Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 91
færa meint aflöguð bæjaheiti til upprunalegs horfs, m.ö.o. var mál hreins- unarstefna þar lögð til grundvallar. Guðmundur lagði hart að Hannesi að hann tæki verkið að sér, enda var hann sjálfur heilsuveill. Hannes féllst loks á það, með semingi þó, enda ætlaði hann sér ekki að hlaupa í kapp við aðra menn sem jafnfærir voru eða jafnvel betur til starfans fallnir, eftir því sem hann sjálfur segir.23 Virðist hann því búinn undir aðfinnslur Finns, enda ekki langt um liðið frá því að ritgerð hans birtist. Þeir Guðmundur og Hannes lögðu mikla vinnu í verkið sem hófst sumarið 1920. Guðmundur var þá sjúklingur á Landakotsspítala en Hannes fór reglulega til fundar við hann. Að sögn Hannesar var áhugi hans á rannsókninni svo einlægur og lifandi að hann tók að hressast við hvern fund þeirra og var nær albata þegar handritið var loks frágengið. Gamanið tók hinsvegar að kárna þegar Fasteignabókin kom loks út. Sumum bæjanöfnum hafði verið breytt til samræmis við tillögur þeirra en alls ekki öllum. Hvergi voru birtar skýringar eða röksemdafærslur að baki breytingunum og þess ekki getið að þeir hefðu unnið mikla rannsóknarvinnu fyrir útgáfuna. Þetta var mikið áfall og Guðmundur lagðist banaleguna skömmu eftir að Fasteignabókin var fullprentuð. Hannes var ekki reiðubúinn að láta málið niður falla heldur ritaði grein um rannsóknirnar og fékk hana birta í Árbók fornleifafélagsins. Greinin er byggð upp á nokkuð ólíkan hátt en ritsmíð Finns þótt umfjöllunarefni séu um margt lík. Finnur raðar bæjunum upp eftir hreppum og skipa örnefnaskýringarnar sjálfar stærstan sess, enda var það upphaflegt markmið rannsóknarinnar að færa afbökuð bæjanöfn til betri vegar. Hér verður ekki farið nákvæmlega í einstök atriði í ritgerð Hannesar, enda fjallaði hann um mörg bæjanöfn sem Finnur hafði áður tekið til athugunar og komst oftar en ekki að svipuðum niðurstöðum og hann. Finnur sá ástæðu til að gera athugasemd við þetta og ritaði grein í Árbókina árið eftir. Þar gagnrýndi hann Hannes fyrir að birta kenningar, afar líkar sínum án þess þó að vitna í sig. Einnig setti hann út á ýmislegt misræmi í tillögum hans, t.d. að hann vilji leiðrétta myndir eins og Skaptholt og Skálholt og segja Skaptaholt og Skálaholt en hins vegar leyfa orðmyndum eins og Reykjavík og Einholti að standa óbreyttum þrátt fyrir að þar hafi orðið sambærilegar úrfellingar. Þegar um slíkt var að ræða aðhylltist Finnur sjálfur að sú ein myndin væri rétt sem höfð væri í hverri sveit. Síðast en ekki síst atyrti hann Hannes fyrir málfræðibrest og taldi hann ekki nógu vel að sér í málfræðireglum til að vera færan um að fjalla um örnefnaskýringar. 24 Hannes svaraði um hæl í sömu Árbók og fór mikinn. Gagnrýni hans 90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.