Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 57
hann. Aðspurður segist hann stundum skipu- leggja myndatökur sínar nokkuð nákvæm- lega en oftar spili hann bara eftir eyranu ef hann sjái möguleika á að stilla saman fyr- irsætu og spennandi umhverfi. „Vélin sem ég nota krefst þess að ljósið sé nægilega mikið og veðrið sæmilega gott, þannig að flestar myndanna eru teknar utan vetrartíma,“ segir Davíð og tekur fram að að yfirbragði þá er ljósmynd sem slík oftar en ekki svolítið angurvær, því hún geymir augnablik sem er liðið og kemur aldrei til baka.“ Spurður hvernig hann hafi valið mynd- irnar 12 á sýningunni úr þeim 100 sem hann hefur tekið segist Davíð hafa haft það að leiðarljósi að velja saman myndir sem líður vel hverri innan um aðra. auðvitað þurfi hann líka sjálfur að vera í stuði fyrir myndatökuna. „Ég þarf iðulega að beita mig hörðu á vorin til að koma mér í gang eftir nokkurra mánaða vetrarhlé,“ segir Davíð sem segir það hlutverk sitt sem ljós- myndara að taka eftir og fanga á filmu áhugaverð atriði í umhverfinu sem fari ef til vill framhjá mörgum í amstri dagsins. „Þó að myndir mínar séu yfirleitt ekki dapurlegar „Þó að myndir mínar séu yfirleitt ekki dapurlegar að yfirbragði þá er ljósmynd sem slík oftar en ekki svolítið angurvær, því hún geymir augnablik sem er liðið og kemur aldrei til baka,“ segir Davíð. Morgunblaðið/Styrmir Kári Árni Ísaksson hefur viðurnefnið úr járni vegna þess að ekkert fær bugað hann í bardaga. Ljósmynd/Davíð Þorsteinsson 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Vorverk, einkasýning Krist- ínar Helgu Káradóttur í Nýlistasafninu, er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2015. Sýningin er lifandi innsetning sem vex og þróast meðan á sýningunni stend- ur, innan sem utan veggja safnsins. Sýningin stendur til 13. júní. 2 Fjöruborð nefnist sýning sem Raymond Rafn Cartwright opnar í lista- húsi Ófeigs um helgina. Þar sýnir hann olíumálverk sem fjalla að- allega um sjávarsíðuna. Raymond er breskur listmálari sem hefur búið hér á Íslandi síðan 1980 og hefur hann haldið margar sýningar hérlendis. Sýningin stendur til 16. júní. 4 Sigríður Melrós Ólafsdóttir ræðir við Hildi Hákonar- dóttur og Jónu Hlíf Hall- dórsdóttur um samfélagslega ádeilu í verkum þeirra í listamanna- spjalli á sýningunni 100 Kápur á Frakkastíg í dag, laugardag, kl. 14. Sýningunni lýkur á morgun. 5 Valin verk Þorvaldar Þor- steinssonar eru til sýnis í litla sal Hverfisgallerís. Sýn- ingin samanstendur af teikn- ingum sem hann vann á fundnar ljós- myndir af hundum og blaðsíður úr tímaritum. Einnig má finna verk unnin úr fundnum efnum líkt og úlpu og skóm sem hann gaf nýtt hlutverk í nafni listarinnar. Sýningin stendur út 16. júní. 3 Blásarakvintett Reykja- víkur heldur tónleika í Hofi á Akureyri í dag, laugardag, kl. 13. Í boði verður fjölskyldu- væn tónlist þar sem við sögu koma dansandi hæna og refur, gömul mús, villikettir, pardus og fluga. Aðgangur er ókeypis. MÆLT MEÐ 1 Spurður hvort eitthvað annað hafi komið sér á óvart í vinnuferlinu svarar Valdimar því játandi. „Það kom mér einna helst á óvart hversu nægjusamir allir sem ég ræddi við reyndust vera. Einnig kom það mér á óvart að í reynd voru einbúarnir ekki einir. Allir áttu sér félaga, hvort sem það birtist í gælu- eða húsdýrum, nánd þeirra við guð, drauga eða álfa.“ Aðspurður hvað sé framundan hjá sér seg- ir Valdimar að sig dreymi um að koma ein- búasýningu sinni á framfæri víðar erlendis. „Næsta verk mitt er fullmyndað, en þar vann ég með heita vatnið og áhrif þess á bæði fólk og umhverfi. Ég held að heita vatnið og það að búa á háhitasvæði hafi meiri áhrif á okkur en við erum okkur með- vituð um,“ segir Valdimar og tekur fram að heita vatnið hafi eðlilega verið sér hugleikið þar sem hann búi í Hveragerði. „Sá bær væri ekki til ef ekki væri fyrir heita vatnið,“ segir Valdimar sem í upphafi ársins keypti sér fokhelt hús í Hveragerði sem hann lauk við að setja í stand fyrir aðeins rúmri viku. „Það er engin tilgerð, ekkert uppstillt. Þarna er bara verið að sýna hlutina eins og þeir eru,“ segir Valdimar Thorlacius um myndir sínar. Morgunblaðið/Styrmir Kári „Það kom mér einna helst á óvart hversu nægjusamir allir sem ég ræddi við reyndust vera.“ Ljósmynd/Valdimar Thorlacius
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.