Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 135
heldur er hér frekar
pálmettan góða enn á
ferðinni. Á efri hliðinni
eru deplar eða punktar,
bæði langs um og
þversum, sem mynda
krosslaga mynstur (sjá
mynd 17).
Stærð gripsins var
8,5 sm á lengd, 2,8 sm á
breidd um miðju og 1,2
sm á þykkt. Var hann
úr mjög þéttum og
fínkornóttum rauðum
leirsteini.47
Um skreyti gripsins
og skyldra hluta segir
Kristján á þennan snjalla
og myndræna hátt:
Þetta eru allt augnabliksins börn. Slíku má líkja við stöku sem
hagmæltur maður varpar fram. Ekki hvarflar að honum að hann sé
að skapa listaverk. En stökuna getur hann þó ekki ort nema hann
kunni rímreglurnar, og helst að hann hafi þær í blóðinu. Hið sama
hafa þessir rissarar einnig kunnað á sínu sviði, myndlistinni.48
Gripurinn fannst í húsi sem kallað var Goðatættur I og var fjós og
íveruhús undir einu þaki. Húsið er C-14 aldursgreint til 890-1270 e. Kr.
Kristján Eldjárn aldursgreinir gripinn til 10. aldar og telur skrautverkið
vera í Jalangurs- eða Mammenstíl.49 Hann telur að gripurinn hafi vísast
aldrei verið sakka, heldur stingur hann upp á því að hann sé eftirlíking
af raunverulegri sökku.50 Þegar Kristján skrifaði sína grein var engin slík
sakka þekkt á Íslandi, sem hann gat vísað til. Nú hafa hins vegar tveir slíkir
gripir fundist, annar í Aðalstræti 12 og hinn í Hólmi í Nesjum, Austur-
Skaftafellssýslu (sjá neðanmálsgrein 51).
Árið 1937 fannst eitt ríkmannlegasta kuml landsins á Kaldárhöfða í
Grímsneshreppi, Árnessýslu. Þar höfðu tveir einstaklingar verið heygðir
með báti og tæplega 30 gripum af ýmsum gerðum, þ. á. m. sverði, tveimur
öxum, tveimur spjótum, sex örvaroddum, skjaldarbólu, beltissprota úr
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
16. mynd. Gripurinn frá Goðatóttum I. Úr Kristjáni
Eldjárn 1989:136. Teikning Stefán Ö. Stefánsson.