Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 134
Ísland
Talsvert er til af gripum hér á
landi með myndum í stíl, sem
ég nefni almennan alþýðustíl,
á bakhliðum gripa. Hér á eftir
verður sagt frá nokkrum þeirra
sem mér þykja skipta máli í þessu
sambandi. Slík um fjöllun getur
aldrei orðið tæmandi því til þess
að svo verði þarf að skoða alla
gripi sérstaklega og leita, en slíkt
hefur ekki verið gert.
Á hringnælubroti, sem fannst
í silfursjóði frá Sandmúla (Þjms
5834) í Króksdal upp af Bárðar dal
í Suður-Þingeyjarsýslu, er mynd
krotuð á bakhliðina. Á framhlið
nælunnar er mynd af allt öðru
sauða húsi sem er jurta- og hringaskraut í írskum anda. Sjóðurinn fannst
árið 1908 og var 304 gr að þyngd.44
Myndin á bakhliðinni er af dýri sem reigir sig og beygir um sjálft sig
og totur sínar. Telja þeir Kristján Eldjárn (1956:315) og Håkon Shetelig
(1939:15, IV. myndblað) að skrautið sé í hreinum Jalangursstíl. Þetta krot
er ekki gert með sama verkfæri og myndin á framhliðinni og gæti verið
dæmi um að kunnáttumaður hafi verið fenginn síðar til að skreyta bakhlið
nælunnar fyrir eiganda sinn. Myndin er vissulega ekki í almennum
alþýðustíl en er gott dæmi um óopinberar myndir á bakhliðum gripa.
Iðulega var þess gætt að blanda ekki stílum saman eins og fram hefur
komið hér að framan, sbr. næluna frá Nordheim. Sérstakt við þessa stíla á
Sandmúlanælunni er að norræni stíllinn er krotaður yfir hið upprunalega
mynstur á sama myndfleti, nokkuð sem hlýtur að teljast sjaldgæft. Írskur
gripur fær norræna ímynd þegar hann kemst í eigu norræns manns?45
Á fyrsta sumri fornleifarannsókna Kristjáns Eldjárns í Papey árin 1967-
1981 fannst gripur úr rauðum sandsteini, sem kallaður hefur verið sökku-
myndaður hlutur. Vafi leikur á því hvort hluturinn sé sakka eða ekki.46
Á bakhlið gripsins er krotuð mynd af dýri sem reigir höfuð sitt aftur á
bak. Fyrir ofan það er óhlutrænt skrautverk, sem nær niður fyrir dýrið
og undir það. Ekki vil ég ganga svo langt að telja að um orm sé að ræða,
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 133
15. mynd. Teikning af myndinni á bakhlið
Sandmúla-nælunnar. Öðru skrautverki er
sleppt. Teikn. B. F. E.