Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 52
Menning 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 þá, sýndum þeim fram á hvað væri gott, hvað mætti bæta, hvenær þau ættu að endurtaka verkefni eða halda áfram á sömu braut. Boð- skapur Mary Ellen var skýr; hún vildi einfald- lega að nemendur sínir lykju námskeiðinu sem betri ljósmyndarar en þegar það hófst. Hún var einstaklega næm á að finna styrk- leika allra og veikleika, hrósaði og hvatti en gat líka verið óvægin ef henni þótti fólk ekki leggja sig fram, vera til dæmis að mynd- skreyta hugmynd í stað þess að leita að áhrifaríkri sjálfstæðri ljósmynd. Og hún var frábær „editor“ í að velja réttu myndina, enda var myndvalið, þegar upp var staðið, jafn mikilvægt og myndatakan sjálf. Það var ekki að ástæðulausu að sömu nem- endurnir sóttu oft námskeið Mary Ellen ár eftir ár, í Oaxaca, New York og Reykjavík. Hún átti sér aðdáendur og lærlinga úti um heimsbyggðina. Og vinahópurinn var stór og Mary Ellen sinnti vinum sínum af mikilli natni, gleymdi engum. Í gegnum árin hafa allrahanda gjafir; bækur, myndir, óvenjuleg leikföng, alþýðulistaverk eða föt, streymt til vina hér sem annars staðar. En fyrst og fremst kunni hún þá list að hvetja og styðja vini sína, á einstakan hátt, í orðum og verki. Ástríða og einlægni „Ég á Mary Ellen gríðarlega mikið að þakka. Hún var einstök manneskja. Traustur, gjöfull og einlægur vinur. Hún kenndi mér ótrúlega margt og var alltaf tilbúin að gefa af sér,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX. Og bætir við að hún hafi búið yfir óskiljanlega mikilli orku og drifkrafti, hafi getað unnið nánast endalaust, allt til dánardags. Ragnar segir ástríðu Mary Ellen Mark fyrir viðfangsefnum sínum hafa verið óviðjafnanlega. „Hún hafði einstaka sýn á heiminn og ljósmyndun og miðlaði henni bæði í verkum sínum og til nemenda sinna.“ Hann segist hafa lært gríðarlega mikið á því að sækja námskeið hjá henni í Bandaríkj- unum árið 1988. „Ég þóttist kunna eitthvað þegar ég mætti á námskeiðið en þótt það hafi verið mjög gaman sneri ég til baka eins og barinn hundur, faglega. En svo síaðist inn allt það sem hún kenndi mér. Hún kom skilaboð- unum og reynslu sinni til okkar nemenda sinna á einstakan hátt.“ Ragnar hefur oft sagt þá sögu þegar hann var á ferð um Grænlandsísinn í fimbulkulda, farþegi á hundasleða, og ætlaði að hætta að mynda þar sem það var svo erfitt í kuldanum. En þá hafi hann heyrt rödd Mary Ellen í huga sér, þar sem hún skipaði honum að halda áfram að mynda. Og þá tók hann eina af sínum þekktustu ljósmyndum frá Grænlandi. Mary Ellen hafði sjálf gaman af þessari sögu. „Ljósmyndir hennar eru þess eðlis að það þarf ekki að merkja þær, maður þekkir þær alltaf, hún hafði svo sterkan stíl,“ segir Ragn- ar. „Ástríðan og einlægnin skín í gegn í öllum ljósmyndum hennar.“ Mary Ellen gagnrýndi prentmiðla afar hart á undanförnum árum, sagði þá sífellt hafa minni og minni áhuga á raunverulegu og vönd- uðu efni um líf fólks á jörðinni, lífi sem auglýs- Damm-fjölskyldan í bílnum sínum, Los Angeles, Kali- forníu, 1987. Mary Ellen ljósmyndaði heimilislausa fjöl- skylduna fyrir LIFE-tímaritið og var áfram í sambandi við fólkið, en foreldrarnir voru fíklar sem áttu erfitt að fóta sig í lífsbaráttunni. Síðar varð sonurinn, þá vart af táningsaldri, mannsbani og situr í fangelsi í dag. Tiny í Halloween-búningnum í Seattle, Washington, 1983. Mark var ávallt síðan í góðu sambandi við Tiny, sem var 14 ára vændiskona þegar ljósmyndin var tekin. Í væntanlegri bók, þeirri síðustu sem Mark lauk við, er fylgst með Tiny og öðrum persónum Streetwise- verkefnisins þremur áratugum síðar. Tiny á nú 10 börn. Mary Ellen ljósmyndaði félaga í leikhópnum Perlunni í Kapelluhrauni fyrir nokkrum árum. Félagar í hópn- um sátu reglulega fyrir á ljósmyndum nemenda hennar á námskeiðum á Íslandi á síðustu árum. Morgunblaðið/RAX 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.