Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 140
Kotrutafla úr tálgusteini, ljósgráum, þverm. 3,2, þ. 0,7 sm. Nálægt
miðju er hola að ofan og þrír sammiðja hringir dregnir um. Forn-
leg, „fannst 2½ al. niðrí Stafholtskirkjugarði“ (S.J.). Sbr. nr. 2606
og 5434. 63
Við þessa lýsingu má kannski bæta að hringirnir eru ekki alveg á miðju
flatarins, en virðast örugglega gerðir með sirkli. Í lýsinguna vantar hins
vegar að á bakhliðinni er krotuð mynd eða tákn. Ekki get ég séð af
hverju myndin eða táknið er, en ég get mér þess til að annaðhvort sé
um einhverskonar fanga- eða búmark að ræða, eða hið alsjáandi auga
nema hvorttveggja sé. Hringirnir á efri hliðinni eru af þeirri gerð sem
tíðkuðust á kotrutöflum frá síðari tímum og sjá má á mörgum töflum úr
tré í söfnum landsins. Bendir það til þess að hún sé allnokkuð yngri en
kotrutöflurnar sem fjallað hefur verið um hér að ofan.
Myndefnið
Myndbygging, þar sem dýr (yfirleitt ljón í kristnum sið, tákn styrkleika,
krafts og konungstignar; tákn upprisunnar og tákn Krists; einnig tákn
Markúsar guðspjallarmanns) virðast vera meginmyndefnið á miðju
myndflatarins, með óhlutrænu skrautverki fyrir ofan hrygginn, er þekkt
á fleiri gripum, erlendum og íslenskum frá ýmsum tímum. Má benda á
þá erlendu gripi suma hverja sem nefndir hafa verið hér að framan. Af
íslenskum gripum má nefna, auk gripanna frá Sökku, Viðey og Papey, tvo
skápa frá 17. öld (Þjms. 6138 og Aðfangabók Þjms 24/1 1991). Sýna þeir
vel hve lengi þetta myndform eða myndbygging var við lýði. Skáparnir
eru eftir sama útskurðarmeistarann og á hurðum beggja eru myndir efst
og neðst af ljóni með jurtaskreyti fyrir ofan. Var annar skápurinn í eigu
Daníels Bruuns höfuðsmanns, eins af frumherjum íslenskrar fornleifafræði.
Önnur dæmi eru á Valþjófsstaðahurðinni, sem er frá því um 1200,
krosssaumsábreiðu frá 17. öld (Þjms. 800)64, rekkjurefli frá 17. eða 18. öld
(Þjms. 337) og öðrum vefnaði.
Í þessu sambandi má benda á mynd á patínu úr silfri frá Reynivöllum,
sem talin er vera frá fyrri hluta 14. aldar (Þjms. 7161). Þar er mynd
(opinber) af guðslambi með kross fyrir ofan.
Á bronsnælu í rómönskum stíl (Þjms. 5998), er fannst við eyðibýlið
Reyðarvatn árið 1910, er hjörtur (eða guðslamb?) og stafur með krossi
fyrir ofan.65 Ætla ég næluna ekki yngri en frá 12. öld.
EKKI ER ALLT SEM SÝNIST 139