Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 13
við Ísafjarðarbæ sumarið 1985 og síðar. Þeim sem komu að málinu á
Þjóðminjasafninu þakka ég andlegan stuðning.
Þeir sem styrktu verkefnið fjárhagslega voru, auk Ísafjarðarbæjar,
Biskupsstofa, Menntamálaráðuneytið, Vísindasjóður, Þjóðhátíðarsjóður,
Letterstedski sjóðurinn og Hagþenkir. Þeir tveir síðustu styrktu beinlínis
heimildaleit í Kaupmannahöfn. Er þessum öllum þakkað. Margsinnis
var leitað til opinberra aðila og sérstaklega Þjóðminjasafns eftir frekari
stuðningi en hann var ekki að hafa. Fór svo að ég gekk frá því sem fannst
og pakkaði niður í geymslur safnins. Þegar ég hóf verkið að nýju sá ég að
því miður hafði verið farið í þessi gögn án samráðs við mig.
Þarna voru, er mest var, fjórir starfsmenn, - undirritaður, Ingimar
F. Jóhannsson, Atli Geir Jóhannesson og Sigurjón Kjartansson. Var þar
Ingimar heilladrýgstur og sá að mestu um rannsóknina á garðinum sjálfum
með stakri prýði. Margir lögðu okkur lið og er rétt að þakka öllum þeim
stóra hópi hjálpina en sérstaklega Bjarna Jenssyni, Eyjólfi Bjarnasyni,
Þorbirni Jóhannessyni, Þorbjörgu Bjarnadóttur og Jóni Sigurpálssyni.
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Loftmynd af Kirkjubóli við Skutulsfjörð 1956. Kirkjugarður sést rétt ofan við
bæjarhúsin, og fleiri minjar virðast þar ofan við. Birt með leyfi Landmælinga Íslands.