Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2007, Síða 199
HIÐ ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAG
Fundargerð aðalfundar 2004
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags árið 2004 var haldinn í fyrir lestra-
sal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 2. desember kl. 17:15. Fundinn
sátu 40 manns.
1. Formaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn og þakkaði
þjóðminjaverði fyrir að fá aðstöðu í húsinu. Taldi hann að
nú væri félagið komið heim. Þá gat hann í þessu sambandi að
gengið hefði verið frá samningi við Þjóðminjasafnið um aukna
samvinnu sem fælist m.a. í því að stofnuð verði ritnefnd um
útgáfu árbókarinnar, með einum fulltrúa frá safninu og öðrum frá
félaginu auk ritstjóra.
2. Formaður greindi frá því að Árbókin væri nú í síðustu próförk.
3. Formaður minntist félaga sem látist hafa frá því að aðalfundur var
síðast haldinn. Þeir eru:
Einar Eiríksson, Miklaholtshelli
Gaukur Jörundsson, Kaldaðarnesi
Grétar Eiríksson, tæknifræðingur
Hermann Guðjónsson
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu
Unnsteinn Stefánsson, prófessor, Reykjavík.
Félagsmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hina látnu félaga.
4. Formaður greindi frá því að tvær fræðsluferðir sem félagið ætlaði
að efna til um Reykjanes og söfn í Reykjavík, í samvinnu við
Minjar og sögu, hefðu fallið niður vegna ónógrar þátttöku.
5. Féhirðir, Mjöll Snæsdóttir, las upp reikninga félagsins.
6. Ritstjóri Árbókar, Mjöll Snæsdóttir, greindi frá því að Árbókin
fyrir árin 2002-2003 væri væntanleg, og kæmi vonandi út fyrir
jól. Helstu greinar í bókinni væru eftir Áslaugu Sverrisdóttur, Þór
Magnússon, Garðar Guðmundsson, John Steinberg og Douglas
Bolender, Natöschu Mehler, Hallgerði Gísladóttur og Orra
Vésteinsson.