Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 8
Systkinin Andy og Lana Wachowski, sem stóðu á bak við hina geysivinsælu Matrix-trílógíu, eru heilarnir á bak við nýja alþjóðlega spennuþáttaröð, Sense8, sem fór í sýningar á Netflix í gær en ásamt þeim skrifar J Michael Straczynski, handritshöfundur Bab- ylon 5, handrit þáttanna. Fjallað er um þættina af mikilli eft- irvæntingu í fjölmiðlum ytra, ekki síst þar sem þetta er fyrsta sjónvarps- verkefni Wachowski-systkinanna. Stórstjörnur leika í Sense8, svo sem Daryl Hannah, Joseph Mawle úr Games of Thrones og Freema Agyeman úr Doctor Who. Þá er leikkonan Tuppence Middle- ton, sem Íslendingar þekkja meðal annars úr kvikmyndunum Imitation Game sem tilnefnd var til Ósk- arsverðlaunanna í ár, Chatroom og sjónvarpsþáttunum Bones, í mjög forvitnilegu hlutverki í þáttunum. Middleton leikur nefnilega Íslending í tilvistarkreppu á skjánum og verður forvitnilegt að sjá í hvaða ljósi hand- ritshöfundar hafa hugsað sér að sýna Íslending í vandræðum með sjálfan sig. Íslenska konan sem Middleton leikur heitir nánar tiltekið Riley í þáttunum og starfar sem plötusnúður hérlendis uns hún flytur skyndilega til London í þeim tilgangi að flýja ein- hvers konar vandræðafortíð sína hér heima. Í þáttunm 12 er fylgst með átta einstaklingum sem hittast í London og koma úr ólíkum áttum en tengjast órjúfanlegum böndum. Til að leika plötusnúð þurfti Middleton að sjálfsögðu að læra að þeyta skífum og hefur gert það í næt- urklúbbum ytra fyrir framan „al- vöru“ áheyrendaskara að næturlagi og þykir hafa sýnt ágætis takta í því hlutverki. Þess má geta að tímaritið Times skrifaði um þættina í gær og sagði að netflixnotendur yrðu hrein- lega að fylgjast með. Stórstjörnur leika í nýju þáttaröðinni Sense8, svo sem Daryl Hannah. Leikur Íslending í vandræðum Tuppence Middleton þekkja áhorfendur meðal annars úr Imitation Game, Chatroom og Bones. Hún leikur Íslending í nýrri spennuþáttaröð Netflix. AFP 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Fyrir fáeinum dögum ók ég um Grímsnesiðmeð drasl á kerru sem ætlað var til förg-unar. Eitthvað hafði óhönduglega tekist til við fráganginn þannig að heljarmikill plastpoki fauk af kerrunni einhvers staðar í grennd við gjaldheimtuskúrinn í Kerinu. Ekki uppgötvaði ég þetta þó fyrr en á leiðarenda. Konu minni var ekki skemmt og næst þegar ekið var um þessar slóðir var rýnt mjög eftir plastpokanum sem var auð- kennanlegur. Og viti menn. Þarna var hann, bíll- inn stoppaður, náð í pokann og honum í kjölfarið komið í förgun. Málið hafði fengið farsælar lyktir. Þessi litla saga varð mér að umhugsunarefni um þá miklu hugarfarsbyltingu sem orðið hefur í tengslum við umgengni okkar um landið. Vissu- lega er enn að sjá rusl með vegum, ekki síst plast- poka og riflrildi úr plasti. En mín tilfinning er að þessu rusli hafi ekki verið hent af ásetningi heldur sé þar fremur gáleysi um að kenna. Sú var tíðin að hin almenna regla var að pulsu- bréfinu var hent út um bílgluggann og ýmsar aðr- ar umbúðir fóru þá leið að ekki sé minnst á ösku- bakkana sem purkunarlaust voru losaðir í lyngið með veginum. Þetta gerir varla nokkur maður í dag. Og hvað reykingarnar áhrærir þá var sú tíðin að reykingafólk var látið komast upp með að reyk- menga loftið á vinnustöðum og á fundum. Og alla leiðina Reykjavík Akureyri var reykt án afláts í hastri rútunni sem daglangt hossaðist á rykmett- uðum malarveginum og hirti þá enginn um að spyrja hvort einhverjir bílveikir vildu gera at- hugasemd. Í flugvélum var sígarettupakkinn opn- aður skömmu eftir flugtak. Gott að fá sér smók með kaffi eða bjór. Alls staðar var rétturinn um- hverfis-spellvirkjans. Þetta var í þá daga. Síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Vitundar- vakning hefur orðið um margt sem er okkur skað- legt í umhverfinu og þá ekki síður hvað umhverf- inu sjálfu er skaðlegt. Sjálfur vil ég helst að fylgt sé þeirri grundvallarhugsun að allt eigi að vera einstaklingnum leyfilegt sem ekki skaðar aðra. En viðhorfin til þess hvað telst skaðlegt taka breytingum og nú er almennt litið svo á að sóða- skapur í umhverfinu sé skaðlegt bæði manneskj- unni og náttúrunni. Þarna hafa orðið ótvíræðar breytingar til góðs sem vert er að gefa gaum að og fagna. Konan mín er að vísu þannig gerð að hún hefði aldrei gúterað plastpoka á flugi af hennar völdum en nú er hún ekki á báti með fáum um þetta viðhorf heldur samfélaginu öllu. Í þessari viðhorfsbreytingu liggja framfarir sem við þurfum að stuðla enn frekar að. Við gæt- um byrjað smátt. Stöðvað bílinn endrum og eins til að tína upp drasl sem tekið hefur flugið úr mannabyggð. Framfarir * Sú var tíðin að hin al-menna regla var aðpulsubréfinu var hent út um bílgluggann og ýmsar aðrar umbúðir fóru þá leið að ekki sé minnst á öskubakkana sem purkunarlaust voru losaðir í lyngið með veginum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Útgáfuform Bögglapóststofunnar eftir Braga Ólafsson, sem kom út fyrir síðustu jól og var aðeins að- gengileg 300 vinum og viðskipta- vinum fjárfestingarfyrirtækisins Gamma, hefur sætt þónokkurri gagnrýni. Um útgáfu nóvellunnar hefur bókmenntafræðingurinn Hjalti Snær Ægisson meðal ann- ars skrifað að hún varpi „ljósi á þá viðleitni auðstéttarinnar að aðgreina sig frá fjöldanum, ekki bara efnislega heldur líka menn- ingarlega“, Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, skrifar svo á Twitter: „Til sölu: Mynd eftir Gylfa Æ, Kántrý 2 og 3, símaskráin með Gillz (auk lím- miða) og Bögglapóststofan eftir Braga. Fyrstur kemur fyrstur fær.“ Raunar var fyrst vakin athygli og skrifað um útgáfuna á bóka- blogginu Druslubókum og doð- röntum en ein þeirra druslu- bókadama, rithöfundurinn og þýðandinn Þórdís Gísladóttir, skrifaði um allt önnur mál á Twitter í vikunni, og bauðst með- al annars til að fræða fólk um eig- ið sjálf: „Segðu mér hverjir skrifa athugasemdir hjá þér á facebook og ég skal segja þér hver þú ert,“ skrifaði Þórdís og bætti svo við: „Og segðu mér svo adressuna þína og ég skal segja þér hvar þú átt heima.“ Ágúst Ólafur Ágústsson, lög- fræðingur, hag- fræðingur og fyrrverandi þing- maður Samfylkingarinnar, birti mynd af páskaeggi á Facebook síðastliðinn sunnudag og dáðist að staðfestu dóttur sinnar, sem hafði ekki enn borðað það. „Kristrún, 10 ára, hlýtur að telj- ast vera nokkuð staðföst í ljósi þess að 1. júní er á morgun. #?er- húndóttirforeldrasinna?“ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.