Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 24
Dalakofi
Strútur
Þórsmörk
Mýrdalsjökull
Tindjalla-
jökull
Emstrur
Álftavatn og
Hvanngil
Hrafntinnusker
Sveinstindur
Skælingur
Þórsmörk - Fimmvörðuháls
Þórsmörk er gjarnan líkt við
vin í eyðimörkinni en svæðið
er með fallegri stöðum landsins
og áfangastaður tveggja vinsælla
gönguleiða.Annars vegar
Laugavegarins og hins vegar
Fimmvörðuhálsins en flestir hefja
göngu sína um Fimmvörðuhálsinn
í Skógum og ganga inn í Þórsmörk
og Laugaveginn fara flestir frá
Landmannalaugum til Þórsmerkur. Þangað streymir því fjöldi göngumanna og
eru bæði Ferðafélag Íslands og Útivist með reisulega skála á svæðinu. „Skálinn
okkar í Básum var opnaður í apríl en það er enn nokkur snjór í fjöllum og eins
hlíðum á svæðinu og upp Goðalandið að Fimmvörðuhálsinum,“ segir Skúli
Skúlason hjá Útivist en eitthvað er um að tjaldferðalangar séu mættir og er
það vísbending um að sumarið sé komið í Þórsmörk. Páll Guðmundsson hjá
Ferðafélagi Íslands tekur undir með Skúla. „Það eru komnir fjórir skálaverðir
í skálann okkar í Langadal og gönguleiðir á svæðinu í kring eru í góðu standi.
Það er helst að snjór sé í fjöllunum í kring og norðurhlíðum þar sem sólin nær
ekki að bræða snjóinn jafn hratt.“
Fimmvörðuhálsinn er vinsæl gönguleið og segja bæði Páll og Skúli leiðina vera
erfiða yfirferðar sem stendur. „Skáli Útivistar, Fimmvörðuhálsskáli, er tilbúinn
fyrir sumarið þó hann sé enn á kafi í snjó. Enn er mjög snjóþungt á leiðinni
og hún ekki fær öðrum en mjög vönum göngumönnum,“ segir Skúli. Skáli
Ferðafélagsins, Baldvinsskáli, er einnig opinn göngumönnum en Páll tekur undir
með Skúla og segir aðstæður geta orðið mjög erfiðar á leiðinni næstu daga.
„Bæði er snjóþungt og eins verður mikið krap þegar snjóinn fer að leysa og þá
getur verið erfitt að ösla krapið upp í hné. Leiðin ætti að öllu jöfnu að vera fær
svona upp úr miðjum mánuði en í síðasta lagi í lok júní,“ segir Páll.
Eyjafjalla-
jökull
Fimm-
vörðuháls
Landmannalaugar
Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar
Innan Friðlands að Fjallabaki er að finna einstaka náttúru sem nýtur gífurlegra
vinsælda meðal útivistarfólks. Landmannalaugar eru þekktasti áfangastaður
svæðisins en hann sækja þúsundir manns á hverju ári. Ferðafélag Íslands
er með góða aðstöðu í Landmannalaugum en félagið reisti fyrst sæluhús í
Landmannalaugum árið 1951. Núverandi hús er þó að stofninum til frá 1969. Heit
uppspretta er rétt hjá skála ferðafélagsins og þar hafa margir hvílt lúin bein eftir
göngur og ferðalög. Stórbrotnar gönguleiðir eru allt í kringum Landmannalaugar og
er staðurinn oftast upphafspunktur ferðarinnar um Laugaveginn, sem liggur niður í
Þórsmörk.
Páll segir enn mikinn snjó vera á svæðinu og að sögn Bjarna Jóns Finnssonar,
yfirverktaka hjáVegagerðinni, eru allt að þrjár vikur í að hægt verði að opna leið
inn að Landmannalaugum. „Alla jafna getum við opnað veginn snemma í júní en
vegna veðurs í vor má alveg gera ráð fyrir þriggja vikna seinkun.Verði veruleg
breyting á veðri er mögulegt að leiðin opnist fyrr en eins og staðan er í dag er
þetta eins og uppi á jökli.“
Útivist á og rekur fimm skála í Friðalndi að Fjallabaki og segir Skúli Skúlason,
framkvæmdastjóri Útivistar, að félagið stefni ekki að opnun skálanna fyrr en
Vegagerðin hafi opnað vegi á svæðinu. „Það er enn gífurlegur snjór á svæðinu. Í
raun meiri snjór en við höfum séð á þessum árstíma.Yfirleitt höfum við verið
að opna þessa skála í kringum 25. júní en erum núna undir það búin að því geti
seinkað eitthvað í ár,“ segir Skúli.
Landmannalaugar Nýleg mynd frá Básum
Ástand skálans á Fimmvörðuhálsi
Kókosolíu má nota í ótalmargt. Til dæmis er hægt að nota hana til að bursta tennur. Hún er
náttúrulega bakteríudrepandi og því góð í þetta og til að hvítta tennurnar um leið er hægt að
blanda smá matarsóda út í áður en burstað er. Líka er kókosolía góð til að bera á allan líkam-
ann og ennfremur má nota hana sem augnfarðahreinsi.
Kókosolía fyrir tennur og húð
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015
Heilsa og hreyfing
FJALLASKÁLAR OG GÖNGUR
Vetur enn í kortunum
SUMARIÐ ER FORMLEGA HAFIÐ EN VETUR LÆTUR ÞÓ EKKI UNDAN Á HÁLENDI LANDSINS.
ÞEIR SEM HYGGJA Á GÖNGUFERÐIR UM VINSÆLAR LEIÐIR Á HÁLENDINU ÞURFA AÐ BÍÐA
EITTHVAÐ LENGUR ENDA FÆRÐIN HVORKI GÓÐ FYRIR GÖNGUMENN NÉ NÁTTÚRUNA.
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is