Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 31
liðamót. Ekki var okkur ljóst hvort þessi beinbrot væru af manni eða dýri. Þau voru morkin, brotin og illgreinanleg. Leitað var fleiri beina í nánasta umhverfi en án árangurs. E-snið náði frá kirkju að austurvegg garðsins. Þar voru svipuð ummerki og hjá sáluhliði. Af sniðunum var næsta fátt að ráða. Þau voru tiltölulega hrein milli kirkju og garðsveggjar. Nokkrar grafir sáust og umbúnaður þeirra en að þeim er vikið síðar. Auk þess sást að ofan á hörðum jökulruðningi var um 30-50 sm þykk grasrót. Í þeim jarðvegi mátti sjá möl og steina hér og hvar, sem gætu verið leifar flóða, en annars ekkert sem veitti frekari vísbendingar. Aldursgreiningar var því einungis hægt að byggja á innbyrðis legu grafa eða afstöðu þeirra til kirkjunnar og veggja hennar. Undir moldarlaginu kom þéttur jökulruðningur og svo harður að jarðýtur notuðu sérstakar plógtennur til að losa hann. Það var þetta malarlag sem var svo eftirsótt í vegagerð o.fl. Þetta lag var hátt í tugur metra á þykkt. Lagið var mjög misgróft, frá risavöxnum steinum niður í möl og leir. Jökulleirinn myndaði eins konar límefni sem hélt jarðveginum þéttum. Sumstaðar hafði malarefni blandast í moldina. Verður líklegast að telja að það hafi verið uppgröftur úr gröfum sem blandast hafði moldinni. Þess má reyndar geta að í máldögum Kirkjubólskirkju er getið um járnkarl. Þeim sem reyndu að grafa í þessum jarðvegi fannst það ekki skrýtin kirkjueign, eða hversu grafirnar voru grunnar.54 Upphaflega hafði verið ætlunin að rannsaka einungis kirkjuna. Síðan var ákveðið að rannsaka einnig garðinn. Þarna var mikið í húfi tímans vegna. Í samráði við Þjóðminjasafnið var ákveðið að láta jarðýtu taka efsta lag jarðvegs ofan af garðinum. Var það gert 6. júní 1985. Ekki er líklegt að grafir hafi týnst við þetta en í ljós kom að ein gröf hafði raskast því hún var efst í mölinni. Búið var með sniðunum að ganga úr skugga um að grafirnar væru ekki í moldinni heldur í mölinni. Var síðan fylgst með gröfumanninum á meðan á hans vinnu stóð. Efninu var ýtt fram af hárri brún gryfjunnar sunnan við kirkjuna og það einnig skoðað vandlega. Síðan var grafa leitað með kerfisbundnum hætti. 30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.