Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 7
Er heim var komið kenndi Hörður við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík árin 1953-1959 og síðan við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1962-1989, og var skólastjóri hans árin 1968-1975. Hörður hélt á lífsferli sínum fjölda myndlistarsýninga og sýningar voru haldnar honum til heiðurs. Listasafn Íslands hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 1983 og vorið 2005 var mikil yfirlitssýning á málverkum hans á Kjarvalsstöðum, þar sem gerð voru ítarleg skil lífsferli hans í listum og menningarsögurannsóknum. Þar var sérstaklega dregið fram og skýrt í myndum, teikningum, líkönum og máli rannsóknarstarfið, sem gerði hann þekktastan með þjóð sinni, húsarannsóknir, uppmælingar, heimilda- rannsóknir, ljósmyndir og tillögur að viðgerðum og endur byggingum gamalla bygginga og mannvirkja í landinu. Þann þátt ber að fjalla séstaklega um, þar sem hann ruddi þar áður lítt troðnar brautir og gerði fjölmargar og merkilegar uppgötvanir á byggingarháttum landsmanna, allt frá elztu tímum og til okkar daga. Hann rakti sögu og breytingar á húsakynnum og byggingarháttum, rannsakaði þróun bygg ingar listarinnar og gerði grein fyrir byggingarefnum, smíðum, smiðum og verklagi. Hörður var mikilvirkur í störfum sínum og rannsóknum, enda var hann agaður við sjálfan sig, skipulagði tíma sinn vel og var eljumaður hinn mesti. Hann var oft ekki heilsuhraustur og varð að gæta sín í mataræði og lifnaðarháttum. Hann tók sér að jafnaði hvíld að loknum hádegisverði, en vann síðan oft sleitulaust daginn langan að því viðfangsefni, sem gagntók huga hans þá stundina. Hörður stofnaði ásamt fleiri listamönnum og rithöfundum tímaritið Birting, sem kom út á árunum 1955-1968. Hann var einn af rit stjórunum og birti þar greinar um sjónlistir, ekki sízt um byggingalist, nýja og forna. Hörður sat í stjórn Torfusamtakanna, sem upphaflega voru stofnuð til verndunar einnar elztu húsaþyrpingar í Reykjavík og þróuðust síðan til annars og meira. Hann sat í safnráði Listasafns Íslands og formaður Hins íslenzka fornleifafélags var hann árin 1982-2001. Rannsóknarstarf Harðar var annars vegar fólgið í rannsóknarferðum út um landið, sem hann fór um árabil með styrk úr Vísindasjóði, en hins vegar könnun skjalagagna og hvers kyns ritaðra heimilda, einkum í Þjóðskjalasafni Íslands, en að auki átti hann tal við fjölda fólks, sem gat frætt af eigin reynslu. Hörður uppgötvaði og vann fræðilega úr miklum fjölda heimilda, hann var víðlesinn í fræðiritum, og einnig bókmenntum allra alda og varð með tímanum mikill fræðasjór um fjölmarga þætti íslenzkrar menningarsögu og miðlaði þá jafnframt öðrum af þekkingu sinni og hvatti aðra til fræðistarfa og rannsókna. 6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.