Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 73

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 73
Botnsnáma í Súgandafirði Á Botni í Súgandafirði hafði Kristján Torfason, kaupmaður á Flateyri, fengið leyfi til að vinna surtarbrand og hóf verkið fjórum vikum áður en Guðmundur Bárðarson fór í rannsóknarleiðangur sinn. Náman er beint upp af bænum Botni, neðan við háan foss um það bil 140 m yfir sjávarmáli. Náman er neðst í klettabelti sem girðir Hafradalinn að neðan. Rétt fyrir framan námuna er Hafradalslækur.70 Surtabrandslögunum hallar inn undir bergið en hallinn minnkar eftir því sem innar dregur. Náman var, þegar Guðmundur rannsakaði hana, 28 fermetrar og var eftirtekjan á fermetra 3/4 úr tonni. Guðmundur sagði brandinn dekkri og kolalegri en í Gili, en hann molnaði þegar hann kæmi út undir bert loft. Lagið væri 62-75 cm á þykkt. Þrenn göng höfðu verið grafin og voru hver um sig 2 m á breidd en stöplar, 1,5 til 2 m á kant, skildir eftir. Kolalagið fylgdi námugólfinu en leirsteinninn, sem lá ofan á, var sprengdur burtu upp að basaltlaginu þar fyrir ofan til að gera námuna manngenga og var það notað sem þak. Verkstjóri var, þegar Guðmundur Bárðarson fór þar um, Guðmundur Steinn Emilsson stud. art., síðar skólastjóri í Bolungarvík, en hann hafði unnið við silfurnámur í Noregi. Í námunni unnu um þetta leyti fimm menn og tveir unglingar. Meðal þeirra voru bræðurnir Sigurður og Bolli Thoroddsen, synir Skúla alþingismanns, og þrír strákar úr nágrenninu á svipuðu reki sem Sigurður nefnir aðeins með gælunafni. Gummi, Gulli Hólm og Steinn. Sigurður segir hins vegar að verkstjóri hafi verið Guðmundur Kristjánsson búfræðingur úr Dýrafirði. Hann hafi verið sérvitur í meira lagi og sparsamur, notaði tólg út í kaffið og vildi ekki sjóða fiskinn og kartöfl- urnar, sem hann borðaði, í meira en fimm mínútur.71 Tvær vikur hafi tekið að ryðja frá námunni og sprengja skurð svo vatnshalli fengist úr námunni því að surtarbrandslögin vísuðu niður á við. Á þeim tveim vikum sem eiginleg vinnsla hafi staðið náðust upp 20 tonn. Unnið var 10 tíma á dag og 6 kg af sprengiefni höfðu verið notuð og hjálpaði það mjög við verkið. Sigurður fullyrðir að það hafi verið hrein guðsmildi að ekki varð stórslys við sprengingarnar, því að þegar ekki sprakk í holu lét verkstjórinn bora hvellhettuna út með sveifbor. Vinnslan fór þannig fram að fyrst var leirlagið losað burt, eins og áður sagði. Sigurður segir að það hafi verið sprengt, leirinn síðan hreinsaður burt og að því búnu voru surtarbrandslögin sprengd, um 80 cm í einu. Brandurinn var síðan fleygaður upp og ekið út á hjólbörum. Þar hreinsaði Bolli brandinn. Að því búnu var hann settur á hest og fluttur niður að sjó, um 50 kg í einu. Guðmundur Bárðarson taldi mögulegt að leggja 72 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.