Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 41

Læknablaðið - 01.12.2015, Page 41
l Ö G F R æ ð i 1 6 . P i S T i l l Læknar eru hvattir til að koma á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund ábendingum um efni. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands Dogg@lis.isRáðningarsamningur og launaviðtal Eitt meginmarkmið Læknafélags Íslands í kjaraviðræðum þeim sem leiddu til nýs kjarasamnings hinn 7. janúar 2015 var að stækka launatöflu lækna. Þetta markmið náðist. Frá 1. janúar síðastliðnum gildir ný og stærri launatafla fyrir lækna. Í gömlu launatöflunni voru fjórir launaflokkar, 100 fyrir kandídata, 200 fyrir almenna lækna, 300 fyrir sérfræðilækna og 400 fyrir yfir- lækna. Launaflokkarnir eru nú 100 fyrir kandídata, 200-205 fyrir almenna lækna, 300-307 fyrir sérfræðilækna og 400-407 fyrir yfirlækna. Í fylgiskjali II með kjarasamningnum er nánar lýst starfsbundnum þáttum sem hafa vægi til launahækkunar, annaðhvort tímabundið eða varanlega. Læknar geta að hámarki hækkað um fimm launaflokka á grundvelli þessara viðbótarþátta. Með viðbótarþáttum er átt við starfs- bundna þætti sem umbuna skal fyrir sér- staklega. Viðbótarþættirnir sem hér koma til skoðunar snúa að stjórnun, kennslu, gerð vaktaáætlana, sérstökum verkefnum, rannsóknum, gæðastarfi, teymisvinnu, þróunarvinnu, nýsköpunarvinnu, auknu aðgengi að þjónustu og sérþekkingu. Við- bótarþáttunum er nánar lýst í fylgiskjali og vísast til þess. Kjarasamningurinn ásamt bókunum og fylgiskjölum er að- gengilegur á bæði innri og ytri vef heima- síðu Læknafélags Íslands undir flipanum Kjaramál. Hækkanir samkvæmt fylgiskjali II mið- ast við 1. júní 2015. Af ýmsum ástæðum dróst undirbúningsvinna vegna þessa. Heilbrigðisstofnanir hafa nú fengið bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem fram kemur að mikilvægt sé að stofn- anir fari að greiða læknum laun í sam- ræmi við fylgiskjal II um nýtingu starfs- bundinna þátta. Í bréfinu segir: „Eðlilegast er að stofnanir efni til starfsmannasamtala við lækna til að ræða mögulegar hækkanir samkvæmt fylgiskjali II.“ LÍ hvetur lækna til að kalla sem fyrst eftir starfsmannasamtali vegna fylgiskjals II. Góður undirbúningur slíks samtals er mikilvægur og minnt er á mögulegan stuðning frá starfsmönnum félagsins vegna þess undirbúnings. Nýr kjarasamningur gefur læknum sem eru að ráða sig til starfa nýja og aukna möguleika til að semja um laun sín. LÍ gengur út frá því að áður en læknir ræður sig til starfa þurfi launagreiðandinn að semja við hann um þau laun sem hann fær fyrir starf sitt og þá starfsbundnu þætti sem hann tekur að sér gegn við- bótarlaunum. LÍ lítur svo á að þegar al- mennur læknir eða sérfræðilæknir ræður sig til starfa á heilbrigðisstofnun fari fram launaviðtal þar sem fulltrúi stofnunar og læknirinn semja um launin. Það er skoðun LÍ að það sé ekki lengur sjálfgefið að byrj- unarlaun almennra lækna sé launaflokkur 200 og sérfræðinga 300. Í grein 3.2.1 í kjarasamningnum segir skýrt að læknir raðist í launaflokk 200-205 og læknir með sérfræðileyfi raðist í launaflokka 300-307. Hvar innan 200 launaflokksins almenni læknirinn raðast og hvar innan 300 launaflokksins sérfræðingur raðast getur aldrei orðið annað en samningsatriði milli læknis / sérfræðings og launagreiðanda og tekur mið af því hvaða verkefni við- komandi tekur að sér, umfram daglegar starfsskyldur, sem umbuna skuli fyrir sér- staklega samkvæmt reglum fylgiskjals II. Lögum samkvæmt ber að gera ráðning- arsamning við hvern og einn lækni, áður en hann hefur störf. Þetta er áréttað í grein 2.1.1 í kjarasamningi lækna. LÍ hvetur lækna til að gæta þess að skrifa ekki undir ráðningarsamning fyrr en þeir hafa fengið launaviðtal þar sem laun eru ákveðin. LÍ veit til þess að sumar heilbrigðisstofnanir hafa skorast undan slíkum launaviðtölum og jafnvel gengið svo langt að raða lækn- um sem hefja störf einhliða í launaflokk. Þetta telur LÍ vinnubrögð sem ekki er unnt að una við. Laun eru samningsatriði og nýr kjarasamningur gefur talsvert svigrúm fyrir lækna til að semja um laun sín. LÍ þekkir dæmi þess að þrátt fyrir nýjan kjarasamning raði stofnanir læknum í launaflokk 200 eða 300 við ráðningu og lofi launaviðtali „seinna“. Svo líður og bíður og ekkert verður af launaviðtali. Þá þekkir LÍ dæmi þess að læknum hafi verið stillt upp við að „verða að skrifa undir ráðningarsamning“ þó launaviðtal hafi ekki farið fram svo unnt sé að opna fyrir þá aðgang að tölvukerfum stofnunar og fleiru álíka. LÍ telur að slík vinnubrögð eigi ekki að tíðkast. Það er ábending LÍ til félagsmanna sinna að skrifa aldrei undir ráðningarsamning og hefja aldrei störf hjá heilbrigðisstofnun fyrr en skýrt hefur verið samið um það í launaviðtali milli hans og launagreiðanda hver launakjörin verði. Það er ekki sjálfsagt að taka fyrsta til- boði um laun. Fylgiskjal II spilar hér sterkt inn í og læknir þarf að gæta þess að taka ekki að sér starfsbundna þætti skv. því án þess að fá fyrir það umbun með röðun í hærri launaflokk. Það skiptir miklu að undirbúa launaviðtalið vel. Starfsmenn LÍ eru læknum til stuðnings í þeim undir- búningi. Læknar geta leitað til skrifstofu LÍ og fengið margvíslegar upplýsingar bæði um kjarasamninginn og hver launa- kjör lækna eru samkvæmt þeim gögnum sem LÍ hefur undir höndum. Heimildir 1. Kjarasamningurinn er hér: lis.is/Assets/Kjara- samn ingar/2014.01.07-Kjarasamningur%20 L%C3%8D_N%C3%9DR.pdf 2. Frétt á innri vef heimasíðu LÍ um fylgiskjal II: innri.lis.is/ forsida/frettir/nanar/7951/bokun-4-og-fylgiskjal-ii-med- kjarasamningi- 3. Bréfið er á innri vef heimasíðu LÍ: innri.lis.is/Assets/ Fr%C3%A9ttir/L%C3%A6knaf%C3%A9l%20 %C3%ADsl%20br%C3%A9f.pdf LÆKNAblaðið 2015/101 597

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.