Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 103
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Skotlandi, Íslandi og Englandi. Verkefnið hefur notið styrkja frá ýmsum aðilum, þar á meðal Rannís, Bandarísku vísindastofnuninni (National Science Foundation, NSF) og Norður landaráði (svonefndir NOS-H styrkir). Þessir styrkir hafa gert það kleift að halda úti rannsóknarverkefni með mörgum starfsmönnum á hverju ári og einnig hefur verið rekinn þar skóli fyrir stúdenta í íslenskri fornleifafræði. Uppgröfturinn varð viðameiri með árunum. Litlir könnunarskurðir voru gerðir 1995 og 2002 var búið að taka ofan af öllum víkingaaldarrústunum. Bæði var stóra rústin, sem fyrst var rannsökuð 1908, opnuð og einnig fundust rústir fjögurra húsa sem ekki hafði verið vitað um. Í þessari grein er í fyrsta skipti gefið stutt heildaryfirlit um þær fornleifarannsóknir sem fram fóru á Hofstöðum milli 1992 og 2002. Hér verður aðeins fjallað um byggingar en ekki fundna gripi. Nokkrar greinar hafa áður birst um tiltekin afmörkuð viðfangsefni en þær voru allar skrifaðar meðan rannsóknin stóð enn yfir.3 Enn er verið að vinna að úrvinnslu og greiningu ýmissa gagna. Því verður að líta á þetta yfirlit sem bráðabirgðafrásögn. Ýmis smáatriði og ýmislegt í túlkun minjanna kann að breytast áður en lokið er við að fara yfir gögnin. Í undirbúningi er að gefa út bók um uppgröftinn og verður að vísast til hennar um endanlegar niðurstöður. Minjastaðurinn Bærinn Hofstaðir er í Mývatnssveit. Rústin forna er um 100 m austur af íbúðarhúsi því er nú stendur en norðaustur af þeim stað þar sem bærinn var á miðöldum. Á síðarnefnda staðnum eru einnig hafnar fornleifarannsóknir (á bænhúsi og kirkjugarði). Ekki er ljóst af hverju bæjarstæðið var flutt og þangað til fram hafa farið frekari rannsóknir á bæjarhólnum er ekki hægt að vita hvort hugsanlega var hlé á búsetu á þessum stað eða hvort bærinn var bara fluttur til. Nýlegar kolefnis- g reiningar úr bænhústóftinni benda til hins síðara. Stærð víkinga- aldarbyggðarinnar, einkum skálans, er vissulega óvenjuleg og verið getur að félagsleg eða pólitísk skipan í dalnum eða héraðinu kunni að hafa tekið meiri háttar breytingum á 12. öld sem hafði áhrif á það hvernig Hofstöðum vegnaði. Á bæjarstæðinu er langhús eða skáli, um 36 m langur (að innanmáli) með torfveggi sem standa í allt að eins metra hæð. Í honum eru margar stoðarholur og stoðarsteinar sem sýna hvar timburgrindin sem bar uppi bygginguna hefur verið. Skálanum hefur verið skipt í nokkur herbergi. Í honum eru tvö eldstæði nærri miðju og nálægt báðum endum er gangur um þveran skála. Gólfið hafði sums
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.