni yfir borgina. Mikið er um hrörlegar byggingar, Lödur og gamla am- eríska kagga, alla frá tíðinni fyrir byltingu. Borgin hefur mátt muna sinn fífil fegri. Talið berst að sögu Kúbu og lífinu þar fyrir og eftir byltingu. „Við þurfum að horfa fyrst lengra aftur,“ segir hún, „Kúb- verjar fara loksins í frelsisstríð við Spán- verja 1898 og helvítis Kaninn stal sjálf- stæðisstríðinu. Kúbverjar voru í stríði og voru að vinna það. Bandaríkjamenn vildu ná hér yfirráðum og voru með skip í höfn- inni en sagt er að þeir hafi sprengt upp sitt eigið skip til að réttlæta afskipti sín af stíðinu. Í framhaldi verður Kúba þá undir Bandaríkjunum eins og leppríki. Þeir fengu því aldrei sjálfstæði. Andstyggilegt! Ímyndaðu þér ef okkar sjálfstæðisstríði hefði bara verið stolið!“ segir Tinna og er mikið niðri fyrir. „Þannig að á fyrri hluta síðustu aldar voru Bandaríkjamenn hérna og höfðu það rosalega gott, það eru bara 90 mílur til Miami. Svo kom Castro og gerði bytingu, reyndar mistókst fyrsta til- raunin til byltingar og hann var settur í fangelsi,“ segir hún, „en síðar tókst honum að ná yfirráðum árið 1959.“ Tinna segir fólk í dag á Kúbu tala mjög lítið um stjórnmál. „Aðallega finnst fólki kerfið hér mjög erfitt, sem það er. Það eru rosalega lág laun hér og margt dýrt. Fólk þekkir ekkert annað, það eru komnar tvær kyn- slóðir sem þekkja ekkert annað. Bandarík- in, og þá sérstaklega Miami, er fyrirheitna landið hér. Margir hafa flúið þangað í gegnum árin. Á tímabili á bátum,“ segir hún. Tinna segir ástandið hafa verið hræðilegt eftir fall Sovétríkjanna. Þá misstu Kúbverjar stuðninginn sem hafði komið þaðan. „Það var mjög slæmt ástand eiginlega allan tíunda áratuginn. Þetta er kallað „sérstaka tímabilið“, fólk borðaði ketti!“ Allir að fylgjast með öllum Kærastinn Maikel er mættur í vinnustof- una ásamt nokkrum vinum sínum, en hann er tónlistarmaður. Þeir horfa löngunar- augum á myndavél blaðamanns sem er ekki af verri gerðinni. Tinna þýðir fyrir þá en þeir vilja fá hana lánaða til að taka upp myndband. Það er auðfengið og á meðan þeir rappa í mynd færum við Tinna okkur út á þak í sólina um stund. Hún segir að þó að ástandið sé almennt séð erfitt á Kúbu þá segir hún að margt sé mjög gott þar. Ég er vinstrisinnuð og sósíalisti og það er margt gott hér. Það er frítt í skólann og öll heilbrigðisþjónusta er algerlega ókeypis. En á móti kemur að það er sannarlega harðstjórn hérna og því er ekki að neita. Það er til dæmis hér ná- grannavakt sem heitir „nefnd til varnar byltingunni“. Þetta er í öllum hverfum. Og það eru allir að fylgjast með öllum. Þú veist aldrei hver er að horfa. Allir eru að kjafta frá. Það eru allir að gera eitthvað „til vinstri“, eins og þeir segja, sem þýðir að vinna svart því launin duga ekki til, en svo þarftu að borga nágrannanum til að hann kjafti ekki frá. Þannig er kerfið mjög þrúgandi, það eru ekki bara stjórn- völdin heldur nær þetta inn í allt. Til dæmis var okkur hent út úr fyrstu íbúð- inni af því einhver klagaði eiganda íbúðar- innar,“ segir hún. Tinna segir að það sé ekki bara kerfið sem sé erfitt, heldur allt hversdagslífið. „Það er yfirleitt ekki heitt vatn í heimahúsum svo ég þarf að hita baðvatnið í potti og ef út í það er farið þarf líka að sjóða vatn til drykkjar. Ég er Heklar undir kúbönskum himni TINNA ÞÓRUDÓTTIR ÞORVALDAR SEGIST VERA FÆDD Í VITLAUSRI HEIMSÁLFU. HÚN OG SYNIRNIR TVEIR FLUTTU TIL KÚBU Í UPPHAFI ÁRS Í ÆVINTÝRALEIT OG ERU EINU ÍSLENDINGARNIR ÞAR. HÚN VINNUR FYRIR SÉR MEÐ HEKLI OG BÓKASKRIFUM OG UNIR SÉR VEL Í KARÍBAHAFINU. HÚN STEFNIR Á ÚTGÁFU FJÓRÐU BÓKARINNAR UM HEKL. Ljósmyndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Við vinnum hér saman á daginn, ég að hekla oghann að búa til tónlist, og það er virkilegahuggulegt. Svo fáum við okkur mangó og romm. 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.