Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 56
Theódór segir einnig frá því að Jónas hafi átt tík af erlendu kyni sem
fylgdi honum hvert sem hann fór og skaust oft á undan honum inn í
námugöngin. Tíkin var vinsæl meðal námumannanna vegna þess að hún
gerði þeim viðvart ef verkstjórinn var á ferðinni. Jónas fór yfirleitt ekki
út í námuna nema veður væri gott, en þá stundum tvisvar á dag og ræddi
við Ólaf Jónatansson verkstjóra.21
Jónas kom til starfa 4. júní22 og tók strax til óspilltra málanna. Hinn 13.
sama mánaðar sendi hann skeyti og bað um 200 m af járnbrautarteinum,
6 snúningshlera, 20 haka, járnkolabora, steinbora 10 m, skóflur, sleggjur,
fleygastál, 3 borhamra, smásleggjur, 4 hjólbörur, smiðjusteðja, auk ýmislegs
smálegs sem þurfti til að koma námunni í gang. Skrifstofa stjórnarráðsins í
Kaupmannahöfn átti að útvega það sem þurfti.
Benedikt Björnsson, skólastjóri á Húsavík, hafði þá verið við
undirbúning á svæðinu í um hálfan mánuð ásamt nokkrum mönnum.
Hann varð síðan umsjónarmaður námunnar og sá um mestalla pappírs-
vinnu, að frátöldum gjaldkerastörfum, en sýslumaður Þingeyinga sá um
greiðslu reikninga og innheimtu skulda.
HOLLUR ER HEIMAFENGINN BAGGI 55
1. mynd. Tungunáma, riss eftir Jónas Þorsteinsson. Teikningin er ekki í réttum hlutföllum.