Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 63
Benjamín kom til starfa.45 Jónas frá Hriflu segir að aðalgallinn við rekstur
mötuneytisins hafi verið sá að ekki var hægt að baka brauð á staðnum,
heldur varð að flytja það norðan frá sem var dýrt og óhentugt. Svo virðist
sem ýmsir Húsvíkingar hafi öfundast út í fæðið í Tungunámu því að Jónas
hefur eftir mektarmanni á Húsavík að það hafi verið helsta bjargræði
Húsvíkinga veturinn 1918 að hirða leifarnar eftir verka mennina, þeir hafi
gengið svo illa að mat sínum.46
Nokkrir verkamenn í Tungunámu
Hér að framan hefur verið getið um nokkra þá sem unnu í Tungu-
námu, einkum þá sem gegndu stjórnunarstöðum. Vitað er um nöfn
nokkurra þeirra verkamanna sem þar unnu. Þrír undirverkstjórar störfuðu
í námunni. Þeir voru Ólafur Jónatansson, Sigurður Jónsson og Guðni
Þorsteinsson og sá hver um ein námugöng. Theódór Friðriksson minnist
aðeins á Ólaf og ber honum allvel söguna, segir hann hafa verið nokkuð
harðan í horn að taka en réttsýnan. Benjamín Sigvaldason er á öðru máli,
segir að hann hafi verið yfirstéttardýrkandi, harðlyndur og hrottalegur í
tilsvörum og ýmsir hafi verið hræddir við hann, einkum unglingar. Alfred
Olson verkstjóra lýsir Benjamín svo að hann hafi verið stór, vel vaxinn,
mesta glæsimenni og jötunn að afli. Hafi verkamennirnir borið mikla
virðingu fyrir honum.
Sem dæmi um afl hans, gekk sú saga í námunum, að einhverju
sinni hefði kolavagn farið út af sporinu og kastast fram af
uppfyllingunni og niður í fjöru. En „sá sterki“, eins og hann var
venjulega kallaður tók vagninn, sem talinn var 400 pund, á bakið
og hélt honum alla leið upp á uppfyllinguna, er var margir metrar
á hæð og leiðin torfarin og ill.47
Meðal þeirra verkamanna sem Theódór nefnir voru Jón Gunnarsson,
Þórður Markússon frá Húsavík, mikið hraustmenni, og Helgi Benedikts-
son, síðar athafnamaður í Vestmannaeyjum, þá ungur að árum en seigur
við vinnu. Theódór getur þess að hann hafi verið fljótur að ná í peningana
þegar borgað var út hálfsmánaðarlega. Benjamín Sigvaldason segir að
Helgi hafi verið einþykkur og sérlegur í öllum háttum, ófélagslyndur
og lagður í einelti af vinnufélögum sínum og spáðu menn illa fyrir
honum. Hann hafi hins vegar notað peningana sem hann vann sér
inn til að afla sér menntunar. Fjórir Bjarnar voru í Tungunámu. Bjarni
Þorsteinsson, kallaður Tungu-Bjarni, Litli-Bjarni, Spila-Bjarni og Ölfus-
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS