Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 17
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Sumarið er eðlilega sá tími þegar gróðurofnæmi er hvað mest áberandi. Ef barn byrjar að hnerra og fær þrálát kvefeinkenni með hækkandi sól er rétt að leita læknisráða, því um ofnæmi gæti verið að ræða. Tími gróðurofnæmis Ferðafélag barnanna býður upp á fjölbreytt úrval ferða og útivistar fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Sumarið er annasamur tími hjá fé- laginu og margar skemmtilegar ferðir framundan sem vert er að kynna sér. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu félagsins. Ferðafélag barnanna í sumar Þráir venjulegt líf Sýnd sjúkdómsins getur verið mjög misjöfn en hann orsakast, sem fyrr sagði, af galla í geni. „Í þessu geni hafa fundist 52 mismun- andi stökkbreytingar og hverri stökkbreytingu fylgja mismunandi einkenni sjúkdómsins. Þetta er hálfgert róf, allt frá því að ein- staklingurinn geti nánast séð um sig sjálfur, upp í það að geta ekki tjáð sig, vera bundinn við hjólastól og algjörlega öðrum háður. Sunna er einhvers staðar þarna í miðj- unni.“ U.þ.b. átta hundruð ein- staklingar hafa greinst með AHC- sjúkdóminn á heimsvísu en stökk- breytingin sem Sunna ber er mjög sjaldgæf. „Ég veit um fjóra ein- staklinga sem hafa sömu stökk- breytingu og Sunna og þeir eru all- ir í Asíu. Tungumálaörðugleikar setja hömlur á samskipti okkar við AHC-samtök í Kína og Japan og við höfum því lítil samskipti haft við þá einstaklinga sem hafa þessa stökkbreytingu. Það gerir það að verkum að við vitum ekki alveg í hvaða átt sjúkdómsmynd Sunnu er að fara en köstum hennar hefur fjölgað mikið síðustu tvö ár.“ Ragnheiður, móðir Sunnu, segir dóttur sína lifa í afar vernduðu umhverfi til að sporna við köstun- um, nánast í bómull. „Við reynum eftir fremsta megni að forðast að- stæður sem geta framkallað köst. Þetta er heilmikil vinna en við höf- um lært á þessum níu árum að það borgar sig margfalt, því þegar Sunna fær hvíld frá köstunum líður henni svo ótrúlega vel. Hún er, þegar allt kemur til alls, bara lítil stúlka sem þráir venjulegt líf,“ seg- ir Ragnheiður. Rannsóknir gagnast mörgum Sigurður segir þjóðarátakið sem nú er í gangi, Stattu með taugakerf- inu, gríðarlega mikilvægt. Mikið verk sé enn óunnið á sviði tauga- rannsókna og fjármagn skorti. „Rannsóknir sem unnar eru á ein- um taugasjúkdómi gagnast í rann- sóknum á öllum hinum taugasjúk- dómunum líka. Þess vegna er svona mikilvægt að allir skrifi und- ir áskorunina sem hægt er að finna inni á taugakerfid.is. Einn áttundi af öllu mannkyninu þjáist af tauga- sjúkdómum og það er í rauninni fá- ránlegt að taugakerfið sé ekki nú þegar eitt af aðalverkefnum al- þjóðasamfélagsins. Eins og staðan er núna, þá vinnur hver í sínu horni og margir rannsakendur vinna að svipuðum hlutum en ekki í samstarfi hver við annan. Ef okk- ur tækist að samstilla allar þær rannsóknir á taugakerfinu sem eru í gangi, þá yrðu framfarir mun hraðari. Það er mjög líklegt að í hverri íslenskri fjölskyldu sé a.m.k. einn einstaklingur að kljást við taugasjúkdóm. Það ætti því að vera algjör „no-brainer“ fyrir Íslendinga að skrifa undir áskorunina. Þetta átak er einstakt í sögunni.“ Hjónin Sigurður Hólmar Jóhannesson og Ragnheið- ur Erla Hjaltadóttir ásamt dóttur sinni, Sunnu Valdísi. Morgunblaðið/Kristinn Sumarnámskeið Borgarbókasafns- ins í ritlist hafa notið mikilla vin- sælda síðustu ár en skráning stend- ur nú yfir. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 9-12 ára og standa yfir í öllum söfnum dagana 15. til 19. júní næstkomandi, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Markmið námskeiðanna eru að örva sköp- unarkraft barnanna og að kenna þeim að nýta hann til skrifta. Kenn- arar á námskeiðunum eru lands- þekktir rithöfundar, Gunnar Helga- son, Ævar Þór Benediktsson, Hilmar Örn Óskarsson og Ólöf Sverrisdóttir. Námskeiðin eru end- urgjaldslaus og kærkomið tækifæri til að kveikja bókmenntaáhuga hjá æsku landsins. Nánari upplýsingar er að finna í söfnunum sjálfum. RITLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Þessir kátu krakkar tóku þátt í ritsmiðju Bókasafns Árbæjar fyrir nokkru. Morgunblaðið/G.Rúnar Skrifað í bókasafninu Undanfarnar tvær vikur hefur þjóðarátakið „Stattu með tauga- kerfinu“ verið áberandi í fjöl- miðlum og víðar en því lýkur í komandi viku. Meira en 15.000 manns hafa nú þegar skrifað undir áskorun til Ban Ki-moon, aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann er beðinn um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að átjánda þróunarmarkmiðinu verði bætt við þau sautján sem nú er gert ráð fyrir. Átjánda þróunarmark- miðið sem íslenska þjóðin leggur til að bætt verði við snýr ein- göngu að því að auka skilning á virkni taugakerfisins og gerir m.a. ráð fyrir því að þeim ein- staklingum sem verða fyrir lömun og skaða á taugakerfi vegna áverka eða sjúkdóma, fækki um helming fyrir árið 2030. Átakið er einstakt á heimsvísu en aldrei fyrr hefur þjóð og þing hennar tekið sig saman og talað máli eins líffærakerfis á al- þjóðavettvangi en Alþingi sam- þykkti þingsályktun um aðgerðir í þágu lækninga við mænuskaða í maí 2014 og samþykkti með henni að Ísland yrði talsmaður taugakerfisins, ef svo má að orði komast. Forsætisráðherra hyggst senda bréf til Norrænu ráðherra- nefndarinnar, þar sem óskað verður eftir stuðningi við beiðni íslensku þjóðarinnar. Stuðningur við þjóðarátakið er því víðtækur en forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur hvatt þjóðina til að skrifa undir áskorunina til Ban Ki-moon. Einnig styður frú Vigdís Finnbogadóttir átakið og segir Ís- lendingum vera „sæmd að því að senda bréf sem er undirritað af heilli þjóð til Sameinuðu þjóð- anna“, um svo mikilvægt málefni. SKILNINGUR Á VIRKNI TAUGAKERFISINS AUKINN Sæmd þjóðarinnar Sunna Valdís sofandi eftir kast. Mikið álag fylgir köstunum. Íslenska þjóðin leggur til eftirfar- andi: 1Að „aukinn skilningur á virknitaugakerfisins“ verði sam- þykkt sem sjálfstætt þróunar- markmið hjá Sameinuðu þjóð- unum í september næstkomandi. 2Að aðildarþjóðir Sameinuðuþjóðanna samþykki að leggja í sjóð vissa fjárupphæð árlega til ársins 2030. Féð skuli notað til að koma á fót alþjóðlegum starfs- hópi taugavísindamanna frá við- urkenndum háskólum víða um heim. Hlutverk starfshópsins verði að skoða hina stóru mynd alþjóðlegs taugavísindasviðs, meta stöðuna, koma á samvinnu og veita veglega styrki í þeim til- gangi að ná fram heildarmynd af virkni taugakerfisins. Þróunarmarkmið 18: Efla rannsóknir á taugakerfinu – Aðgerðir svo finna megi lækningu við sjúkdómum og skaða í taugakerfinu. 18.1 Fyrir 2030: Fækka um helming þeim sem verða fyrir lömun og skaða á taugakerfinu vegna áverka eða sjúkdóma. 18.2 Fyrir 2020: Efla og styðja við alþjóðlegar vísinda- rannsóknir og klínískar prófanir til að auka skilning á taugakerfinu. Stuðla að aukinni alþjóðlegri sam- vinnu hvað varðar rannsóknir á taugakerfinu. Kortlagningu á taugakerfinu og virkni þess lokið. 18.3 Fyrir 2030: Fjölga veru- lega framboði á árangursríkum meðferðum fyrir þá sem þjást af geðröskunum, taugahrörnuna- sjúkdómum svo sem MS, MND, parkinsons og flogaveiki, skemmdum í taugakerfinu svo sem heila- og mænuskaða vegna slysa. Bréfið til Ban Ki-moon má lesa í heild sinni á heimasíðu átaksins, taugakerfid.is. Þar er einnig hægt að skrifa undir áskorunina á ein- faldan hátt en mun fleiri undir- skrifta er þörf til að auka enn frekar vægi bréfsins. Þróunarmarkmið 18 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Full búð af flottum flísum Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæðaflokki frá þekktum ítölskum framleiðendum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.