Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 128
spaðinn talinn vera frá byrjun 12. aldar.26 Textinn hljóðar svo: „Páll lét
[gera] mig, Ingjaldur gerði.“ Slíkir textar sem tilgreina eiganda hlutarins
og höfund, eru vel þekktir í nágrannalöndum okkar.
Sumt krot er afar leyndardómsfullt og hefur eflaust verið fáum ætlað.
Dæmi um slíkt gætu rúnaáletranir á hauskúpu manns frá 8. öld verið, en á
hana er 61 rún letruð. Ekki er hægt að lesa þær nærri allar, en þó kemur
nafn Óðins þar fyrir.27
Ég mun nefna fleira krot hér á eftir, en þá einskorða mig við myndir á
lausum gripum.
Stílar hér og stílar þar
Útlönd
Bent hefur verið á að stílar í myndlist eða skreytilist kunni að dreifast
öðruvísi en aðrir menningarþættir og að norræni dýrastíllinn gæti hafa
tengst yfirstéttinni. Sú stétt hafði góð sambönd yfir víðfemt svæði og átti
því möguleika á að kynnast ýmsum stílum betur en aðrir þjóðfélagshópar.
Stílar gátu jafnvel dreifst auðveldar en aðrir menningarþættir á milli ólíkra
menn ingar heima.28 Í mikilli andstöðu við þetta er álit Lise G. Bertelsen,
en hún segir:
Stílar þeir sem tíðkuðust á síðari hluta víkingaaldar voru ekki
einungis sameiginlegir öllum Norðurlöndunum, þeir voru einnig
sameiginlegir öllum þjóðfélagsstéttum frjálsra manna, og skópu
sjálfsmynd víkingaaldarmanna ásamt tungu, skáldskap og trúar-
brögðum.29
Ég er þessari staðhæfingu algerlega ósammála og tel hana vera frekar
rómantíska í eðli sínu og ganga um of út frá því að á Norðurlöndum
hafi verið einsleit samfélög manna með sömu hugmyndir um lífið og
tilveruna.
Vegna þess hve fólk á Norðurlöndum var aðlagað því umhverfi sem
það lifði í, tók það ekki við hvaða hugmyndum sem var ef þær sam-
rýmdust ekki þeim menningarheimi, sem það var sprottið úr. Einnig
gátu hugmyndafræðilegar eða trúarlegar hindranir komið í veg fyrir að
tiltekinn stíll næði fótfestu á ákveðnum stað eða svæði. Líklegt er að á
jafnstóru svæði og Norðurlönd eru, með jafn ólíkt náttúrufar, hafi sum
þjóðarbrot eða þjóðflokkar jafnvel ekki notað norræna dýrastílinn í
skreytilist sinni. Einnig er hægt að ætla að vissir stílar hafi tengst vissum
stéttum í samfélaginu og að yfirstéttin hafi ekki verið sérstök hvað það
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 127