Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 13
„Við viljum hafa vaðið fyrir neðan
okkur. Sinubrunar, til dæmis í
Skorradal og á Mýrum, hreyfðu
við okkur svo við ákváðum að hafa
hér til staðar lágmarksbúnað
þannig að vonandi væri hægt að
halda eldi í skefjum uns slökkvilið
kæmi á vettvang,“ segir Steinar
Steinarsson, formaður Félags sum-
arhúsaeigenda í landi Mun-
aðarness í Borgarfirði. Á því svæði
hefur verið komið fyrir svo-
nefndum klöppum, sem eru þarfa-
þing til þess að slökkva elda í
gróðri. Þetta eru einskonar spaðar
á löngu skafti sem slegið er á
brennandi gróðurinn sem þannig
er kæfður.
Púströr geta kveikt í
Sumarhúsasvæðið í Munaðarnesi
er allstórt og á því eru alls 89
sumarhús, það er beggja vegna
Hringvegarins um Borgarfjörðinn.
Raunar má segja að Munaðarnes-
svæðið sé tvískipt; annars vegar
orlofsbyggð BSRB og svo almenn-
ir bústaðir í eigu fólksins sem
Steinar er í forsvari fyrir.
Sjónir fólks hafa í vaxandi mæli
beinst að þeirri hættu sem skapast
getur ef kviknar í gróðurlendi eða
skógum. Sé jörð þurr getur eldur
borist undraskjótt yfir víðfeðm
svæði og að sumarhúsunum í
Munaðarnesi, sem öll eru úr
timbri.
„Í landi eins og Munaðarnesi,
þar sem er mikið kjarr og mó-
lendi, er eldhættan mikil þegar
jörð er þurr. Hættan er kannski
helst sú að eldur frá útigrillum
eða útikamínum komist í gróður,
þó að áhættuþættirnir séu auðvit-
að fleiri, eins og til dæmis akstur
fjórhjóla utan vega þar sem heitt
púströr getur kveikt í sinunni. En
við urðum að gera eitthvað í mál-
unum og keyptum þessar klöppur,
sem eru í knippum á fjórum stöð-
um á svæðinu,“ segir Steinar.
Húsin metin á
1,5 milljarða króna
Brunabótamat sumarhúsanna í
Munaðarneslandi er um 1,5 millj-
arðar króna. Sú tala segir Steinar
að sýni vel hvað sé í húfi. Örygg-
ismálin hafi því verið tekin fyrir
heildstætt og margt gert. Nú sé
30 kílómetra hámarkshraði á veg-
um um hverfin, hliðin inn í hverfin
læst á veturna til þess að fyrir-
byggja innbrot og búið að koma
upp eftirlitsmyndavél á svæðinu.
„Ég tel okkur í miklu betri mál-
um en áður og vitund fyrir
öryggismálum hér er orðin býsna
sterk,“ segir Steinar.
Viðbragðsáætlun tiltæk
„Forvarnamálin og hættumat
þurfa að koma sterkar inn,“ segir
K. Hulda Guðmundsdóttir, skógar-
bóndi á Fitjum í Skorradal. Fyrir
tilstilli Skorrdæla hefur verið unn-
in viðbragðsáætlun vegna gróður-
og skógarelda sem er tiltæk hjá
almannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra. Hulda segir þó ljóst að þótt
orð á blaði séu ágæt sé margt
ógert. Ekki liggi til dæmis fyrir
hvort slökkvibílum sé fært inn á
slóða í sumarhúsahverfum, þar
sem víða þurfi einnig að koma upp
brunahönum og öðrum slíkum
búnaði. Strangt til tekið sé það
skylda sveitarfélaganna að sjá til
þess að slík mál séu í lagi en
fulltrúar þeirra hafi þó ekki sýnt
þessu mikinn áhuga.
„Ef einhverjar raunverulegar
umbætur eiga að koma til lendir
kostnaður sennilega á landeig-
endum,“ segir Hulda, sem með
bróður sínum er að koma upp
vatnsúðakerfi sem hægt verður að
setja af stað komi eldur upp. Slíkt
gæti reynst vel, en framkvæmdir
séu þó kostnaðarsamar og fyrir
vikið sé hægagangur á öllu.
BORGARFJÖRÐUR
Sumarhúsafólkið með eigið slökkvilið
HÆTTA Á SINUELDUM ER VANDAMÁL Í SUMARHÚSABYGGÐUM. Í MUNAÐARNESI HEFUR FÓLK BRUGÐIST VIÐ VANDANUM OG ER VIÐ ÖLLU BÚIÐ.
Steinar Steinarsson með klöppunar góðu sem hefur verið komið víða fyrir í
Munaðarneshverfinu, en þær þykja vera þarfaþing og skapa ákveðið öryggi.
Sinueldar geta valið miklu tjóni og jafnvel verið illviðráðanlegir, eins og mörg dæmi frá síðustu árum sanna.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Starfsfólk veitingastaðarins Friðriks
V tók upp á því í vetur að spreyta sig í
myndlist og hélt sýningu á staðnum.
Verkin seldust öll, á samtals 125 þús-
und kr., fyrirtækið lagði annað eins í
púkk og á dögunum voru peningarnir
færðir Styrktarsjóði gigtveikra barna
að gjöf.
Myndirnar eru teknar við afhend-
inguna. Á vinstri myndinni eru, frá
vinstri: Fríða Kristín Magnúsdóttir,
varaformaður sjóðsins, Karen Ösp
Friðriksdóttir – dóttir Friðriks og
Arnrúnar, eigenda Friðriks V – og
lengst til hægri er Sunna Brá Stef-
ánsdóttir, stjórnarformaður sjóðsins.
Litlu stelpurnar á myndinni eru
dætur Sunnu Brár; Snædís Erla Sig-
urgeirsdóttir og Karen Mjöll Sig-
urgeirsdóttir, sem er 7 ára. Hún
greindist með liðagigt rúmlega 2 ára
gömul.
Sjóðurinn var stofnaður vorið 2014
og hugsaður fyrir gigtveik börn og
fjölskyldur þeirra. Hægt er að sækja
um styrki t.d. fyrir ferðalög, tóm-
stundastarf, hjálpartæki og annað
sem nýtist gigtarbörnum. Vonast er
til að fyrst verði úthlutað úr sjóðnum
á næsta ári.
REYKJAVÍK
Fríða Kristín Magnúsdóttir, Karen
Ösp og Sunna Brá Stefánsdóttir.
250 þúsund til gigtveikra
Systurnar Snædís Erla og Karen Mjöll
Sigurgeirsdætur.
72% bæjarbúa á Akureyri segjast myndu fara oftar
utan ef boðið yrði upp á tíðari flugsamgöngur frá
Akureyrarflugvelli. Þetta kemur fram í nýlegri net-
könnun sem Háskólabrú Keilis gerði. 700 svöruðu.
Út vil ek oftar
Einum listamanni af Austurlandi hefur síðustu ár verið
boðið til tveggja vikna dvalar að hausti í Vesterålen í Nor-
egi. Norlandfylki býður og er allur kostnaður greiddur við
ferð og upphald. Austurbrú hefur auglýst eftir umsóknum.
Vilta vinna að list í Noregi?
Ferðatöskur
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Kíktu inn á drangey.is
Tilvalin
útskriftar-
gjöf
Ítarlegar upplýsingar á
drangey.is/ferdatoskur