Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 159
hefur áunnist við hjúskap, erfst frá ætt, eða menn hafa sjálfir unnið til
hennar, en samt kemur hún fram.
Slíkur breytileiki kann að skipta máli við greiningu þeirra gagna sem
hér er fengist við. Í flestum íslenskum kumlum er grafið fullorðið fólk,
yfir 36 ára gamalt, sjá 2. mynd hér að ofan. Þar má greinilega sjá hve
mikill munur er á fjölda milli aldursflokka og að fullorðnir yfir 36 ára
aldri eru 46% af þeim sem greftraðir hafa verið. Ung börn eru aðeins
1% af öllum fjöldanum. Eins og einnig má sjá af súluritinu eru fáir 13-17
ára (6%) og þeir sem eru 12 ára og yngri eru aðeins 7% alls. Hópur
fullorðinna á milli 18 og 35 ára er ljóslega fámennari en búast mætti við
(15%). Í löndum norrænna manna á víkingaöld er yfirleitt talið að 33%
þeirra sem fæddust hafi ekki komist til fullorðinsára (20 ára aldurs). Til
158 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Kuml flokkuð eftir aldri, flokkunin byggir á líkamlegum einkennum sem sjá má
á beinagrindunum. Innan við 18 ára aldur vaxa beinin með tilteknum hraða þar til þau
eru búin að ná fullum þroska. Sérfræðingar geta yfirleitt flokkað vaxtarskeiðin (0-2, 3-6,
7-12, 13-17). Aldur fullorðinna er áætlaður út frá breytingum á beinum og er þeim skipt
í flokka sem byggja á hve miklar breytingar hafa orðið, þar á meðal beinmassa í eldra fólki.
Tennur eru einnig notaðar til að ráða í lífaldur beinagrinda, eftir því hvort fullorðinstennur eru
komnar upp og hvort einstaklingarnir hafa tekið vísdómstennur, einnig er stuðst við slit tanna
og glerungs o.s.frv. Þegar stuðst er við allar þessar aðferðir má draga mjög traustar ályktanir,
svipað og þegar kyn er greint. Það mikilvæga er að styðjast við margar aðferðir.