Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 153
Hér á eftir verður fjallað um núverandi vitneskju okkar um kumlin út
frá áþreifanlegum eiginleikum grafanna og einnig út frá notkun kyngervis
sem breytu þegar litið er á atriði eins og greftrunarsiði, þjóð félagsstöðu og
verkaskiptingu. Reynt verður að leggja áherslu á hve mikilvægt það sé að
hafa kyngervisbreytuna í huga í öllum fornleifa rannsóknum og leggja af
þann vana að hugsa eingöngu um karla og konur. Það er nauðsynlegt að
hafa kyngervi í huga við alla túlkun í fornleifafræði til að skilja samfélagið
sem heild en það er þó sérstaklega mikilvægt við greiningu útfararsiða og
staðfræði.
Íslensk kuml
Þekktar forkristnar grafir á Íslandi eru yfirleitt taldar frá tímabilinu frá
landnámi (venjulega miðað við 874 e. Kr.) og fram til þess að kristni var
formlega lögtekin árið 1000 eða þar um bil. Þótt þægilegt geti verið að
geta afmarkað forkristnu grafirnar við þetta stutta tímabil, er óraunhæft
að búast við mjög skörpum skilum. Greftrunarsiðir, venjur og trúarbrögð
fylgja ekki endilega sömu skiptingum og sagnfræðileg tímabil. Vel má
búast við því að þeim greftrunarsiðum sem tíðkuðust fyrir kristnitöku
hafi verið haldið áfram eitthvað fram yfir hana og eins er líklegt að
kristnar greftranir þekkist fyrir 1000. Forkristnu grafirnar bera sérstök
einkenni. Meðal annars eru þær ekki í kristnum kirkjugarði, þær geta
snúið öðru vísi en austur-vestur, fleiri en einn einstaklingur geta legið í
sömu gröf í haugfé hefur verið lagt með hinum látnu og dýrabein finnast
í kumlunum. Undantekningar frá þessum einkennum koma vissulega fyrir
en þetta er gerðfræðileg lýsing grafa frá því fyrir kristni (kumla). Einnig
má hafa stuðning af raunvísindalegum aðferðum við aldursgreiningu
landnámsins, þegar kolefnisgreiningar eða AMS-greiningar beinagrinda
gefa ártöl sem falla innan þess tímabil sem hér um ræðir. Það efni sem
fjallað er um hér hefur þó ekki verið allt tímasett með slíkum aðferðum.4
Þessi þáttur rannsóknarinnar beinist einkum að staðsetningu kumla og
greiningu beinagrinda þar sem hún er fyrir hendi.
Ýmsir fræðimenn hafa tekið þátt í að skrá, grafa upp og rannsaka
íslensku kumlin. Doktorsritgerð Kristjáns Eldjárns, Kuml og haugfé, sem
út kom 1956, var fyrsta heildaryfirlitið yfir þekktar grafir frá því fyrir
kristni á Íslandi. Kuml þessi höfðu ýmsir fundið, fræðimenn og aðrir,
á ýmsum tímum. Mest af upplýsingum um þessar grafir er varðveitt
á Þjóðminjasafni Íslands. Árið 2000 kom út endurskoðuð útgáfa af
Kumlum og haugfé í ritstjórn Adolfs Friðrikssonar, þar hefur verið aukið
við kumlum sem fundist höfðu eftir útkomu bókarinnar 1956 og einnig
152 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS