Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Page 197
eingöngu, ferhyrnd með ferhyrndum kór, og með stóra hornstafi
grafna í jörðu. Þessi húsagerð þekkist frá mörgum kirkjum frá upphafi
kristni á Norðurlöndum, eins og t.d. fyrstu kirkjunni í Jalangri (Jelling).
Steinunn lítur á þessa sérstöku byggingargerð sem dæmi um opinberar
kirkjur og leiðir líkur að því að kirkjan á Þórarinsstöðum hafi einmitt
verið slík kirkja og tengst skipulögðu trúboði á Íslandi sem stjórnað var
frá Noregi. Ekki kemur greinilega fram af hverju þessar kirkjur ættu að
vera opinberar. Svo er að sjá að eina ástæðan sé sú að meirihluti þeirra var
reistur snemma eftir kristnitökuna.
Einnig heldur Steinunn því fram að Þórarinsstaðir hafi verið „kristni-
boðsmiðstöð… með allan nauðsynlegan kirkjubúnað til kristni halds í
öndverðu“ (mission centre… with all the equipment needed for an early
church). Þessi staðhæfing virðist tekin meira eða minna beint úr sögu
Ólafs Tryggvasonar þar sem segir að kristniboðinn Þangbrandur hafi
fengið „alla hluti, þá er hann þurfti til kristindómsins“ Það eina sem bent
gæti til þess að Þórarinsstaðir hafi tengst kristniboði eru steinkrossarnir
sem fundust í kirkjugarðinum. Hins vegar er ákaflega erfitt að tímasetja
þá þar eð þeir eru mjög einfaldir að gerð og óskreyttir. Ef kirkjan á
Þórarinsstöðum hefði verið áberandi stærri en aðrar íslenskar kirkjur gæti
það verið ábending um að það hefði verið opinber kirkja. En svo er þó
ekki. Því verður að álykta sem svo að sú skipting kirkna, sem Steinunn
gerir ráð fyrir, annars vegar kirkjur tengdar kristni sem „síast inn“ og
hins vegar kirkjur sem tilheyra skipulögðu trúboði, byggi á mörgum
ágiskunum.
Umræðan um Þórarinsstaði er skýrt dæmi um árásartóninn í skrifum
Steinunnar. Spurningin um samhengi í helgihaldi (cult continuity) er
henni hugleikin. Hún virðist óttast að aðrir vilji túlka þennan minjastað
svo að hann eigi sér rætur í heiðni, þar eð „timburkirkjan sem þar fannst
er byggingarsögulega af gerð sem hefur í sumum tilvikum verið talin
hafa þróast út frá byggingum sem taldar voru hof“ (the timber church
discovered there belongs architecturally to a type that, in some instances,
has been interpreted as having developed from the presumed temple
building) Það er þó mjög ólíklegt að margir kysu nú á dögum að líta á
Þórarinsstaði í þessu ljósi. Minjastaðurinn ber greinileg kristin einkenni og
kemur það reyndar glöggt fram þar sem Steinunn ræðir um fjölbreytilega
greftrunarhætti á Þórarinsstöðum. Í þessum hluta verksins, sem er meðal
þess merkilegasta í því, er sýnt fram á að greftranir á Þórarinsstöðum eru
mjög dæmigerðar kristnar grafir frá 10. og 11 öld. Steinunn bætir því við
að „heiðin“ einkenni sem sjá megi í gröfunum þurfi ekki endilega að
196 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS