Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 114
VÍKINGAALDARBYGGÐIN Á HOFSTÖÐUM Í MÝVATNSSVEIT 113
milli með mold, þeir stóðu í 0,8-1 m hæð og voru 1,2 m að þykkt.
Veggirnir höfðu sigið nokkuð inn á við, einkum að austanverðu, og
skýrir það hve stoðarholurnar sýnast vera nálægt þeim vegg, samanborið
við vesturhlið, en að vestanverðu er veggurinn einnig að nokkru skertur
af uppgrefti Daniels Bruuns og fyrir vikið virðist húsið ósamhverfara.
Suðurveggur hússins er nokkru óreglulegri en hinir og hefur fallið meira
inn og farið verr en veggirnir annars staðar. Við austurvegg fundust leifar
af fúnuðu timbri milli gólfs og torfveggjar í mjórri rennu milli tveggja
stoðarhola og benda þær til þess að húsið hafi verið þiljað innan.
Tvennar dyr voru á húsinu, báðar í beinni línu við syðri dyr á skála,
þannig að gengt var um þvert húsið frá skálanum og út undir bert loft.
A.m.k. einn veggur var sameiginlegur (að norðan, D1). Milli dyranna
tveggja á húsinu D var renna með flötum hellum yfir. Inni í húsinu
voru merki um eldstæði, sem grjótið hafði verið fjarlægt úr, rétt við
vesturvegginn nálægt dyrum. Það voru þrjár skorur eða för í gólfið sem
mynduðu opinn ferhyrning, svipað og var í jarðhýsinu G. Gólfin voru
nokkuð óheil, aðallega af síðara raski, og svo var að sjá að húsið hefði
verið notað til að geyma hey.
9. mynd. Hús D, við vesturhlið skála, frá suðri.