Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 89
Greinilegt er að þessi skipting byggir að miklu leyti á aðferðum Olafs
Ryghs. Ritgerð Finns skiptist í kafla eftir flokkuninni og þannig fjallar
hann um flestöll bæjanöfn á Íslandi. Örnefnaskýringar eru því ekki
megin inntak verksins, þar skipa flokkun og upptalning stærstan sess.
Skýr ingarnar koma svo líkt og viðhengi aftan við hvern flokk og eru
sumar fáorðar, jafnvel ekki nema ein setning. Skýringar Finns má flokka
gróflega í þrennt:
a) Skýringar orðsifjalegs eðlis, þ.e. þegar höfundur útskýrir gömul orð
sem varðveist hafa í örnefnum en fáir vita hvað merkja t.d. að -tún
merki upphaflega ’girðingu‘ eða ’afgirt svæði‘.8
b) Skýringar á nöfnum þar sem orðhlutar hafa flust úr eintölu yfir í
fleirtölu eða breyst lítillega vegna úrfellingar eða latmælis. Dæmi:
Ábær >Árbær9, Einiholt > Einholt10.
c) Skýringar nafna sem Finnur telur að hafi afbakast töluvert mikið.
Dæmi: Tundrastaðir > Tindriðastaðir. Tundri telur Finnur að hafi
verið viðurnefni.11
Líklega dylst engum eftir dálítinn lestur að höfundur er mjög gjarn á
að lesa mannsnöfn eða viðurnefni út úr fyrri liðum samsettra bæjanafna
– ekki síst þeirra sem heita -staðir. Það kemur kannski ekki á óvart,
enda virðist hann gefa sér fyrirfram að fyrri liðurinn sé „nær því ætíð
mannsnafn“.12 Í lok kafla um -staði birtir hann langan lista yfir sjald-
gæf nöfn og viðurnefni og nöfn sem annars koma hvergi fyrir. Meðal
þeirra má nefna Böðmóður, Eldgrímur, Kleppur og Tannur og viður-
nefnin dratthali, lambableikur og snældubeinn.13 Fremur gagnsæ bæja-
nöfn af öðru tagi, sem virðist liggja beinna við að skýra með öðru en
mannsnöfnum, vefjast ekki heldur fyrir Finni. Þannig telur hann að
bæjarnafnið Loftsalir sé dregið af mannsnafninu Loftur14, Galtagerði af
Galta15 og bæði Baugasel og Skaufasel taki nöfn sín frá mönnum16. Sá
möguleiki að þau tengist á einhvern hátt náttúru eða skepnum er ekki
nefndur, t.d. að vindasamt sé á Loftsölum og geltir hafi verið hafðir á
Galtagerði.
Af öllum köflunum í ritgerð Finns er sá langlengsti um staðanöfn, þ.e.
nöfn bæja sem enda á -staðir, og þar eru örnefnaskýringarnar jafnframt
fyrirferðamestar. Mikið er um fyrri liði sem Finnur telur nauðsynlegt að
skýra og sjást hér fáein dæmi:
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS