Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 109

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 109
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hið syðra var síðar endurbyggt en þá var hið nyrðra farið úr notkun. Beggja vegna við gólfflötinn sjálfan voru allmargar mjóar dældir eða skorur og virðist eins og norðanverður miðhluti skála hafi verið hólfaður niður. Ef til vill voru það rúmstæði eða lokrekkjur sem þannig voru afmörkuð. Steinaraðir sem sveigðu eins og veggirnir lágu meðfram þeim eftir skálanum mestöllum og er líklegt að þeir séu undirstöður timburþils sem skilið hefur að setin og torfvegginn. Milli þils og veggja var mjótt bil, skot. Jarðhýsið (hús G) Niðurgrafna húsið eða jarðhýsið G var fremur einfalt að gerð. Þar hafði verið grafin djúp hola, næstum ferhyrnd, u.þ.b. 5 m að lengd, 3,4 m að breidd og u.þ.b. 1,5 m að dýpt. Umhverfis hana allt í kring var veggur úr torfi og uppmokstri og fylgdi hann holubörmunum. Hliðveggur þessi hefur líklega aldrei verið mjög hár, ef til vill ekki meira en 1 metri, og framhald af þakinu, sem hefur verið úr torfi sem hvíldi á röftum og hrísi eða timbursúð. Mestallt þakið hefur fallið inn í jarðhýsið eftir að það var yfirgefið. Þakið hefur verið borið uppi af fjölda stoða inni í holunni, meðfram hliðum hennar. Alls komu þar í ljós tuttugu og þrjár stoðarholur eða dældir undan stoðarsteinum, meira og minna með reglulegu millibili meðfram öllum hliðum nema á vesturhlið þar sem aðeins voru tvær holur. Einkennilegt er að svo fáar stoðarholur skuli vera að vestan en það kann að vera vegna þess að þar hafi verið inngangur í húsið og op til að hleypa inn ljósi og lofti. Í norðvesturhorni var eldstæði sem grjótið hafði verið fjarlægt úr að mestu. Þurft hefur op til að hleypa reyknum út en í suðvesturhorninu er ekki jafnmikil öskudreif eins og er í húsinu miðju og umhverfis eldstæðið. Þetta gæti bent til að í norðvesturhorninu hafi gólfið verið hulið, ef til vill hefur þar verið stigi eða þrep til að ganga niður í húsið og upp úr því. Einnig er eftir öllum eystri þriðjungi gólfsins skák þar sem öskuborna gólfið vantar og þar gæti einnig hafa verið einhver innrétting, eins og t.d. bekkir til að sofa á. Verið getur að veggirnir hafi verið þiljaðir að innan. Hliðar niðurgraftarins eru reyndar ákaflega beinar, einkum neðst, og af því að jarðvegurinn er mjög laus í sér og auðveldlega hrynur úr bökkum, er líklegt að full þörf hafi verið að styrkja veggina á einhvern hátt. Vísbendingar um notkun hússins eru einkum gripir úr gólflögum og umhverfis eldstæðið skaddaða. Nær allir hlutirnir sem fundust í eða á gólfinu í þessu húsi voru kljásteinar, flestir voru þeir í þyrpingu í norðurenda hússins. Næsta víst er að þeir eru til marks um að þar hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.