Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 15
Tinna á tvo drengi, Úlf sem er að verða átta ára og Þorvald fimm ára. Tinna og kærastinn Maikel deila vinnustofu en hann er tónlistarmaður. Hún heklar meðan hann semur. voða mikið að sjóða vatn!“ segir hún. Vöruúrvalið er lítið segir Tinna og þarf oft að fara á marga staði til að fá nauðsynja- vörur. Nú eru viðræður hafnar við Bandaríkja- menn um að rýmka reglurnar, en við- skiptabann hefur ríkt nánast frá bylting- unni. „Þeir eru búnir að taka upp dipló- matasamskipti, sem hefur ekki verið síðan 1962,“ segir Tinna. „Kúbverjar hafa alltaf viljað eiga samskipti við Bandaríkin, en þegar það gekk ekki leituðu þeir til Sovét- ríkjanna,“ segir hún. Nú vonast Kúbverjar eftir því að eðlilegu sambandi við Banda- ríkjamenn og sjá fyrir sér betri tíð ef það tekst. Þegar beint flug hefst frá Banda- ríkjunum er viðbúið að túrisminn taki við sér og fleiri störf skapist. Heklið skemmtilegast í heimi Tinna vinnur við að hekla. Síðustu tvö og hálft ár hefur hún einungis unnið fyrir sér með hekli, haldið námskeið og gefið út þrjár bækur um hekl sem hafa verið feiki- vinsælar. „Metsöluhöfundur í Eymundsson,“ segir hún brosandi. Hún hyggst skrifa fjórðu bók sína á árinu. „Ég hef heklað síðan ég var barn, er góð í höndunum. Ömmur mínar kenndu mér að hekla og prjóna. Ég byrjaði að kenna hekl eiginlega bara óvart. Ég setti mynd á netið fyrir ein jólin af heklaðri bjöllu og áður en ég vissi af var ég farin að hjálpa konum út um allt land sem hringdu í mig til að fá leiðbeiningar. Þá ákvað ég að halda nám- skeið og það var brjálað að gera. Og ári seinna gaf ég út fyrstu bókina mína. Ég geri líka það sem kallast ullargraff, en það er að hekla utan um alls kyns hluti á göt- um úti og í almennisrýminu. Svona inn- setningar. Ég var til dæmis með vinnu- stofu í Islandsbrygge í Kaupmannahöfn og við hekluðum utan um heila brú, en ég stjórnaði því verki,“ segir hún. Planið er að setja upp eitthvað flott verk í Havana í tilefni af el Bienal de la Habana sem er í gangi núna. Þegar blaðamaður spyr hvort hún ætli að heklvæða Kúbu svarar hún hlæjandi: „Það er hekl hérna og ég ætla að sjálfsögðu að halda hér námskeið og graffa. Nú er ég búin með mastersritgerð- ina og get farið að einbeita mér að hekl- inu og það er á dagskrá að gera útilista- verk en aðalverkefnið er að gera nýja bók sem verður þá Havana-heklbók og taka ljósmyndir hér í öllum litunum og fegurð- unni. Á meðan ég get lifað á heklinu ætla ég að gera það, því það er það skemmti- legasta sem ég veit.“ Mangó, romm og tónlist Tinna nýtur þess að búa á Kúbu og vinna sína vinnu þar. Hún segir ívið meira stuð á þessari vinnustofu en þeirri sem hún átti heima. „Heima heklaði ég bara og hlustaði á Rás 1 en hér er alltaf gríðarlegt stuð, endalaust verið að búa til reggae- eða salsatónlist,“ segir hún. Sem leiðir talið að kærastanum, tónlistarmanninum en þau deila vinnustofu og stúdíói. Leiðir þeirra lágu fyrst saman fyrir tíu árum. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ástir tókust með þeim. „Við vinnum hér saman á dag- inn, ég að hekla og hann að búa til tón- list, og það er virkilega huggulegt. Alltaf stuð. Svo fáum við okkur mangó og romm,“ segir hún og skellihlær. Við gerum hlé á tali okkar því inn um dyrnar hlaupa tveir ungir drengir í skólabúningum; hvít- um skyrtum með klút um hálsinn, stutt- buxum og sportsokkum. Þar eru þeir komnir synirnir Úlfur og Þorvaldur, kall- aður Pepe á Kúbu. Þeir fá mömmuknús og heilsa svo þessum Íslendingi sem er mættur á þakið til þeirra. Þeir stilla sér upp í myndatöku fyrir Morgunblaðið og segja frá skóladeginum. Úlfur segir skól- ann ekki skemmtilegan en reyndar hafi verið „geggjað gaman“ þennan dag og ljómar Tinna þegar hún heyrir það. Skóla- kerfið þarna er ólíkt því sem við eigum að venjast og mun strangara. Strákarnir fá sér svaladrykk og hvíla sig í sófanum með Maikel og vinum hans á meðan við spjöll- um áfram. Tinna stefnir á að fara heim í desember en draumurinn er að búa á Kúbu í fram- tíðinni. „Það þarf auðvitað að vera eitt- hvert plan, hvernig ég ætla að hafa í mig og á, þannig að ég veit ekki hvað verður,“ segir hún. „Ég ákvað að taka hér ársprufu og mér líður rosalega vel hérna. Hér eru til dæmis allir dansandi úti á götu og mik- il tónlist, það á svo vel við mig. Það er meira að segja alltaf tónlist í sundlaug- unum og allir dansandi á bökkunum! Af hverju er ekki tónlist heima í sundi, þetta er algjör snilld! Það er margt yndislegt hérna – við erum í Karíbahafinu; hvítar strendur, tónlist, mangó, romm, sól og salsa.“ „Ég var hér fyrst fyrir tíu árum og mér líður mjög vel hérna. Aðallega langaði mig bara í æv- intýri,“ segir Tinna Þórudóttir Þorvaldar á Kúbu. 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.