Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 39
Tæplega helmingur jarðarbúa mun nota internetið fyrir árslok 2015. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum The International Tele- communication Union, sem er stofnun á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Því er spáð að um 3,2 millj- arðar manna verði tengdir í lok árs. Í dag er fjöldi jarðarbúa um 7,2 milljarðar. Þá kemur jafnframt fram í skýrsl- unni að farsímaáskriftir á heimsvísu verði um sjö milljarðar í lok árs. Í Evrópu og Bandaríkjunum nota 78% íbúa farsíma og 69% heimsins hafa aðgang að 3G-neti. Þó eru að- eins 29% af svæðum sem teljast af- skekkt tengd. Í Afríku nota þó að- eins 17,4% íbúa farsíma. Talið er að um 80% heimila í hinum þróaða heimi verði nettengd í lok árs og um 34% heimila í þróunarríkjum. Í skýrslunni er jafnframt horft yf- ir sviðið og yfirlit veitt yfir þró- unina á þessu sviði undanfarin ár. Árið 2000 voru aðeins um 400 milljón internetnotendur á heims- vísu, eða átta sinnum færri en þeir eru í dag. „Síðastliðin 15 ár hefur upplýsingatækni þróast á algjörlega fordæmalausan hátt,“ segir í skýrsl- unni. „Slík tækni mun jafnframt skipta ennþá meira máli þegar fram líða stundir enda mun hún leika lykilhlutverk í því að mögulegt sé að ná sjálfbærnismarkmiðum eftir því sem heimurinn færist nær og nær stafrænu samfélagi.“ NÝJASTA NÝTT Helmingur jarðarbúa nettengdur fyrir árslok Bandarískir hermenn drepa tímann á netinu í Íraksstríðinu. Handryksugan lifir auðvitað ennþá góðu lífi í dag þótt hún sé komin nokk- uð til ára sinna. Hún er enda afskaplega hentug þegar kemur að því að „hreinsa upp eftir smáslys“ líkt og sagði í blaðaauglýsingu fyrir slíkan grip af AEG-tegund árið 1987. Handryksugan kom fyrst á markað í lok áttunda áratugarins í Bandaríkj- unum, eins og á við um svo margar hugvitsamlegar tækninýjungar, og smám saman fór að fara meira fyrir þessu göfuga tæki á síðum íslenskra blaða þegar leið á níunda áratuginn. Handryksugan hefur lifað góðu lífi þrátt fyrir örar framfarir á sviði ryksugutækni. Í dag getur fólk fengið sér bakryksugur, sem óneitanlega eru heillandi valkostur þegar kemur að hreinsunarstarfi, eða jafnvel sjálfvirkar ryksugur sem ferðast sjálfstætt um gólffleti og sjúga í sig óhreinindi á meðan eigand- inn er á bak og burt. GAMLA GRÆJAN Handryksuga 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 *Ungt fólk á að sanna kenningar, gamalt fólk að skrifa bækur. G. H. Hardy Hver sem fæst við kveðskap áttar sig fljótt á því að það er hægara sagt en gert að ríma og segja um leið eitthvað af viti. Hipphopp-tónlistarmenn um víða veröld hafa að mestu leyti tekið við kyndlinum og ryðja út úr sér takt- föstum rímum. Nú hafa vísindamenn við Aalto-háskóla í Finnlandi hins vegar hannað forrit sem getur rímað og samið sína eigin hipphopp-texta án mennskrar aðkomu. Finnland er ekki beinilínis þekkt af orðspori sínu innan rappheimsins, en forritið DeepBeat getur að sögn sent frá sér sannfær- andi texta sem veita þekktum texta- smiðum á borð við Eminem og Kanye West harða samkeppni. Forritið not- ar línur og orð úr 10.000 rapplögum eftir meira en 100 listamenn til að smíða sína eigin texta frá grunni. Vísindamennirnir settu forritinu jafnframt ákveðnar reglur sem eru ætlaðar til þess að veita textum þess trúverðugleika. Flest rapplög grundvallast á stöð- ugum takti, söguþræði og tilteknu kveðskaparformi. Forritið lærði smám saman að þekkja rím og takt, og jafnframt að setja saman orð sem ríma þótt þau séu ekki skrifuð með sambærilegum hætti. Að lokum var forritinu falið að semja 16 línu langan rapptexta sem hægt væri að flytja undir stöðugum takti og hefði jafnframt rím sem gengi upp. Forritinu tókst ágætlega upp en átti þó í erfiðleikum með að segja samræmda sögu. Vísindamenn- irnir halda því hins vegar fram að þennan eiginleika megi auðveldlega bæta og að langtímamarkmiðið sé að forritið geti ekki aðeins samið sín eig- in lög, heldur flutt þau einnig. FINNSKT RAPPFORRIT Hver veit nema einn daginn muni Kanye West-forrit rappa betur en hann sjálfur. Forrit rappi eins og þeir bestu Notendur hlaupasmáforritsins Nike Running geta fengið klapphljóð í símann sinn í hvert sinn sem einhver lækar hjá þeim hlaupafærslu á Facebook á meðan verið er að hlaupa. Hægt er að stilla klapphljóðin í audio feedback settings. Láttu klappa fyrir þér Höldum daginn hátíðlegan með blómum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.