Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 14
570 LÆKNAblaðið 2015/101 ljómun við vissar bylgjulengdir, í þessu tilviki var roðið örvað með 488 nm ljósi (mynd 1d). Kjarnalitun (NucBlue, Life technologies) var neikvæð. Vefjasamrýmanleiki Ýmis próf á lífsamrýmanleika roðsins voru framkvæmd af vott- uðum rannsóknarstofum sérhæfðum í slíkum rannsóknum (Tox- ikon, Massachusetts, Bandaríkjunum og Isotron Laboratories, Tullamore, Írlandi). Vefjasamrýmanleikapróf eru eitt af fjölmörg- um skilyrðum eftirlitsstofnana fyrir markaðsleyfum. Öll próf á græðlingnum voru framkvæmd samkvæmt stöðlum Alþjóðlegu staðlasamtakanna (International Organization for Standardiza- tion, ISO) (tafla I). Rafdráttur á pólýakrílamíðgeli Til þess að greina bandvefsgerð roðsins var duftuðu roði blandað við glúkósastuðpúðalausn (0,2 M Tris, 0,4 M NaCl, 0,4 M CaCl2 og 1 M glúkósi). Kollagenlausnir (Sigma-Aldrich, Missouri, Bandaríkjunum) ásamt próteinkvarða (protein ladder) (Thermo Fischer Scientific, Massachusetts, Bandaríkjunum) voru notaðar sem stærðarviðmið. Kollagenlausnirnar innihéldu annaðhvort kollagen I, einangrað úr rottuhala, eða kollagen II, einangrað úr hænubrjóski. Öllum sýnum var blandað saman við hleðslulausn (loading buffer) (62,5 mM Tris-HCl, 2% SDS, 10% glýseról, 5% 2-beta- merkaftóetanól og 0,01% blátt brómófenól) í hlutföllunum 1:1 áður R A N N S Ó K N Mynd 2. Próteinrafdráttur á pólíakrýlamíðgeli. (a) Stærðarviðmið. (b) Kollagen I. (c) Kollagen II. (d) Rafdráttarróf affrumaða roðsins einkennist af veiku bandi á bilinu 130­ 115 kDa. (b-d) Aðalpróteinband roðsins er á stærðarbilinu 130­115 kDa og skarast við kollagen I og að hluta til kollagen II (n=3). Mynd 3. IL-6, IL-10, IL-12 og TNF-α voru mæld í floti einkjörnunga eða stórát­ frumna með Elísuprófi. THP­1 frumur voru ýmist ómeðhöndlaðar (48 klst., neikvætt viðmið, gráar súlur), ræktaðar með affrumuðu roði án örvunar (48 klst.), for­örvaðar með IFNγ (3 klst.) og svo örvaðar með LPS (48 klst., jákvætt viðmið, hvítar súlur) eða örvaðar með IFNγ og LPS auk stoðefnis. Einnig voru THP-1 frumurnar þroskaðar yfir í stórátfrumur með formeðhöndlun með PMA (48 klst.) auk örvunar með LPS (48 klst., svartar súlur) með og án roðs. Enginn marktækur munur var á seytingu frumuboð­ anna milli meðferðarhóps og viðmiðunarhóps fyrir hverja rækt fyrir sig. Skekkjumörkin sýna staðalskekkju meðaltala 6 tilrauna (n = 6). *(p≤0,05) en þeim var hlaðið á 15% pólýakrílamíðgel og þau rafdregin. Sýni voru rafdregin við 4°C og 70 volt í rúmar 120 mínútur (mynd 2). Bólguvakapróf Einkjörnungafrumulína af gerð THP-1 var keypt frá DSMZ, Leibnitz, Þýskalandi. THP-1 frumurnar voru ræktaðar í RPMI- 1640 frumuæti ásamt eftirfarandi íbætiefnum (Thermo Fischer Scientific): pensillíni (100 U/mL) og streptómýsíni (100 μg/mL) og hitaóvirkjuðu kálfasermi (10%). Einkjörnungum var sáð með þétt- leikanum 5x105 frumur/cm2 í 24-holu bakka og ræktaðar í frumu- ræktarskáp við 90% raka, 5% koltvíoxíð og 37°C. Frumur fengu þrjár mismunandi meðferðir (mynd 3) með eða án roðs: enga örvun, interferón gamma (IFNγ) (100 U/mL) og lípópólýsakkaríð (LPS) (0,75 μg/mL) (Sigma-Aldrich), eða forból-12-mýristat-13-ase- tat (PMA) (50 ng/mL) (Calbiochem, Darmstadt, Þýskalandi) ásamt LPS (0,75 μg/mL). Einkjörnungar sem voru örvaðar fengu fyrst IFNγ í þrjár klukkustundir og síðan hringskífu (1 cm2) af roði ásamt LPS í 48 klukkustundir til viðbótar. Til að virkja einkjörn- unga yfir í stórátfrumur fengu þær fyrst PMA í 48 klukkustundir. Stórátfrumurnar voru síðan örvaðar með LPS í 48 klukkustundir, með eða án hringskífu (1 cm2 = 0,024 g) af roði.21 Að lokum var lífvænleiki frumurækta metinn með XTT (2,3-bis-(2-metoxý-4- nítró-5-súlfófenýl)-2H-tetrasólíum-5-karbóxanilíð) prófi (Biotium, Kaliforníu, Bandaríkjunum). Floti af frumuræktum var safnað og styrkur Interleukin-10 (IL-10), Interleukin-6 (IL-6), Tumor Necrosis Factor-alfa (TNFα) og Interleukin-12 (IL-12p40) mælt með Elísu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.