Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 123
þurfa alls ekki að hafa einfalt innihald, þvert á móti. Einfaldleikinn gat
verið eftirsóknarverður í sjálfu sér til að ná fram ákveðnum áhrifum sem
þóttu nauðsynleg. „Saga mannkyns hefur ævinlega verið saga þess hvernig
mennirnir fálma út í tómið eftir merkingu, tilgangi.“7 Hluti af þessari
viðleitni eru táknin, sem voru einskonar verkfæri í raunveruleikanum til
að skilja hið óraunverulega eða yfirnáttúrulega.
Á safni í Kænugarði er hljóðfæri sem talið er eitt hið elsta í heiminum
og mun það vera ásláttarhljóðfæri úr herðablaði eða mjaðmarspaða
mammúts. Er gripurinn frá eldri steinöld, en mammútar hurfu af
sjónarsviðinu fyrir um 5000-8000 árum. Á herðablaðið hafa ýmis
geómetrísk mynstur verið krotuð, ef til vill til að breyta herðablaðinu
í eitthvað annað og meira, kannski í hljóðfæri sem bera skyldi boð til
manna og guða. Þannig var þetta náttúrulega bein risaskepnunnar gert að
samskiptatæki, bæði á milli manna og á milli tveggja heima og skilaboðin
voru tónar eða hljóð, sem hafa borið merkingu alveg eins og geometrískar
myndir geta verið tákn um eitthvert náttúrulegt fyrirbæri.
Lengi var álitið að engar myndir hefðu varðveist á Norðurlöndum frá
nýsteinöld (8000-1500 f.Kr.), nema á leirkerum.8 Sérstaklega var tekið
eftir því að engar myndir voru krotaðar á steina stórsteinagrafanna, eins
og þekkt er annarsstaðar á samskonar gröfum, svo sem í Portúgal og á
Írlandi. Árið 1981 fannst hinsvegar í fyrsta skipti dæmi um hið gagnstæða,
122 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Teikning af örvaroddum og plötu
úr skífer. Efst er skíferplata frá Rå-inget
I með ristri mynd af elg á einni hliðinni
og mannveru á hinni (2000 – 800 F.
kr. T. v. er mynd af örvaroddi frá mynni
Ångermanälven í norður Svíþjóð (ca. 2000
F. kr.). Á oddinum eru myndir af mannveru
(t.h.) á einum fletinum og elgi (t. v.) á
hinum. Á örvaroddinum t. h. er mynd af
mannveru t. h. og óskiljanleg tákn á hinni
(steinöld). Úr Baudou 1995:89.