Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 67
trébrandurinn því ekki logaði í honum einum sér og þurfti að nota hann
með öðru eldsneyti svo sem hrísi eða trjábrandi. Ástæðan var ef til vill sú
að þeir feðgar verkuðu ekki brandinn rétt.55 Á Skarðsströndinni mun líka
hafa verið gerð fyrsta skipulega tilraunin til námuvinnslu árið 1904 en
gekk ekki sem skyldi. Á nokkrum stöðum, þar sem reynt var að grafa, lágu
surtarbrandslögin í fjöruborðinu en annars staðar lágu þau niður á við
þannig að vandræði urðu með að losna við jarðvatn. Aðstæður voru hins
vegar bestar við Skarðsnámu, surtarbrandslögin eru ofan við sjávarmál
og liggja beint inn, hallaði lítillega á breiddina. Skarðsnáma var rekin á
árunum 1915-17 og gekk vel. Kolin voru m.a. seld til Stykkishólms og
reyndust þokkalega. Svo virðist sem reksturinn hafi borgað sig.56
Námufélag Íslands mun einnig hafa komið að surtarbrandsnámi
á Skarðsströnd. Í bréfi til Stjórnarráðsins frá Tryggva Gunnarssyni,
bankastjóra og einum af forystumönnum félagsins, kemur fram að það reki
námu við Níp á Skarðsströnd og séu göngin þar orðin 100 feta löng.57
Eftir því sem best er vitað sér ekkert til mannvirkja eftir þessa vinnslu.
Stálfjallsnáman58
Þann 31. júlí 1917 sendi Stjórnarráðið fjárlaganefnd Alþingis umsókn
frá Dansk-islandsk Kulmineaktieselskab um einkaleyfi til kolanáms
á Íslandi. Í forystu fyrir þessu fyrirtæki voru þeir Johannes F. Fenger,
Halfdan Hendriksen, forstjóri fyrirtækisins, Emil Hertz, Jón Hjaltalín
Sveinbjørnsson og Carl Zølyner. Hlutafé var 350 þús. kr. og að fullu greitt.
Í umsókn félagsins kemur fram að það hefur lagt í talsverðan kostnað,
um 150 þúsund krónur, vegna rannsókna við Stálfjall við Breiðafjörð.
Hugmyndin sé að byrja á því að rannsaka stærð og þykkt kolalaganna,
hversu traust loft ganganna muni vera og hvort hægt sé að skipa kolunum
út á ströndinni fyrir framan Stálfjall. Félagið vonast til að geta selt kolin til
húshitunar á Íslandi en einnig í gufuskip, svo sem togara.59
Upphaf þessa ævintýris var að í janúar árið 1916 kom Guðmundur
E. J. Guðmundsson kolakaupmaður, sem hafði ýmist viðurnefnið koli
eða bryggjusmiður,60 með um 20 kg af kolum til Ivars Svedbergs
verkfræðings ásamt ljósmynd af Stálfjalli. Hann hafði byrjað athuganir
árið 1914 og fékk ári síðar lán frá ríkissjóði til tilraunavinnslu. Skömmu
síðar náði hann sambandi við áðurnefnda stjórnarmenn í Dansk-islandsk
Kulmineaktieselskab.
Svedberg rannsakaði kolin og taldi þau vera steinkol frá tertíer, vel hæf
til húshitunar. Í skýrslu sinni sagði Svedberg að kolalögin væru nokkuð
þykk með leirlagi yfir, þau hefðu varmagildi upp á 4000 varmaeiningar
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS