Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 HEIMURINN KÍNA PEKI önnum askipiðtó ni áA nns5 tonna ir voru mannsfl u fundistaf slysilifðu að aukientudagfös skipinumhefðu fa kihvolfdi en slyssins eru enn mjög ó pstjóri stj NAÚKRAÍ GARÐIKÆNU kilnaðarsinna og stjórstur-ÚkrAfar ótraust vo ustu daga.Yfir 20 vafa verið á svæðinu síðnú vera í andarslimánuði v ð að þar hafi verið á ferðvæðum aðskilnaðarsinna og taliar á sí vikunni. Sést htaldir hafa fa nkó, forseti Úkraínu, hefuraðskilnaðarsinna. Petró Poroséstoðð erenn sem vitússne kir her að ás í landið á næstunni.ví að Rússar geri allsherjarinnrta”við þvarað landsm sé á þ BANDARÍKIN WASHIN í Bandaríkju ð tölvuhakka ráðuneyta æ þannig kom um fjórar starfsmann bendi til að Ekki sé þó stjórnvöld i að markm TANIS átta asegir aðBreska yrir a10 mönnum sem fangelsaðir voru árið 2012 f dæðin an mæltku semu gegn Malala íb Malala, m særðiana væru nú frjálsir ferða sinna, . se erðlaurv nur nú náð sér allvel, fékk síðar friða ngið aðBlaðið segir að engir fjölmiðlar hafi fe sdóld eð þjó ynd. Sum landamæri ríkja erufurðulegri en önnur, oft hef-ur sagan og útþensla ný- lenduveldanna skilið eftir sig skrít- in spor. Smáskikar af Þýskalandi eru eins og hálftýndir inni í Belgíu, svipaðir skikar af Ítalíu eru í Sviss. Stundum hafa kortagerðarmenn eða diplómatar í samninga- viðræðum gert mistök sem aldrei hafa verið leiðrétt. Mistökin geta reyndar verið skemmtileg frávik sem laða að ferðamenn. Landa- mæri eiga helst að vera traust en því fer fjarri að svo hafi verið, stundum er þeim breytt með samn- ingum en oftar með stríði. Nokkur ríki, þ. á m. Noregur, gera kröfur til yfirráða á Suður- skautslandinu. Mörgæsirnar hafa ekki atkvæðisrétt en þessar landa- kröfur hafa aldrei verið sam- þykktar formlega á alþjóðavett- vangi. Tímabundið samkomulag náðist á sínum tíma um bann við því að nýta þar náttúruauðæfi, hugsanlega olíu og fleira. Mörk heimsálfa eru sum á reiki, hvar tekur Asía eiginlega við af Evrópu? Menn hafa lengi deilt um það. Og Grænland er landfræðilega í Norður-Ameríku en í pólitísku til- liti er það Evrópuland. Landslið Grænlendinga í handbolta spilar í amerísku undankeppninni um rétt til að taka þátt í heimsmeistara- keppni. Hún er að sjálfsögðu mun léttari en sú evrópska – og liðið hefur nokkrum sinnum tekið þátt í HM. Þá má geta þess að ástralska knattspyrnusambandið skipti um álfu, lið Ástrala leikur nú í Asíu- riðlunum en ekki Eyjaálfu. „Gamla“ álfan þeirra bauð ekki upp á mikla samkeppni. Enn hefur Íslendingum ekki tekist að komast með lið sitt á HM þótt litlu hafi munað síðast. Enginn hefur samt enn stungið upp á að „við“ göngum úr Evrópu í Eyjaálfu. Með sigri þar myndi liðið fá umspilsrétt um þátttöku á HM. Ceuta, Melilla og Gíbraltar Afríkuríki sitja mörg uppi með landamæri frá nýlendutímanum sem taka lítið sem ekkert tillit til hagsmuna íbúanna, kljúfa þjóðir og fjölmenna ættbálka. Annað mál er svo hvort landamærin hefðu orðið skynsamlegri eða Afríka frið- samlegri ef íbúarnir hefðu ein- hverju ráðið um þessi mörk. En nyrst í Afríku eru tvær litlar borgir, Ceuta og Melilla, umluktar landsvæði Marokkó en stjórnar- farslega hluti Spánar og hafa verið það lengi. Gamlar nýlendur sem Spánverjar vilja alls ekki láta af hendi. Á hinn bóginn eru þeir mjög ósáttir við að Bretar skuli ekki skila þeim Gíbraltar, sem síðarnefnda þjóðin hefur ráðið yfir í 300 ár. Og á mörkum Súdans og Egyptalands er um 2.000 ferkíló- metra svæði, Bir Tawil, á óljósum landamærum. Hvorugt ríkið vill eiga Bir Tawil, en þar eru engar auðlindir, aðeins sandur og grjót. Á mörkum Suður- og Norður- Kóreu er fjögurra km breitt og nær 250 km langt herlaust land- svæði (DMZ) sem skilur að löndin en ekki er þó um formleg landa- mæri að ræða. Ekki tókst að gera friðarsamninga eftir að Kóreustríð- inu lauk 1953; síðan hefur ríkt brothætt vopnahlé. Bæði ríkin eru með geysiöfluga heri og vígbúnað við beltið en á því sjálfu er nær enginn umgangur manna. Þarna er nú einstakt náttúru- verndarvæði. Nokkrir tugir teg- unda í útrýmingarhættu, plöntur, hegrar og fleiri fuglar, hlébarðar, birnir og dádýr, einnig skriðdýr og skordýr, hafa tekið sér þar ból- festu. En á seinni árum hefur mik- ið land við sjálfa ræmuna verið tekið til ræktunar í S-Kóreu, lagð- ar járnbrautarlínur og vegir. Þegar sjást merki um að umsvifin ógni þessari lífríkisparadís. En ef við göngum í Eyjaálfu? SUM LANDAMÆRI ERU RÖKRÉTT OG SKYNSAMLEG, ÖNN- UR FURÐULEGAR LEIFAR SÖGUNNAR. ENN ÖNNUR ERU SVO ÞESS EÐLIS AÐ UM ÞAU RÍKIR ENDALAUST REIPTOG. EN Í ALÞJÓÐLEGU ÍÞRÓTTASAMSTARFI GETUR VISS TÆKI- FÆRISSTEFNA Í ÞESSUM EFNUM BORIÐ ÁRANGUR. Kasakstan er að mestu í Asíu en fékk leyfi FIFA til að flytja sig til Evrópu og tekur því þátt í undankeppni EM. Hér ógnar Daurenbek Tazhimbetov en Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason eru til varnar. Ísland vann 3-0. Ljósmynd/Sergey Nadtochey * Fyrsta daginn [í geimferðinni] eða þar um bil bentum við allir álandið okkar. Þriðja eða fjórða daginn bentum við á álfurnar. Áfimmta degi sáum við bara eina jörð. Sultan bin Salman Al-Saud geimfari. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is Barle-Nassau er sveitarfélag í Hollandi. Það liggur að belgísku sveitarfélagi sem heitir Barle- Hertog. Bæði eru að mestu sam- sett úr nokkrum tugum smáparta af landi, alveg niður í tæpan hekt- ara, sem umluktir eru svæði sem tilheyrir hinu. Dæmi eru um hús sem státa af landamærum er ganga þvert í gegnum þau, eitt þeirra er vinsæl krá. Áður en lokunartíminn [og skattar á áfengi] var samræmdur vegna tilskipana Evrópusambandsins gátu Belgarnir setið lengur við barinn en Hol- lendingarnir, sem urðu að hafa sig á brott þegar tíminn var úti. Landamæri Kanada og Bandaríkjanna eru afar friðsamleg. Í Derby Line, smáborg á mörkum landanna, er óperuhús á landamærunum, sviðið er í Kanada en inngangurinn og flest sæti í Bandaríkjunum. Point Roberts, bandarísk borg í Bresku Kólumbíu, er á suðurodda Tsawwassen-skaga og því í reynd úthverfi í Vancouver-borg. Þegar ákveðið var á 19. öld að landamærin myndu fylgja 49. breiddargráðu mundu menn eftir Vancouver, sem er örlítið sunnar, og kræktu suð- ur fyrir hana. En Point Roberts gleymdist norðan við landamærin. FRIÐSÆL KRÁ – HOLLENSK OG BELGÍSK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.