Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 191

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 191
þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1980, þá sem fyrsti safnvörður og yfirmaður þjóðmenningardeildar safnsins. Dr. Marta Hoffmann var – og er – alþjóðlega þekktur vísindamaður á sviði textílsögulegra rannsókna. Hefur hún ritað merkar bækur og greinar um þau efni og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín. Í prentaðri ritaskrá hennar sem nær frá 1934 til 1984 eru talin 126 rit, lengri og styttri.3 Mörg rita Mörtu Hoffmann eru fyrir löngu orðin undir stöðurit í norskri, norrænni og alþjóðlegri textíl- og textíláhaldasögu. Nægir þar að benda á doktorsrit hennar, The Warp-Weighted Loom,4 sem hún varði við Oslóarháskóla 1964, en það varð fljótlega, og hefur verið allar götur síðan, undirstöðurit þeirra sem fást við rannsóknir á vefnaði fyrri alda, sér í lagi á vefnaði í vefstað (kljásteinavefstað). Hefur bókin komið út í alls þremur útgáfum.5 Er í riti þessu meðal annars ítarleg greinargerð um íslenska vefstaðinn og vefnað í honum, sem byggð er á íslenskum ritheimildum og vefnaðartilraunum. Ein ritgerð Mörtu Hoffmann, „Der isländishe Gewichtwebstuhl in neuer Deutung“ sem birtist í afmælisriti til svissnesks vísindamanns 1965,6 fjallaði sérstaklega um íslenska vefstaðinn, einkenni hans og mismuninn á honum og öðrum þekktum kljásteinavefstöðum, en heimildir um íslenska vefstaðinn höfðu áður verið talsvert misskildar og/ eða rangtúlkaðar í ritum erlendra fræði manna. Urðu rannsóknir Mörtu Hoffmann á íslenska vefstaðnum meðal annars til þess að gerð var tilraun með vefnað á vaðmáli í vefstað í Þjóðminjasafni Íslands sumarið 1963, og hefur sú tilraun síðar örvað til frekari rannsókna hér á landi á þessu sviði.7 Eftir starfslok 1980 fékkst Marta Hoffmann áfram við rannsóknir og ritstörf. Má sem dæmi nefna grein um prjón í Noregi á sautjándu öld.8 Af seinni rannsóknarskrifum Mörtu Hoffmann ber þó sennilega hæst bók hennar Fra fiber til tøy, yfirlitsrit um hefðbundin textíláhöld í Noregi og notkun þeirra, sem út kom 1991.9 Til Íslands kom Marta að minnsta kosti fjórum sinnum, fyrst 1962 og aftur 1963, þegar unnið var að uppsetningu vefstaðar og ofið í honum vaðmál í Þjóðminjasafni Íslands eins og áður er að vikið. En síðast kom hún 1996 í boði Norræna hússins, þar sem hún flutti erindi á vegum þess og Heimilisiðnaðarskólans 28. apríl. Fjallaði erindið um skotrokka, elstu gerð spunarokka; nefnist það „Skotrokkar í Evrópu og uppruni þeirra í Austurlöndum,“ og var byggt á nýjustu rannsóknum á þessu sviði.10 Marta hlaut ýmsa viðurkenningu á langri starfsævi. Vil ég sérstaklega geta þess að árið 1983 hlaut hún verðlaun sænsku Konunglegu Gustav Adolfs Akademíunnar í Uppsölum fyrir „undirstöðurannsóknir í sögu textíltækni og fyrirmyndaraðferðir við rannsóknir í norskri lista- og 190 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.