Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Græjur og tækni Fyrir þá sem eiga síma með innbyggðum penna, eins og til dæmis Samsung Galaxy Note, er handhægt að geta leyft börnunum að breyta símanum í litabók. Hægt er að opna autt „blað“ og leyfa sköpunargleðinni að flæða yfir skjáinn í ýmsum litum. Litað á síma E ftirvænting eftir nýjungum frá Microsoft hefur ekki náð sömu hæðum og vörur helsta keppinautarins, Apple. Núna gæti þó orðið breyt- ing á en hugbúnaðarrisinn hefur ýtt úr vör nýju stýrikerfi sem nefnist Windows 10 og verður að- gengilegt almenningi 29. júlí á þessu ári. Gunnar Karl Níelsson, yfirmaður sölusviðs Microsoft á Ís- landi, segir stýrikerfið vera bylt- ingarkennt og í anda þeirra hug- mynda Microsoft að þjónusta notendur sína með sem bestum hætti, sama hvaða tæki hugbún- aðurinn er notaður á. „Segja má að Windows 10 sé byggt í kringum þjónustumódel Microsoft og núna mun ekki skipta máli hvort unnið er með lítið 4 tommu tæki eða nokkur hundruð tomma skjá. Sami stýrikerfiskjarninn keyrir bæði tækin.“ Microsoft auðveldar þannig not- endum að færa forrit milli tækja og hönnuðum og höfundum forrita að skapa þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini sína. „Í dag er um- hverfið með þeim hætti að unnið er með eitt stýrikerfi fyrir síma og önnur snjalltæki og annað fyrir ferða- og borðtölvur. Þó að þessi kerfi séu lík eru þau ekki eins. Núna verður hægt að keyra Wind- ows 10 á öllum tækjum og sam- einar því stýrikerfið í raun og veru þessa tvo heima, þ.e. hinn svokall- aða smáforritaheim eða app-forrit og klassíska gluggaumhverfið sem fólk þekkir og er vant að nota í borðtölvunni sinni eða ferðatölvu. Þá mun forritunarumhverfið í Windows 10 aðstoða forritara og aðra sem vinna að þróun nýrra for- rita að smíða hugbúnað sem virkar á öll tæki sem Windows 10 keyrir á, stór sem smá.,“ segir Gunnar en hann bendir einnig á að hægt verði að vinna bæði í hefðbundnu gluggaumhverfi og app-umhverfinu á sama tækinu. „Ég hef verið að nota Windows 10 sjálfur og þegar ég tek skjáinn af ferðatölvunni og nota hann sem spjaldtölvu færir nýja stýrikerfið sig úr gluggaum- hverfi yfir í spjaldtölvuform.“ Einfalt að uppfæra tölvuna Uppfærslan yfir í Windows 10 verður aðgengileg 29. júlí og segir Gunnar auðvelt fyrir notendur Windows að uppfæra sig yfir í nýja stýrikerfið. „Uppfærslan verður mjög einföld. Allir sem eru með löglega útgáfu af Windows á vélum sínum munu taka eftir því að wind- owsmerki mun birtast í hægra- horni á skjánum. Í gegnum það er nýja stýrikerfið sótt og sett upp, svo einfallt er það.“ Einfaldleiki og þægindi virðast vera einkunnarorð Microsoft í Windows 10 en allar uppfærslur kerfisins eru sjálfvirkar og þurfa notendur því ekki að leggja á sig tíma og vinnu í að setja upp þung- ar uppfærslur á nokkura mánaða fresti. „Notendur verða alltaf með nýjustu útgáfu og það að vera með óuppfærða útgáfu stýrikerfis á vél- inni sinni eins og margir eru með í dag heyrir sögunni til. Með þessu móti er líka tryggt að notendur okkar njóti aukins öryggis.“ Opnar með andlitinu Segja má að Windows 10 bjóði upp á fljótandi viðmót, þ.e. að notendur eru ekki jafn háðir tækinu sem þeir nota til að geyma persónu- legar stillingar sínar og skjöl. „Hvort sem þú vinnur á heimatölv- unni, fartölvunni, símanum eða spjaldtölvu þá helst viðmótið þitt með Windows 10. Ég tók t.d. mynd á Þingvöllum sem ég nota sem skjámynd á símanum mínum. Hún færist yfir í allar tölvur sem ég nota enda fylgir hún viðmótinu mínu. Þannig færist þitt viðmót á milli tækja. Notendur geta síðan gefið öðrum takmarkaða heimild innan notandasvæðis síns og þann- ig getur vinnuveitandi sett upp ákveðin forrit og eytt þegar við- komandi skiptir um starf, án þess að hafa nokkurn tímann aðgang að persónulegum gögnum.“ Með þessu móti býður Windows 10 notendum sínum aukið frelsi og þægindi. Til að auka enn á þægindi fyrir notendur Windows hefur Microsoft hannað hugbúnað sem þekkir and- lit og augu viðkomandi notenda. „Þetta er glænýtt og enn sem komið er geta fæstar tölvur nýtt sér þetta en vélbúnaðurinn er að koma á markað sem styður þennan hugbúnað. Þá mun fólk geta beint andlitinu að spjaldtölvunni, síman- um eða borðtölvunni til að opna sinn aðgang. Bæði er þetta bylting í öryggismálum en ekki síst aukin þægindi fyrir þá sem gleyma lykil- orðum.“ Margt nýtt og spennandi er að finna í Windows 10, m.a. persónu- legan starfrænan aðstoðarmann sem nefnist Cortana. Það sem flestir, sem ólust upp við eldri út- gáfur Windows, vilja þó eflaust vita er hvort Start-hnappurinn sé í Windows 10? „Ég get glatt alla notendur Windows með því að Start-hnappurinn er á sínum stað í Windows 10 og engin áform um að fjarlægja hann,“ segir Gunnar en hann segir Microsoft hlusta á not- endur sína, sem vilja Start- hnappinn á sínum stað. Windows 10 kemur í júlí MICROSOFT GEFUR ÚT WINDOWS 10 ÞANN 29. JÚLÍ NK. EN KERFIÐ ER SAGT BYLTINGARKENNT OG MUNI BREYTA ÞVÍ HVERNIG NOTENDUR NÁLGAST TÖLVUR, SNJALLSÍMA OG ÖNNUR SAMBÆRILEG TÆKI. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hægt verður að vinna með fleiri en eitt skjáborð í Windows 10 auk þess sem persónuleg stilling fólks flæðir milli tækja. Þá er stýrikerfið búið þeim hæfileika að þekkja andlit notenda og augu og opnar sig því ekki fyrir öðrum. Windows 10 mun leysa af hólmi eldri kerfi og koma í stað ólíkra stýrikerfa á ólík tæki. Þannig verður eitt stýrikerfi á öllum tækjum óháð stærð. Margir þekkja þá tilfinningu þegar maður er með símann í vasanum eða veskinu og hann hringir á óheppilegum tíma. Sumir bregðast snöggt við en aðrir geta átt erf- iðara um vik að svara, slökkva á hringingunni eða hreinlega skella á. Tækni- og tölvurisinn Google er núna í samstarfi við gallabuxnaris- ann Levis að vinna bug á þessum vanda og um leið opna á ný og spennandi tækifæri fyrir bæði tækni- og tískuheiminn. Fyrirtækin vinna að framleiðslu tæknifatnaðar, sem er þannig úr garði gerður að notandinn eða öllu heldur sá sem gengur í fatnaðinum getur gefið skipanir í gegnum föt- in. Hér er hvorki um að ræða hugsanaflutning né hallærislega og gamaldags takka heldur hátækni- efni sem hægt verður að gefa skip- anir í gegnum með snertingu. Þræðir í gallabuxum Levis verða þá unnir úr leiðurum sem fólk mun geta gefið skipanir um. Má þá svara í símann, skipta um lag og gera hvað annað með því t.d. að strjúka fingrinum yfir buxnavas- ann. Google í tískugeirann LOKSINS VERÐUR HÆGT AÐ STJÓRNA TÆKJUM Á BORÐ VIÐ SÍMA MEÐ LÉTTUM SNERTINGUM Á EIGIN FATNAÐ Tækni og tíska sameinast nú í samstarfi Google og Levis en fyrirtækin vinna saman að því að framleiða hátæknifatnað. Morgunblaðið/Júlíus Sjálfkeyrandi bílar Google hafa náð þeim einstaka árangri að hafa keyrt eina milljón mílna eða 1,6 milljónir kílómetra þau sex ár sem fyrirtækið hefur staðið að prófunum á sjálf- keyrandi bílum. Á ferðum sínum hafa bílar Google farið um 600 þús- und ljósastýrð gatnamót án óhappa og numið staðar 200 þúsund sinnum við stöðvunarskyldu. Auk þess hafa bílar Google mætt 180 milljónum farartækja á ferðum sínum, sveigt framhjá umferðarkeilum og stoppað fyrir gangandi vegfarendum. Sergey Brin, annar stofnenda Google, segir spennandi tíma fram- undan og hlakkar til að sjá hvað næstu milljón mílur muni gera fyrir þróun sjálfkeyrandi bíla. Hann segir engan vafa leika á því að sjálfkeyr- andi bílar verði orðnir hluti af um- ferðinni á komandi árum. „Sjálf- keyrandi bílar eru framtíðin og við vinnum að því að skapa þann veru- leika þar sem þeir eru sjálfsagður hluti af umferðinni.“ SJÁLFKEYRANDI BÍLAR Milljón mílur án ökumanns Google hefur unnið ötullega að þróun sjálfkeyrandi bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.