Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 72
nokkru norðar svipuð göng um 6 m löng. Guðmundur segist svo hafa
fundið surtarbrandslög niður eftir öllum dalnum. Ekki var þó tími eða
mannafli til að rannsaka nákvæmlega útbreiðslu surtarbrandsins í Syðridal.
Guðmundur lagði áherslu á að þetta væru ekki kol heldur surtar brandur
(lignit) og mjög viðarkenndur. Ekki treysti hann sér til að meta gæði
kolanna en taldi þau þó varla meira en hálfgild á við venjuleg kol. Hann
telur að hægt sé að fá eitt og hálft tonn af surtarbrandi á hvern fermetra.
Þarna sé líka að finna leir sem hugsanlega megi nota með öðru betra
eldsneyti og bætir hann því við að sumir hafi gert það.
Náman, sem búið var að vinna, var 18,5 fermetrar og fengust, að
sögn Ólafs bónda Árnasonar, úr henni 28,8 tonn af surtarbrandi. Því sé
hugsanlegt að ná um 1800 tonnum af kolum úr námunni ef lagið er alls
staðar jafnþykkt og nái um 10 m inn í bergið. Guðmundur leggur þó
áherslu á að þetta sé ágiskun ein. Móbergslagið yfir námunni sé hart og
gott og henti vel sem þak á hana. Hann telur að þegar náman verði komin
í fullan rekstur verði göngin um 2,5 m á hæð og því vel manngeng. Áin
sé það vatnsmikil að hægt sé að virkja hana og raflýsa með henni námuna.
Jafnframt sé svo mikið af efni fyrir framan surtarbrandslagið að þegar því
hafi verið rutt burt ætti að vera kominn prýðilegur stallur fyrir framan
námuna sem ætti að vera hægt að leggja eftir kerrufæran veg þótt um
bratta leið sé að fara.
Nota þurfti sprengiefni til að ná surtarbrandinum veturinn áður og þá
hafi eftirtekjan á mann verið eitt og hálft skippund68 eftir 10 tíma vinnu.
Menn hafi unnið saman 3-4 í félagi og notað meitla, haka, járn, sleggjur
og skóflur.
Guðmundur leggur til að surtarbrandurinn verði kolaður og unninn
eins og viðarkol hafi verið gerð. Þessi hugmynd sé komin frá Eggert
Ólafssyni.
Þótt langt sé að fara til að ná í brandinn taldi Guðmundur það vera
þess virði að taka þarna upp eldsneyti til að bæta úr fyrirsjáanlegum
eldsneytisskorti á Bolungarvík og Ísafirði næsta vetur. Þegar kolin verði
komin upp úr jörðinni muni menn finna aðferðir til að koma þeim til
byggða.
Guðmundur segir að surtarbrand sé að finna víðar á svæðinu kringum
Bolungarvík en lítið sé hægt að segja um heildarmagn hans að svo
stöddu.69
HOLLUR ER HEIMAFENGINN BAGGI 71