Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 30
EGG
Eitt egg er um 90 kaloríur og
inniheldur yfir 12 vítamín og
steinefni. Egg er sannarlega fullt
hús matar og er ríkt af góðu
próteini sem er nauðsynlegt á
meðgöngu. Heilsuhraustar konur
með eðlilegan blóðþrýsting geta
borðað eitt eða tvö egg á dag.
GRÍSKT JÓGÚRT
Það sem grískt jógúrt hefur fram yfir aðrar tegundir af
jógúrti er að það inniheldur tvöfalt magn af próteini.
Almennt inniheldur jógúrt ágætis magn af kalki, sem er
nauðsynlegt á meðgöngu til að styrkja bein barnsins. Ef
líkaminn fær ekki nóg kalk fer allur forðinn til barnsins
og dregur úr kalki í beinum móðurinnar. Kalkið er því
mikilvægt bæði fyrir móður og barn og undirbýr bein-
in einnig vel fyrir fæðinguna.
DÖKKIR GRÆNBLÖÐUNGAR
Spínat, grænkál og aðrir grænblöðungar inni-
halda ýmis vítamín og næringarefni á borð við
A-, C- og K-vítamín en einnig fólínsýru sem
er mjög mikilvægt að taka fyrir og á með-
göngu. Fólínsýra tilheyrir B-vítamín-fjölskyld-
unni. Það hjálpar til við vöxt barnsins og einn-
ig myndun blóðfrumna og frumuskiptingu.
10 frábærar
fæðutegundir á
meðgöngu
ÞAÐ SKIPTIR MIKLU MÁLI AÐ BORÐA NÆRINGARRÍKAN OG
HOLLAN MAT FYRIR VAXANDI ERFINGJA INNANBORÐS EN
GETUR STUNDUM VERIÐ SNÚIÐ. Á AÐ BORÐA NÓG AF
ÞESSU EÐA HINU EÐA HVORU TVEGGJA EÐA JAFNVEL EKKI?
EFLAUST ER ALLT BEST Í HÓFI EN HÉR KOMA NOKKRAR
TILLÖGUR AÐ GÓÐUM FÆÐUTEGUNDUM SEM
HENTA VEL FYRIR BARNSHAFANDI KONUR.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
SÆTAR KARTÖFLUR
Appelsínuguli liturinn í sætum kartöflum er vegna
karótíns í þeim sem breytist í A-vítamín þegar kart-
öflurnar eru komnar í kroppinn. Við þurfum á A-
vítamíni að halda og fáum það úr dýraríkinu og
jurtaríkinu. Óæskilegt er að neyta of mikils A-
vítamíns en skortur á því getur verið hættulegur.
Sætar kartöflur eru einnig C-vítamínríkar og inni-
halda fólat og trefjar.
Getty Images/iStockphoto
LAX
Lax er stútfullur af ómega 3-fitusýrum sem eru
góðar fyrir vaxandi unga í móðurkviði og get-
ur einnig haft jákvæð áhrif á skapið. Auk þess
inniheldur lax mikið af próteini. Þetta er feitur
fiskur og fitan í honum er afskaplega góð fyrir
kroppinn.
BAUNIR
Linsubaunir, svartar baunir,
pintóbaunir, kjúklingabaunir … Úr
nógu er að velja. Baunir innihalda trefj-
ar og prótein og eru trefjar ekki síður
mikilvægar barnshafandi konum en pró-
tein. Á meðgöngu hægist á meltingunni,
sem getur aukið líkurnar á hægðatregðu.
Trefjar geta komið í veg fyrir eða létt á
slíkum vandamálum. Ýmsar baunir á borð
við linsubaunir eru auk þess afar járn-
ríkar, sem kemur sér vel fyrir
margar enda járnleysi algengt
á meðgöngu.
VALHNETUR
Valhnetur eru ein helsta uppspretta ómega
3-fitusýra í plönturíkinu. Auk þess hafa þær
bólgueyðandi áhrif og innihalda andoxunar-
efni. Handfylli af valhnetum er tilvalið snarl
milli mála eða út á salatið.
MAGURT KJÖT
Á þessari síðu er mikið talað um að
prótein sé gott fyrir barnshafandi konur.
Það er rétt og er kjúklingur þar ekki
undanskilinn. Einstaklega próteinríkt
kjöt auk þess sem það er fitusnautt.
Rautt kjöt á borð við nautakjöt er einn-
ig gott á meðgöngu enda járnríkt. Var-
ast ber þó að borða það lítið eldað eða
hrátt þar sem hætta er á listeríu, sem
getur m.a. valdið blóðsýkingu.
POPP
Já, þú last rétt. Poppkorn er kornmeti. Heil-
korn eru mjög mikilvæg á meðgöngu þar
sem þau innihalda E-vítamín, trefjar og önn-
ur efnasambönd sem vernda frumur. En það
er fleira sem inniheldur heil korn eins og
hafragrautur, bygg og einnig kínóa.
LITSKRÚÐUGIR
ÁVEXTIR OG GRÆNMETI
Það er gott fyrir allt og alla að neyta fjöl-
breytts grænmetis og ávaxta, hvort sem um er
að ræða meðgöngu eða ekki. En það er sérlega
gott fyrir barnshafandi konur að neyta litskrúðugra
ávaxta og grænmetis. Grænt, rautt, appelsínugult,
gult, fjólublátt; því fjölbreyttari litir því betra þar
sem hver og ein tegund hefur sína eiginleika og
mismunandi flóru af vítamínum og steinefnum.
Undir lok meðgöngunnar getur barnið bragðað
það sem móðirin lætur ofan í sig og því er til-
valið að borða sem fjölbreyttast til að auka
líkurnar á því að barnið kannist við
fæðið þegar að því kemur að
það borði sjálft.
Matur
og drykkir
Vissir þú …
*… að kókoshnetan er stærsta fræ í heiminum?Hins vegar er hægt að tala um kókoshnetu semávöxt, hnetu og fræ. Kókoshnetan sem fæst í búð-um erlendis er í raun innsti kjarninn. Kókoshnetanhefur þrjú lög og er ysta lagið yfirleitt grænleitt álitinn. Miðjulagið er trefjaríkt hýði sem umvefurinnsta lagið sem líkist trébút. Trébúturinn eða
loðna, brúna kúlan heldur síðan utan um hvíta
gómsæta innihaldið, sem allir ættu að þekkja.