Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 59
Rekstur námunnar Um leið og vinnsla hófst leitaði Egill Sigurjónsson eftir tilboðum í flutning á kolunum til Reykjavíkur. Geysileg eftirspurn var eftir kol unum í upphafi og fullyrðir Jónas Þorsteinsson í skýrslu til Stjórnar ráðsins að pantanir hafi borist upp á 2000 smálestir og vonlaust sé að anna þeirri eftirspurn. Meðal þeirra sem vildu kaupa kol voru sveitar félög, fyrirtæki svo og ASÍ sem væntanlega var á höttunum eftir kolum fyrir félagsmenn sína. Verðið á kolunum var í fyrstu lágt, 33-35 kr. afhent við námuna, en í september varð ljóst að við svo búið mátti ekki standa og hækkaði verðið þá í 40 kr. Þegar vegamálastjóri tók við rekstr inum hækkaði verðið svo í 55 kr. Tungukolin hafa óneitanlega hlotið misjöfn eftirmæli. Að sjálfsögðu stóðu þau langt að baki erlendum steinkolum en þó virðast þau hafa verið ærið misjöfn að gæðum. Í umræðum um Tungunámu á Alþingi kom fram að sumum þóttu þau brúkleg en öðrum fannst þau léleg. Gísli Sveinsson alþingismaður fullyrti að það borgaði sig betur að kaupa dýr ensk kol heldur en að nota Tungukol. Einar Arnórsson tók undir þetta og sagði að þótt ensk kol kostuðu 300 kr. tonnið en Tungukol 100 kr. vildi hann miklu frekar nota ensk kol.32 Pétur Jónsson frá Gautlöndum sagðist hafa notað Tungukol og ef þau væru vel vinsuð (hreinsuð) væru þau á við venjuleg ofnkol. Pétur sagði að gott væri að blanda kolin með öðrum betri og Tungukolin þyrftu stærri ofna en erlend kol.33 Ekki verður betur séð af heimildum en alla tíð hafi nokkur lausatök verið á rekstri námunnar. Endalaus vandræði voru vegna þess að sprengiefni og ýmsar aðrar nauðsynjar til rekstursins fengust ekki og var ýmsu kennt um. Theódór Friðriksson fullyrðir einnig að samkomulagið hafi ekki verið sem best milli þeirra Jónasar verkstjóra og Benedikts umsjónarmanns.34 Sama var uppi á teningnum þegar Alfred Olson, sænski námufræðingurinn, tók til starfa og sagði Benjamín Sigvaldason að þeir Jónas hefðu fengið tvo verkamenn til að skrifa skammargreinar í blað hvor um annan.35 Svo mikið er víst að eftir nokkrar umræður í ársbyrjun 1918 var Geir Zoëga vegamálastjóra falinn rekstur námunnar og tók hann formlega við honum í byrjun mars. Lét hann af því tilefni gera úttekt á rekstri námunnar og þá kom í ljós að gríðarlegt tap hafði verið á rekstrinum. Beinn kostnaður við hvert tonn af kolum hafði verið þegar best lét 80 kr. en 120 kr. þegar kolin í námunni fóru að minnka. Heildargjöld vegna námunnar höfðu verið 188.398 kr. og 5 aurar og tap á rekstrinum um 102.161 kr. og 83 aurar. Alls höfðu verið unnin úr námunni tæp 1011 58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.