Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Side 129
varðar. Er jafnvel líklegt
að margir stílar hafi verið
notaðir samtímis af sama
fólkinu eða sömu stétt.
Notkun stíla hjá stéttum
eða þjóðarbrotum gat hafa
verið háð til efninu eða
þeim efnum sem fólkið
hafði yfir að ráða eða ætlaði
að skreyta hverju sinni.
Tilefnið gat verið opinbert,
persónulegt eða jafnvel
heimulegt.
Dæmi um slíka notkun á tveimur stílum á sama gripnum, annar opin-
ber en hinn óopinber eða persónulegur, er norsk næla („relieff spenne“)
frá Nordheim í Vestfold. Er hún talin vera frá þjóð flutningatíma, 400-
600 e. Kr. og fannst í kumli.30 Á þeirri hliðinni, sem snýr fram og var
öllum sýnileg, er mikið skrautverk í svonefndum stíl I (opinber stíll?), en
á bakhliðinni, sem ekki var sýnileg, eru myndir af hundi eða úlfi og hesti
ristar með oddhvössu áhaldi (óopinber eða persónulegur stíll).
Annað dæmi um skreytingu af þessu tagi er á tungulaga nælu frá Viborg
í Danmörku. Á fram hliðinni er norrænt plöntu skreyti eða blöðku verk, en
á bakhliðinni er rúna letur og stendur þar LUKISLIUA. Nælan er frá 10.
öld.31 Hvað rún irnar þýða veit enginn, en kannski átti eigandinn einn
að vita það. Svipuð
er tungulaga næla frá
Wiskiauten í Prússlandi
(Póllandi), sem er með
norrænu plöntuskreyti
á framhliðinni, en krot
af allt öðrum toga á
bakhliðinni, en þar
er pálmetta. Nælan
er einnig frá 10. öld
og fannst hún í haugi
norræns landnema.
Á nælu frá Gumbalde
á Gotlandi (8.-9. öld)
eru tveir stílar, sem
128 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Skreyti á fram- og bakhlið tungulaga nælunnar
frá Wiskiauten í Póllandi. Á neðri myndinni sést
pálmettan á bakhlið nælunnar. Úr Nerman 1942:105.
6. mynd. Mynd krotuð á bakhlið krosslaga
nælu frá Nordheim í Vestfold. Á bakhliðinni
eru krotaðar myndir af dýrum, úlfi og hesti?
Skreytið á framhliðinni er í stíl I, 400-600 e. Kr.
Þjóðflutningatími. Úr Johansen 1979:32-33.