Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 136
bronsi og blýsökku51 með einföldu skrautverki.52
Árið 1939 fannst við fornleifarannsóknir að Ísleifstöðum í Borgarfirði
(Þjms. 1962:49) skífa úr sandsteini og var óræð mynd (hugsanlega rostungs-
haus) krotuð á aðra hliðina (bakhliðina?).
Skífan fannst í yngstu bæjarrústunum og ætla ég að tímasetning þeirra
skuli sett við upphaf 11. aldar og ekki seinna. Skífan gæti hafa verið tafla
úr einhverskonar spili. Hún er fullstór til að vera úr kotru og ef rétt er að
kotra hafi ekki borist til Norðurlanda fyrr en í byrjun 11. aldar er hún of
gömul. En ef til vill er þessi tímasetning kotru ekki rétt. Vera má að taflan
sé einhverskonar verndargripur. Í safnaukaskrá eru gefin örlítið stærri mál
en hjá Stenberger, eða 5,5 sm í þvermál og 1,8 sm á þykkt.
Aðeins hefur verið minnst áður á rostungsmyndina, en aldrei hefur
verið gerð grein fyrir hinni myndinni eða krotinu. Sú mynd er óskiljan-
legt krot, sem getur hafa haft einhverja skýringu, sem við fáum seint botn
í. Einnig gæti það verið búmerki.
Árið 1956 fannst að Sökku í Svarfaðardal gripur sem minnir mjög á
steininn frá Ísleifsstöðum, og nokkrar íslenskar kotrutöflur sem fjallað
verður um hér á eftir. Í bréfi frá gefanda, Gunnlaugi Gíslasyni á Sökku,
stendur:
Grafið fyrir húsum á Sökku, fannst alldjúpt niðri, á annan meter.
Húsið byggt á gamla bæjarstæði, heldur framar. Líklega undir
hlaðinu. Alls konar mannaminjar, sérstakl. grjót járnarusl ofl. ofl.
Teikning af gripnum prýðir kápu Árbókar Hins íslenzka fornleifafélags
1969 og er honum lýst á eftir farandi hátt:
Krotuð mynd af ljóni og tré á bak við. Er öðru megin á kringlu
úr rauðu móbergi, sem fannst á Sökku í Svarfaðardal í febrúar
1956, er grafið var fyrir nýju íbúðarhúsi á gamla bæjarstæðinu.
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 135
17. mynd. Gripurinn (kotrutaflan)
frá Sökku í Svarfaðardal. Myndin
af dýrinu er úr Árbók 1970.
Teikn ingin gæti verið eftir Kristján
Eldjárn. Geislamunstrið eða
hringirnir t. v. eru teiknaðir af
höfundi. Mælikvarði er ca. 1:1.