Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 19

Læknablaðið - 01.12.2015, Side 19
LÆKNAblaðið 2015/101 575 Inngangur Á Norðurlöndunum eru alvarlegir brjóstholsáverkar mun oftar af völdum umferðarslysa en vegna hníf- eða skotáverka.1 Ífarandi áverkum á hjarta fylgja oftast lífs- hættulegar blæðingar og gollurshúsþröng (pericardial tamponade) þar sem dánartíðni getur verið mjög há, eða yfir 90% samkvæmt sumum rannsóknum.1 Nái sjúk- lingur lifandi inn á sjúkrahús eru horfur betri, sérstak- lega ef hjartað slær og engir aðrir lífshættulegir áverkar eru til staðar. Í slíkum tilfellum getur komið til greina að framkvæma brjóstholsskurð á bráðamóttöku (emer­ gency department thoracotomy, EDT) þar sem gollurshús- ið er opnað og létt á gollurshúsþröng. Einnig er hægt að beita beinu hjartahnoði og reyna að stöðva blæðinguna.1 Bráðir brjóstholsskurðir (emergency thoracotomy) eru í stórum dráttum þrenns konar (myndir 1a-c). Oftast er farið á milli fjórða og fimmta rifs vinstra megin (left anterolateral thoracotomy) (mynd 1b) en einnig kemur til greina að opna bringubeinið endilangt (sternotomy) (mynd 1a) sem oftast er gert með sög. Loks er hægt að opna þvert yfir neðanvert brjóstholið (clamshell opening) (mynd 1c). Síðastnefndi skurðurinn er að mörgu leyti einfaldari en bringubeinsskurður, er fljótlegri og veitir gott aðgengi að líffærum í neðanverðu brjóstholi. Hann veitir hins vegar síðri aðgang að stóru æðunum ofar í brjóstholi, samanborið við bringubeinsskurð. Í dag mæla margir með „clamshell“-skurði við bráðaaðgerð á brjóstholi vegna áverka, sérstaklega þegar aðgerðin er framkvæmd af öðrum en brjóstholsskurðlæknum.2 Fjöldi rannsókna hefur sýnt að bráður brjósthols- skurður getur bjargað lífi sjúklinga með ífarandi áverka á brjósthol, en langoftast (>90% tilfella) er um karlmenn að ræða.3 Flestar þessara rannsókna eru frá stórborgum í Bandaríkjunum og Suður-Afríku þar sem Stunguáverkum á hjarta fylgja oftast lífshættulegar blæðingar og gollurs- húsþröng þar sem dánartíðni er mjög há. Nái sjúklingar lifandi á sjúkrahús eða innan við 15 mínútur eru liðnar frá því að engin lífsmörk hafa fundist getur komið til greina að framkvæma bráðan brjóstholsskurð á bráða- móttöku. Árangur þessara aðgerða er þó umdeildur. Hér er lýst fertugum karlmanni sem hlaut hnífstungu í hjarta sem olli gollurshúsþröng og hjartastoppi. Gerður var brjóstholsskurður á bráðamóttöku og tókst að koma hjartanu í gang með beinu hjartahnoði og loka síðan gatinu á hjart- anu. Rúmlega hálfu ári síðar er sjúklingurinn við góða heilsu. Þetta tilfelli sýnir að hægt er að bjarga lífi sjúklinga með lífshættulega áverka á hjarta með bráðum brjóstholsskurði. ÁgrIp tíðni stungu áverka er há.3 Lifun eftir brjóstholsskurð er þó breytileg eftir sjúkrahúsum og var aðeins tæp 8% í stórri safnrannsókn á bæði sljóum (blunt injury) og ífar- andi áverkum.4 Í rannsókn frá Stavanger var árangur enn síðri en þar lifði enginn af 10 sjúklingum aðgerðina af.5 Betri árangri hefur þó verið lýst, einkum þegar aðeins er um að ræða stunguáverka á hjarta þar sem allt að þriðjungur sjúklinga lifir aðgerðina.4 Þetta á helst við ef hjartsláttur er til staðar við komu á sjúkrahús og þegar ekki hefur þurft að beita hjartahnoði lengur en í 15 mín- útur fyrir komu á bráðamóttöku.1 Í flestum rannsóknum er lifun eftir bráðan brjóstholsskurð þó mun síðri (<10%), sérstaklega á minni sjúkrahúsum og eftir sljóa fjöláverka. Aðgerðin hefur því verið umdeild.5 Greinin barst 11. ágúst 2015, samþykkt til birtingar 5. nóvember 2015. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Hnífstunguáverki á hjarta meðhöndlaður með brjóstholsskurði á bráðamóttöku – sjúkratilfelli Anna Sigurðardóttir1 læknir, Sigurjón Örn Stefánsson2 læknir, Bergrós Kristín Jóhannesdóttir1,3 læknir, Tómas Guðbjartsson1,3 læknir 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2015.12.55 S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 1a-c. Mismunandi brjóstholsskurðir við áverka á brjósthol. a. Bringubeinsskurður (sternotomy). b. Vinstri brjóstholsskurður (antero- lateral thoracotomy). c. Þverskurður yfir neðanvert brjósthol (clam-shell thoracotomy). Teikning: Bergrós Kristín Jóhannesdóttir. Höfundar fengu samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu. a b c H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A c ta v is 5 1 8 0 0 2 Virkt innihaldsefni: Hver freyðitaa inniheldur 400 mg af dísúlfíram. Ábendingar: Áfengissýki. Skammtar og lyagjöf: Fullorðnir: Byrjunarskammtur 800 mg daglega í 2–3 daga. Viðhaldsskammtur: 100–200 mg daglega eða 600–800 mg tvisvar í viku. Frábendingar: Ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar, háþrýstingur, staðfest geðrof, alvarlegar vefrænar heilaskemmdir, alvarlegar persónuleikatruanir, áfengisneysla, ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyaskrá – www.serlyaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (ágúst 2015): 400 mg, 50 stk: 10.538 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: G. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 14. febrúar 2012. Ágúst 2015. – 400 mg freyðitöurAntabus Við áfengissýki

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.