Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 131
myndheimi á framfæri í annars
konunglegu skipi. Tvenns konar
veruleiki sést á fjölinni, annar
snéri upp og var sýnilegur og
opinber, en hinn snéri niður
og var ósýnilegur, óopinber og
persónu legur. Í þessu sambandi
er vert að minnast aftur á
norsku stafkirkjurnar og krotið
í þeim.
Algengt er að grafa innan á
fingurhringi og þekkjum við
slíkt úr nútímanum þar sem
nöfn maka eru gjarnan grafin.
Á fingurhring frá Revninge
á Fjóni er rúnatexti, sem
ristur er inn í hringinn. Á hringnum er eðalsteinn og umhverfis hann
er öðruvísi letur, persneskur texti, sem bendir til þess að hringurinn sé
upprunalega frá Persíu. Rúnatextinn hljóðar „arota aglagala laga“. Ekki er
hægt að þýða þennan texta að fullu. Innihaldið er þó trúlega, Kristur, þú
ert sterkur að eilífu.34 Þessi miðaldahringur hefur verndað eiganda sinn
m. a. frá hörmungum ýmiss konar og skorti. Rúnir af þessu tagi eru mjög
algengar um Norðurlönd.
Þekkt eru hálsmen frá Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi, sem á
eru einhverjar töfraþulur, eiganda sínum til styrktar í lífsbaráttunni. Frá
Hólmgarði (Novgorod) eru tvö slík hálsmen þekkt og á þeim hefur senni-
lega staðið „Manndómsstyrkur þinn skal ekki verða frá þér tekinn“.35
Á kljásteini einum frá Grænlandi, sem fannst í hlöðu í Brattahlíð, þar
sem Eiríkur rauði er sagður hafa búið, er krotuð mynd af þórshamri.36
Kljásteinninn er talinn frá tímabilinu á mörkum heiðinnar og kristinnar
trúar á 11. öld.
Benda má á nokkrar myndir af skipum á ýmsum gripum, svo sem
mynd af manni á skipi sem hefur verið krotuð á brýni frá víkinga-
aldarverslunarstaðnum Löddeköpinge í Suður-Svíþjóð,37 og aðra mynd af
skipi á leirklíningi38 frá Seine-et-Marne í Frakklandi. Sú síðarnefnda er
frá 10. öld.39 Skipamyndir eða myndir af stefnum skipa, eru afar algengar
og finnast nánast allstaðar þar sem norrænir menn fóru um, svo sem í
Jarlshof, Heiðabæ, Björgvin, Borgundarhólmi og Helsingjaeyri.40
Skip eru bæði mikilvæg tákn í heiðni og kristni, sbr. bergristur í
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Kljásteinninn frá Brattahlíð. 11. öld.
Úr Batey 1994:175.