Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 40
Sif Baldursdóttir
fatahönnuður er
smart og segir
svört háhæluð
ökklastígvél vera
veikleika sinn.
Hvað heillar þig við tísku?
Sem fatahönnuður hefur sú staðreynd alltaf heillað mig að öll
þurfum við að klæðast einhverju til að hylja nekt okkar, við getum
tjáð öðru fólki svo margt með klæðaburði okkar. Þau föt sem við
ákveðum að klæðast fylgja okkur í gegnum lífið og oft tengjum við
þau við minningarnar sem við myndum þegar við klæðumst þeim.
Mér hefur alltaf fundist falleg til-
hugsun að búa til föt sem fylgja fólki
á svona náinn hátt.
Hvaða tískutímarit og/eða
blogg lestu?
Þar sem ég vinn í þessum heimi
reyni ég meðvitað að skoða ekki mikið
af tískutímaritum og slíku, heldur leita
frekar að innblæstri frá umhverfi mínu
og fólkinu í kringum mig. Auðvitað
glugga ég samt einstaka sinnum í ein-
hver blöð og þá helst I-D Magazine,
Gentlewoman og Ítalska Vogue, sem
standa alltaf fyrir sínu.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna?
Mér finnst hrein og heilbrigð húð
skipta mestu máli og þá er auðvitað
mikilvægt að vera duglegur að hreinsa
hana og gefa raka. Ég er með mjög
ljósa húð og það hefur oft reynst mér
erfitt að finna hyljara í
lit sem hentar, en í
MAC eða Make Up
Store hef ég alltaf
fundið eitthvað við
hæfi. Annars hef ég
alltaf verið frekar mikill
snyrtivörupervert og í
gegnum tíðina fundið
mínar uppáhalds-
snyrtivörur sem ég held
mig við svo árum skipt-
ir. Til dæmis hef ég
notað Lancome Hypnose-maskarann síðan ég byrjaði að mála mig og
sömuleiðis Ruby Woo-varalitinn frá MAC í mörg ár.
Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í?
Mér dettur ekkert sérstakt í hug nema kannski á unglingsárunum
þegar ég var frekar að eltast við það sem öðrum fannst flott en að
hlusta á eigið innsæi.
Hvað kaupir þú alltaf þótt þú eigir nóg af því?
Svört háhæluð ökklastígvél eru minn veikleiki – ég á alltaf nóg til
af þeim! Einnig á ég það til að kaupa mér fleiri svartar kápur en
þörf er kannski á. Möttu varalitirnir frá MAC eru líka annar veik-
leiki, en ég á örugglega svona 10 stykki sem ég nota reglulega.
Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð?
Ann Demeulemeester hefur í gegnum árin verið minn uppáhalds-
fatahönnuður, en hún hefur alltaf talað til mín þar sem ég klæðist
nánast eingöngu svörtu. Svo eru mörg skandinavísk merki sem ég er
hrifin af, til dæmis ACNE og Barbara I Gongini. Einnig finnst mér
gaman að fylgjast með íslenskum fatahönnuðum, en það hefur orðið
mikil vakning í fatahönnun hérlendis undanfarið. Skemmtilegast þykir
mér að fylgjast með íslensku merkjunum í Kiosk á Laugavegi 65, en
ég er meðeigandi að þeirri búð og sel þar fatamerki mitt, Kyrja.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl?
Ég hef alltaf verið skotin í Lykke Li og hennar fatastíl!
Það væri algjör draumur að fá að klæða hana í framtíðinni.
Ég elska hvernig hún vinnur með svarta litinn og minimal-
isma.
Ætlar þú að fá þér eitthvað fallegt fyrir sumarið?
Ég er nú ekki þekkt fyrir að vera sú sumarlegasta! En
annars hef ég ekki klæðst buxum í mörg ár og nú langar mig
loksins að finna mér einhverjar fínar buxur í léttu efni fyrir
sumarið. En ég er eiginlega aðallega spennt fyrir haustinu, þá
ætla ég að næla mér í kápu frá íslenska merkinu MAGNEU.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur
að fatakaupum?
Fylgja ávallt eigin innsæi og vanda valið þegar kemur að
efnum, náttúrulegt er alltaf betra. Mér leiðist fátt meira en akríl-
blöndur og pólíester sem hnökrar og verður að engu með tím-
anum.
Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða
fylgihlut myndirðu kaupa?
Mig hefur alltaf dreymt um klassískan „biker“-leðurjakka frá
ACNE, en mér finnst það vera algjör lífstíðareign.
TENGJUM FÖT VIÐ MINNINGARNAR
Mikil vakning
í fatahönnun
hérlendis
SIF BALDURSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR HANNAR UNDIR
MERKINU KYRJA. HÚN FYLGIR ÁVALLT EIGIN INNSÆI Í FATA-
KAUPUM OG VANDAR VALIÐ ÞEGAR KEMUR AÐ EFNUM
OG SEGIR NÁTTÚRULEGT ALLTAF BETRA.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Sif hefur notað
Ruby Woo-
varalitinn frá
MAC í mörg ár.
Hönnun Ann Demeule-
meester er í eftirlæti hjá Sif.
Mynd úr sumarlínu Kyrju 2015.
Sif hefur lengi dreymt
um klassískan „biker“-
leðurjakka frá ACNE
studios.
Morgunblaðið/Kristinn
Tíska *Auglýsing úr herferð tískuhúss-ins Saint Laurent hefur veriðbönnuð í Bretlandi (á vegumASA) vegna þess að fyrirsætanþykir of grönn og óheilbrigð íútliti. Telja þeir auglýsinguna, sem birtist í tímaritinu Elle, óábyrga. Undanfarið hafa of grannar fyrirsætur í auglýsingum verið undir
smásjá og þykja þær hafa neikvæð áhrif á líkamsvirðingu kvenna.
Bann á auglýsingaherferð Saint Laurent