Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 54
vatn eða mýri þar sem súrefni komst ekki að þeim svo að þær náðu ekki að rotna. Með tíð og tíma urðu efnabreytingar á jurtaleifunum og þær urðu að mó. Þegar yngri jarðlög lögðust yfir móinn með æ þyngra fargi kolaðist hann. Surtarbrandur finnst venjulega í misþykkum lögum með önnur jarðlög á milli. Til eru nokkrar tegundir surtarbrands: 1. Viðarbrandur. Eins og nafnið bendir til er hann úr viðarleifum sem að mestu hafa haldið mynd sinni. Talsvert af ösku er í viðar- brandi en hann brennur vel. 2. Steinbrandur er úr blöðum og öðrum smágerðum jurtaleifum. Þegar hann er unninn klofnar hann venjulega í þunnar flögur. 3. Leirbrandur er dökkur leir sem inniheldur kolakennd efni úr surtarbrandslögum. Steinbrandurinn er að öllu jöfnu best fallinn til brennslu og reyndist stundum prýðilega, einkum ef honum var blandað í betri kol.9 Tungunáma Staðurinn, sem stjórnin hafði valið til kolavinnslu, var í landi jarðarinnar Ytri-Tungu á Tjörnesi. Þar var að finna allþykk og víðáttumikil surtarbrandslög og því þótti staðurinn vænlegur til kolanáms. Í umræðum um rekstur Tungunámu á þinginu 1918 kom fram í ræðu Péturs Jónssonar frá Gautlöndum, þingmanns Suður-Þingeyinga, að heimamenn hefðu nýtt Tjörneskolin um nokkurt skeið. Hins vegar hefði verið byrjað á kolagreftri í stórum stíl sumarið 1916 þegar tveir menn fengu leyfi til að taka upp kol og selja til Húsavíkur og víðar.10 Í umræðunum sagði Gísli Sveinsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga, einnig frá því að Verkamannafélag Akureyrar hefði látið vinna kol í Tungunámu frá fyrri hluta maí til 1. október 1917.11 Sigurður Jónsson í Ystafelli fullyrti að Tjörnesingar hefðu tekið þarna kol í 30 ár.12 Auk Tungunámu var starfrækt á nesinu svokölluð Hringversnáma en nánar segir frá henni síðar. Afskipti stjórnarinnar af Tungunámu hófust í byrjun maí árið 1917.13 Þá fór Stjórnarráðið þess á leit að fá kolanámurnar í landi Hringvers og Ytri-Tungu leigðar sumarið 1917 eða meðan heimsstyrjöldin stæði yfir. Til andsvara fyrir heimamenn var Egill Sigurjónsson, stórbóndi á Laxamýri, bróðir Jóhanns skálds. Hann færði það strax í tal hvort stjórn- völd vildu ekki kaupa námuna en Stjórnarráðið kvaðst ekki hafa umboð til þess.14 Egill bauð þá Tungunámu til leigu í fjögur ár fyrir 2400 kr. á ári en auk þess hefðu hrepparnir rétt til að taka kol til eigin þarfa. Egill undantelur einnig 400 tonn sem þeir sem hafi haft námuna á leigu HOLLUR ER HEIMAFENGINN BAGGI 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.