Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Fréttir af ástandinu á löggjafarsamkundunni eru ekki uppörvandi. Vandræðagangurinn og stjórnleysið sem þar virðist ríkjandi er dapurlegt. Það þarf aga í herbúðunum sagði góði dátinn Fréttir berast af þingmönnum sem ræða „fundarstjórn forseta“ dag eftir dag án þess að gera allan þann tíma eina einustu athugasemd við fundarstjórn forsetans. Það er þó sannarlega hægt að gera það. Því að stjórn- leysi í þingstörfunum er óleyfilegt. Það er úr takti við þingsköp, hefðir þingsins og lágmarkskröfur um fram- göngu þingmanna að þeir líti út eins og stjórnlausasti tossabekkur alls skólakerfisins. Forsetar gættu þess áður fyrr þegar tveir til þrír þingmenn höfðu talað um fundarstjórn forseta að finna að því og gefa því næst þeim ræðumanni sem næstur var á mælendaskrá orðið, hvað sem leið hrópum uppi- vöðslumanna. Þegar sá hafði lokið máli sínu var stund- um gefið færi á að 2-3 þingmenn til viðbótar fengju að fíflast um fundarstjórnina og svo var ræðumanni af skráðum lista gefið orðið. Þess háttar stjórnun var vissulega á ystu mörkum lipurðar og frjálslyndis sé miðað við aðrar þjóðir. En málin þokuðust áfram og jafnt inn á við sem út á við sáu menn að lýðræðið hafði betur gegn handaflinu. Hvað með viðmiðunarþjóðir? Dettur einhverjum í hug að á næstelsta þingi heims í Lundúnum, þar sem sitja hálft sjöunda hundrað þing- manna, fái þeir að tala hver og einn tuttugu sinnum um fundarstjórn forsetans? Lúti þingmaður ekki ákvörðun þingforseta þar er púað á hann en ekki á þingforset- ann, eins og dæmi er um hér. Láti þingmaður ekki skipast við aðra athugasemd leiða verðir hann út úr þingsalnum. Gerist það, sem heyrir til algjörra und- antekninga, geta liðið ár og dagar þar til hinn brotlegi þingmaður fær að taka til máls í almennum umræðum. Þingmaður verður að ná augnsambandi við þingforseta (Catching the Speaker’s eye) til að fá orðið. Þótt hinn brotlegi þingmaður hafi gengið á fund þingforseta og beðist afsökunar á framferði sínu í þingsal er sú afsök- unarbeiðni aðeins meðtekin. Hann veit ekkert um hvort hann fær að taka þátt í umræðum eða ekki. Fréttir af þeirri stöðu þingmannsins mælast ekki vel fyrir í kjördæmi hans. Hér blasir það við að stór hluti þingmanna tekur Al- þingi ekki alvarlega. Á meðan svo er er það ólíkindaleg krafa af þeirra hálfu að þjóðin taki þingið alvarlega og virði það. Í athugasemdum af þessu tagi felst ekki að stjórnar- andstaða skuli ekki hafa ríflegt svigrúm til að láta til sín taka. Það er til að mynda ekki verið að kalla á það að við tökum norrænu þingin algjörlega til fyrir- myndar, þar sem aðeins allra stærstu mál fá tveggja til þriggja daga umræðu í þingsal. Forystumenn og tals- menn flokka fá skammtaðan tíma til slíkrar umræðu, t.d. 8-10 mínútur, en almennir þingmenn mun skemmri tíma. Tilteknir fréttamiðlar eru sífellt uppi með beinar og óbeinar kröfur um að Íslendingar eigi að laga alla hluti að því sem tíðkast á þingum á Norðurlöndum, þar sem samráð við stjórnarandstöðu sé mun ríkulegra en hér. Allt er það orðum aukið og stundum sótt til þess þegar minnihlutastjórnir neyðast til að semja sín mál í gegn- um þingið. Það er þó undantekningaástand. En þessir aðdáendur norrænna þinga hafa ekki kannað hvernig yrði brugðist við þar ef þingmenn ætluðu sér, jafnvel aðeins í fáeina daga, að haga sér með þeim ósköpum sem gert er hér vikum og mánuðum saman. Þingsköpin eru ekki sökudólgurinn Hér er ekki verið að taka undir hugmyndir um að mál skuli lifa á milli þinga til að auðvelda meirihlutanum að koma umdeildum málum áfram. Það er ekkert að því að ríkisstjórnarmeirihluti þurfi að koma með sín mál í tæka tíð fyrir þingið. Reglur þingskapa duga í sjálfu sér til þess að þing- hald fari skaplega fram. En þeim verður að fylgja eftir eins og gert er í öllum þingum og ekki má líða að þau séu misnotuð herfilega. En núverandi stjórnar- meirihluti, að því marki sem hann var í stjórnar- andstöðu á síðasta kjörtímabili, gekk á hinn bóginn iðulega allt of luðrulega fram gagnvart þáverandi stjórnvöldum. (Örfáir þingmenn stóðu sig og voru út- hrópaðir.) Hvernig í ósköpunum er t.d. hægt að útskýra að menn hafi leyft ósvífnum fjármálaráðherra að koma með stórmál, varasamt og skaðlegt þjóðinni, til þings- ins tveimur dögum fyrir jól og afgreiða það fyrir hann með hraði eins og launaðir handlangarar? Þessi af- greiðsla minnir á aðra hvora andstæðuna, þegar verið er að setja lög á verkfall svo að loðnan náist eða á hitt þegar verið er að leiðrétta prentvillu í frumvarpi um frjálsar íþróttir. Þarna var stórmál á ferðinni. Mál sem pukrast hafði verið með, enda verið að láta kröfuhafa knésetja sig. Þingið var að taka þátt í að klastra upp á klúður og lög- leysu af versta tagi. Mál sem enn þann dag í dag hefur ekki verið tekið á. Og þessum ósköpum er smyglað í gegnum þingið þegar almenningur á sér einskis ills von og er með allan hug við síðustu mínútur jóla- undirbúnings. Þegar í ljós kemur að stjórnarandstaðan hefur ekki sinnt lágmarkshlutverki sínu bregður mönnum. Og hin umtalaða og lágreista virðing þings- ins þverr enn. Verðir sannleikans sofa Og á þessu sama kjörtímabili hélst mönnum uppi, mán- uðum og misserum saman, án alvarlegra athugasemda og málefnalegrar gagnrýni að rangfæra stærstu mál þáverandi ríkisstjórnar. Það var varla orðað í þinginu að fullyrðingar um að raunverulegar samninga- viðræður færu fram á milli Íslands og ESB væru stað- lausir stafir. Öllum sem eitthvað vissu var ljóst að ein- vörðungu fór fram prófarkalestur á því hvernig miðaði að laga allar reglur Íslands að reglum ESB. Þar sem flestir þingmenn svikust um að fara ræki- lega og við hvert tækifæri yfir þennan þátt tókst blekk- ingarmeisturum að telja hrekklausum trú um að „samningaviðræður“ færu fram og að slíkum við- ræðum þyrfti auðvitað að ljúka. Meira að segja Stökkvi Grikkir út í djúpu laugina er betra að það sé vatn í henni * Þar sem flestir þingmenn svikust um að fara rækilega ogvið hvert tækifæri yfir þennan þátt tókst blekkingarmeisturum að telja hrekklausum trú um að „samninga- viðræður“ færu fram og að slíkum viðræðum þyrfti auðvitað að ljúka. Reykjavíkurbréf 05.06.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.