Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Bækur Árelía Eydís Guðmundsdóttir er dós-ent við viðskiptadeild Háskóla Ís-lands og hefur haldið fjölda fyrir- lestra og námskeiða fyrir fagmenn jafnt sem leikmenn, m.a. um starfsánægju og stafsframa og skrifað fræðigreinar og gefið út fræðibækur. Síðastliðinn fimmtudag fagn- aði hún þó annars konar útgáfu, því þá kom út fyrsta skáldsaga hennar, Tapað- fundið. Árelía hefur umtalsverða reynslu af að skrifa, en þá fræðirit og ritgerðir eins og getið er, og því forvitnilegt að fá að vita hvað varð til þess að hún tók til við skáld- skap. Hún þakkar það fjölskyldu sinni og vinum sem hún segir hafa hvatt sig til að spreyta sig á skáldskap. „Sérstaklega voru vinkonur mínar duglegar við að segja mér að ég ætti að prófa að skrifa skáldsögu. Þrátt fyrir það hafði það ekki hvarflað að mér að neinu marki fyrr en ég tók mér launalaust ársleyfi og langaði þá til að gera eitthvað sem væri ótengt háskólanum, sem- sagt ekki að vera í einhverjum rannsóknum eða heimildavinnu og þá varð þessi hvatn- ing til þess að ég hugsaði: Já, af hverju ekki. Svo kviknaði líka hugmynd á sama tíma og allt varð til þess að ég lét til skar- ar skríða.“ Þetta var fyrir fjórum árum og að leyfinu loknu lagði hún bókina til hliðar og tók til við sína venjubundnu vinnu. „Síðan nýtti ég stutt frí öðru hvoru til þess að skjótast í bókina þannig að þetta hefur verið löng fræðing, en oft verður texti bara betri með tímanum og mér lá náttúrlega ekkert á.“ Þó flestir geri sér grein fyrir því að það sé mikil vinna að skrifa skáldverk, átta þeir sig kannski ekki á því hvað sú vinna er erf- ið og tímafrek. Árelía segist líka hafa haft rómantíska sýn á það hvernig það væri að vera rithöfundur og séð það fyrir sér að það yrði allt öðruvísi og léttari vinna en að skrifa fræðirit – hún gæti bara sest niður og síðan myndi sagan streyma fram. Annað kom á daginn: „Þetta var bara nákvæmlega eins og með fræðitexta, það þarf að skrifa þetta hundrað sinnum og maður fær hann aftur og aftur í hausinn frá yfirlesurum. Aðdáun mín á rithöfundum hefir vaxið tölu- vert við þessa vinnu,“ segir hún og hlær við. „Það þarf mikinn aga og töluvert út- hald til þess að skrifa bók, en mig langar líka til að það komi fram að þó að mitt nafn sé á kápunni þá er þetta samstarfs- verkefni, ég vann með ritstjóra og með yfirlesurum og á því fólki mikið að þakka,“ segir hún og bætir við að sér finnist eins og það felist meiri samvinna í því að skrifa skáldskap en að skrifa fræðilegan texta þó það sé að nokkru leyti svipuð vinna. - Hvað sem því líður þá er bókin komin út og þú ert eflaust ánægð með hana, ann- ars hefði hún ekki komið út, en spurningin er: Ertu það ánægð með hana að þú ætlar að skrifa aðra skáldsögu? „Næsta bók, sem er með vinnuheitið Sterkari í seinni hálfleik, er komin á teikni- borðið og er ekki skáldverk. Ég fékk reyndar hugmynd að skáldverki sem útgef- andinn sagði mér pent að væri ekkert voða- lega intressant,“ segir hún og skellir uppúr, en bætir svo við af meiri alvöru: „Mér finnst þetta reyna á mig á annan máta og fyrir mig er þetta ákveðin hvíld, því þó ég sé alltaf að fást við texta og sambærilega hluti þá er það á mjög ólíkan máta og fyrir mig er skáldskapurinn því ákveðið frelsi – það er frelsi fyrir mig að skrifa eitthvað og vinna með það og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að ég sé ekki að fara rétt með heimildir eða að aðferðafræðin sé ekki rétt og eitthvað í þá áttina. Vonandi fæ ég einhverja hugmynd sem útgefandanum mín- um finnst nothæf. Ég var einmitt að hugsa það í dag þar sem ég sat í stresskasti og var að velta því fyrir mér hvað það væri sem ég væri svona stressuð yfir og hugsaði svo: Skiptir það máli þó að fólki líki ekki við bókina? Mér fannst gaman að gera þetta og það sem ég vona er að einhver finni eitthvað í sjálfum sér og þó það séu ekki nema einn eða tveir þá er það nóg.“ FRUMRAUN ÁRELÍU EYDÍSAR Skáldskapurinn veitir frelsi Árelía Eydís Guðmundsdóttir segist hafa haft rómantíska sýn á það hvernig það væri að vera rithöfundur. Morgunblaðið/Eva Björk ÁRELÍU EYDÍSI GUÐMUNDS- DÓTTUR ÞEKKJA EFLAUST MARGIR ENDA HEFUR HÚN VERIÐ IÐIN VIÐ BÓKA- OG GREINASKRIF OG FYRIR- LESTRAHALD. Í SÍÐUSTU VIKU BIRTIST HÚN Í NÝJU HLUTVERKI. * Þó ég sé alltaf aðfást við texta ogsambærilega hluti þá er það á mjög ólíkan máta og fyrir mig er skáldskap- urinn því ákveðið frelsi. Karel Capek gaf út frægustu bók sína, Salamöndrustríðið, árið 1936. Þá var hann þegar heimsþekktur höfundur, bæði fyrir leikrit sín og skáldsögur auk þess að vera geysilega afkastamikill ritgerðasmiður. Þessi bók hefur nokkra sérstöðu á rithöfund- arferli hans. Hún er nú á dögum flokkuð sem fantasía eða vísindaskáldskapur, þótt fyrri skilgreiningin sé ef til vill nær lagi. Ræt- ur hennar í hefð satírunnar munu samt lík- lega nærtækastar. Upphaf sögunnar er nán- ast eins og skopstæling á Joseph Conrad, en brátt taka hlutirnir að þróast í ýmsar óvænt- ar áttir. Sagan hefur verið lesin og túlkuð á mörg- um plönum. Í henni má greina beitta ádeilu á uppgang fasisma og nasisma í Evrópu, nýlendustefnu þeirrar álfu, kynþáttahyggju Bandaríkjanna og kapítalisma hins vest- ræna heims. Einnig slær hann varnagla gegn oftrú á vísindum (nokkuð sem gerir flokkun undir vísindaskáldskap ögn hæpna, mætti segja), og svo blandast inn í háð á innanlandspólitík Tékkóslóvakíu á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Það síðast- nefnda er að vísu aukaatriði nú, og íþyngir sögunni engan veg- inn í samhengi hennar við nútímann. Bókin er ákaflega umbrotakennd í formi á margan hátt, og verður að teljast ein af merkari tilraunum í módernískri skáld- sagnagerð á 20. öld. Þrátt fyrir alvarleika boðskaparins er hún full af alls kyns leik með orð og byggingu, og það er reyndar einkenni á verkum Capeks almennt. Hann er heimspekilega sinnaður og spyr djúpstæðra spurninga, en framsetningin er iðulega mörkuð því sem engilsaxar kalla „the light touch“. Ein- mitt þetta einkenni á skrifum Capeks hefur ýtt undir ákveðið vanmat á höfundarverki hans í seinni tíð. Hugmyndaauðgi söguframvindunnar eru lítil takmörk sett, og alveg óhætt að segja að frumleiki í besta skilningi ráði ferð- inni, þótt hugsanlega megi segja að hann hefði mátt setja enda- punktinn aðeins framar, þar sem undir sögulok örlar á endur- tekningu þess sem þegar er komið fram. Það breytir þó engu um að hér er um tímalausa snilld að ræða þegar á heildina er litið. Salamöndrurnar, aðalpersónur bókarinnar, skilja eftir sig ákaflega undarleg og skýr spor hjá lesanda, og þau spor mást seint út. Löngu eftir að lestri lýkur skjóta þessar undarlegu ver- ur upp kollinum, í bókstaflegri merkingu, á hinu fljótandi yf- irborði hugans. Salamöndrustríðið er óumdeilanlega meistaraverk Capeks, en þessi tékkneski afburðamaður skrifaði margar fleiri frábær- ar bækur, þar má t.d. nefna Ár garðyrkjumannsins og Ferðir í norðri, sem eins og nafnið gefur til kynna fjallar um ferðalag hans um Norðurlönd, en Capek var alla tíð heillaður af norð- urslóðum, alinn upp við lestur á Nansen og Amundsen í æsku. Salamöndrustríðið kom út á íslensku árið 1946, tíu árum eft- ir að bókin birtist á tékknesku. Jóhannes úr Kötlum þýddi, og greinir frá því í eftirmála að hann hafi snúið bókinni úr dönsku. Ekki verður því við komið hér að dæma um ágæti þýðing- arinnar gagnvart frummálinu, en hún virkar allavega prýðilega á íslensku enn í dag, og mætti vel koma út á ný, enda er hér um heimsklassík að ræða. BÆKUR Í UPPÁHALDI GYRÐIR ELÍASSON Gyrðir Elíasson hvetur til þess að Salamöndrustríð Karels Capeks verði gefið út að nýju, enda sé það heimsklassík. Morgunblaðið/Einar Falur Karel Capek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.