Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 48
J oseph „Sepp“ Blatter stóð á föstudag fyrir viku keikur og talaði eftir að hafa verið endurkjörinn forseti Alþjóða- knattspyrnusambandsins, FIFA, í fjórða sinn eins og hann væri eina von sambandsins, kyndilberi umbóta og gagnsæis. Fjórum dögum síðar var komið annað hljóð í strokkinn og Blatter tilkynnti afsögn sína. Hann er þó hvergi nærri farinn. Boða þarf til aukaþings til að velja arftaka hans og það verður ekki gert fyrr en á milli desember og mars á næsta ári. Blatter ætlar að sitja þangað til. Hvað olli sinnaskiptum Blatters? Leitt hefur verið getum að því að hann hafi áttað sig á að böndin væru farin að berast að sér. Ekki er heldur útilokað að hann hafi óttast að FIFA myndi klofna reyndi hann að sitja sem fastast. Michel Platini, formaður knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, hafði gefið í skyn að það gæti gerst og í Þýskalandi og víðar var hafin umræða í þá veru. Gríðarlegir fjármunir í húfi Grunsemdir um spillingu hafa lengi loðað við FIFA. Sambandið veltir gríðarlegum upp- hæðum. Hart er sóst eftir að fá að halda úr- slitakeppnina í heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu karla og rétturinn til sjónvarpsútsendinga og leyfi fyrirtækja til að leggja nafn sitt við HM eru seld dýru verði. Fótbolti á gríðarleg ítök í fólki og það hefur kannski orðið íþróttinni til bjargar að þótt FIFA sé spillt samband í vitund al- mennings hefur almenningur annaðhvort trú á því að spillingin nái ekki til íþróttarinnar sjálfrar, aðeins til umgjarðarinnar, eða er sama. Þegar Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lét til skarar skríða 27. maí, tveimur dögum fyrir forsetakjörið í FIFA, brustu allar gáttir. Hún gaf út 47 ákærur á hendur 14 manns, þar af níu mönnum í yfir- stjórn FIFA. Voru sjö þeirra handteknir og snúast ákærurnar um mútur upp á meira en 150 milljónir dollara (20 milljarða króna). Aðgerðin var dramatísk. Hinir ákærðu voru leiddir út í böndum af lúxushótelinu Baur au Lac í Zürich þar sem halda átti forseta- kjörið. Það segir sína sögu um veröld FIFA að á hótelinu kostar nóttin allt að hálfa millj- ón króna. Sömu aðferðir og gegn mafíunni Rannsókn Lynch á FIFA hófst fyrir nokkr- um árum þegar hún var saksóknari í New York-ríki. Við bandarísku rannsóknina er beitt sömu aðferðum og notaðar eru gegn skipulagðri glæpastarfsemi, aðferðum sem bandarískir saksóknarar hafa þróað í baráttu við mafíuna og eiturlyfjahringi. Hver sá sem næst er eins og dóminókubbur og þegar hann fellur tekur hann fleiri með sér. Þannig þræða rannsakendurnir sig áfram þar til þeir ná höfuðpaurunum. Hingað til hefur Blatter ekki verið nefndur á nafn en hafi spillingin verið jafn víðtæk og allt bendir til er erfitt að sjá hvernig það hefur farið framhjá honum í 17 ára valdatíð. Lynch lýsti FIFA eins og skipulögðum glæpahring. Hinir grunuðu hefðu borið sið- ferðislega ábyrgð og misnotað traust til að skara eld að eigin köku. Nefndi hún sér- staklega að þeir hefðu skaðað börn um allan heim sem ættu sér þann draum að spila fót- bolta. FIFA hefur meira umleikis en nokkurt annað íþróttasamband. Tekjur FIFA voru 5,7 milljarðar dollara á undanförnum fjórum árum. Það var 1,5 milljörðum meira en fjög- ur árin þar á undan. Það sýnir hvernig tekj- urnar aukast frá einni heimsmeistarakeppni til annarrar, en mótið fer fram á fjögurra ára fresti. Sjónvarpsstöðvar greiddu 2,5 milljarða dollara fyrir útsendingarrétt. Styrktaraðilar greiddu 1,6 milljarða dollara. Sjónvarpsstöðvar, margar ríkisreknar, sem í fréttatímum fjalla um grunsemdir um víð- tæka spillingu innan FIFA, borga háar fjár- hæðir möglunarlaust fyrir að senda leikina út. Eftir handtökurnar eru vöflur komnar á styrktaraðila, en þeir vita að reiknað hefur verið út að með því að nýta það að vera styrktaraðili HM rétt fæst 20% betri útkoma en með hefðbundinni markaðsstarfsemi. FIFA hefur þanist út í tíð Blatters Þegar Blatter tók við árið 1998 átti FIFA þrjár milljónir dollara í sjóðum en nú eru 1,5 milljarðar dollara í hirslum sambandins. 209 landssambönd í knattspyrnu eru í FIFA. Að- ildarríki Sameinuðu þjóðanna eru 193. Ásakanir bandarískra yfirvalda snúast um vafasöm viðskipti knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku og Karíbahafsins, CONCACAF, og Suður-Ameríku, CONME- BOL, sem eru sambærileg við UEFA í Evr- ópu. Þær lúta að útsendingar- og markaðs- rétti á alþjóðlegum knattspyrnumótum. Þær snúast einnig um veitingu leyfa til að halda heimsmeistarakeppnina. Í gögnunum er fjallað um ákvörðunina um hvar heimsmeistarakeppnin skyldi haldin 2010. Hún fór fram í Suður-Afríku, en Mar- okkó þótti einnig líklegur kostur. Í gögn- unum kemur fram að tveir helstu framá- menn í CONCACAF, Jack Warner frá Trínidad og Tóbagó og Charles Blazer frá Bandaríkjunum, sem einnig sátu í fram- kvæmdastjórn FIFA, fóru á vettvang 2004 til að skoða aðstæður. Munu þeir um leið hafa kannað hversu mikils virði atkvæði þeirra væru. Samkvæmt gögnunum bauð Suður-Afríka betur, 10 milljónir dollara. Greiðslan á þessum 10 milljónum var hins vegar vandkvæðum bundin. Ekki var hægt að taka peningana úr ríkissjóði. Eftir mikið japl var niðurstaðan sú að peningarnir komu beint af reikningum FIFA úr sjóði sem eyrnamerktur var eflingu knattspyrnu í Suður-Afríku og var sú ástæða gefin að þeir væru ætlaðir til stuðnings fótbolta í löndum þar sem stór hluti íbúa væri af afrískum uppruna. Eftir að málið kom upp hafa stjórnvöld í Suður-Afríku haldið sig við þá skýringu og segjast ekki geta borið ábyrgð á því hvað um peningana varð eftir að þeir voru yfirfærðir. Peningarnir voru lagðir í þremur greiðslum í byrjun árs 2008 inn á reikning sem var í nafni CONCACAF og Warner réði yfir. Þegar Blazer komst að því að tíu millj- ónir dollara hefðu verið greiddar hafði hann samband við Warner og heimtaði sinn hlut, eina milljón dollara. Warner kvaðst ekki geta borgað svo mikið vegna þess að hann hefði þegar þurft að borga tveimur öðrum. Blazer yrði að sætta sig við minna. Í desem- ber 2008 voru tæplega 300 þúsund dollarar lagðir inn á bankareikning Blazers á eyju í Karíbahafi. Skömmu síðar afhenti útsendari Warners Blazer 250 þúsund dollara ávísun í höfuðstöðvum CONCACAF í New York. Blazer vakti athygli lögreglunnar í Banda- ríkjunum árið 2011 og má rekja það til þess að eftir hryðjuverkin 11. september 2001 hafa bandrískt stjórnvöld skyldað banka til að greina frá færslum upp á meira en 10 þúsund dollara og krafist þess að fá upplýs- ingar um erlenda reikninga bandarískra ríkisborgara. Blazer hafði leynt 10 milljónum dollara fyrir skattyfirvöldum og notað féð meðal annars til að kaupa þakíbúð í Trump- turninum í New York og íbúð í Miami. Warner virðist einnig hafa sent yfirvöldum gögn um Blazer og það hefur þá snúist í höndunum á honum. Uppljóstrarar úr röðum FIFA Blazer voru gefnir tveir kostir; annaðhvort yrði hann færður burt í járnum eða féllist á að starfa með yfirvöldum. Þegar Ólympíu- leikarnir fóru fram í London 2012 tók hann upp samtöl við embættismenn FIFA með hljóðnema í lyklakippunni sinni. Warner var varaforseti FIFA og yfir- stjórnandi CONCACAF þar til FIFA leysti hann frá öllum skyldustörfum árið 2011 vegna ásakana um spillingu. Hann byrjaði á því að neita öllu eftir að handtökurnar fóru fram í Sviss. Á miðviku- dag kom hann hins vegar fram og kvaðst óttast um líf sitt. Hann sagðist geta sýnt Þegar ég segi ég, þá er það FIFA SEPP BLATTER SAGÐI Í VIKUNNI AF SÉR EFTIR AÐ HANN VAR KJÖRINN FIMMTA SINNI FORSETI FIFA, EN ER ÞÓ HVERGI FAR- INN. ÁSTÆÐAN ER ÁSAKANIR UM VÍÐTÆKA SPILLINGU SEM NÁ TIL ÆÐSTU VALDAMANNA INNAN SAMBANDSINS. Karl Blöndal kbl@mbl.is AFP Knattspyrna 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.