Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2009, Síða 31
Föstudagur 29. maí 2009 31Fókus Tónlistarhátíðin AIM Festival á Ak- ureyri hefst í dag, föstudag, en hátíð- in er nú haldin í fjórða sinn. Hátíðin verður sett með flugdansi loftlista- mannsins Arngríms Jóhannssonar en hann ætlar að leika listir sínar undir Flugvalsi Jóns Hlöðvers Ás- kelssonar. Lagið verður flutt sam- tímis í útsendingartíma Útvarpi Norðurlands klukkan 17.30 í dag. Fyrstu tónleikarnir af mörgum á AIM Festival í ár verða svo á Græna hattinum á föstudagskvöldinu þeg- ar hljómsveitin Hjálmar stígur á svið. Hjálmar eru uppfullir af nýj- um straumum beint frá Jamaíka þar sem þeir voru að taka upp sína fjórðu hljómplötu. Á dagskránni með Hjálmum þetta kvöld er unaðs- sveitin Retro Stefson og pönksveitin Buxnaskjónar sem eru nýkrýndir sigurvegarar úr hljómsveitarkeppni AIM Festival, besti byrjandinn. Stórsveitir eru áberandi á dag- skrá AIM Festival í ár. Nýstofnuð Stórsveit Akureyrar undir stjórn Spánverjans Alberto Carmona, sem er mjög þekktur stjórnandi í Evr- ópu þrátt fyrir ungan aldur, leikur á Græna hattinum á laugardagskvöld. Eitt áhugaverðasta atriði Listahátíð- ar Reykjavíkur, saxófónsnillingurinn Bob Mintzer, heiðrar svo hátíðina með nærveru sinni og spilar með Stórsveit Reykjavíkur í Ketilhúsinu á hvítasunnudag. Á meðal annarra flytjenda á hátíðinni eru Ný dönsk, Deep Purple Tribute ásamt Eyþóri Inga, Reykjavík!, Sudden Weather Change, Megasi og Senuþjófunum. AIM Festival lýkur ekki fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku þegar Mótettukór Hallgrímskirkju flytur nýsamið verk eftir Jón Hlöðver Ás- kelsson í Akureyrarkirkju. Nánar á aimfestival.is. m æ li r m eð ... The BoaT ThaT Rocked góðir leikarar, skotheldur sögu- þráður og geðveik tónlist. X-men oRigins: WolveRine góður leikur með skemmtilegum viðbótum við sögu myndarinnar. gRillhúsið TRyggvagöTu Hinn ágætasti skyndibitastaður. Úrvalið gott og þjónustan fín. hagsýni og hamingja Lára Ómars- dóttir býður góð ráð um hvernig komast má í gegnum kreppu. alfReð elíasson og lofTleiðiR Vel þess virði að sjá myndina þótt einhver segði að jafnmagnaður maður ætti skilið magnaðri mynd. gullfoss seafood & gRill slök þjónusta, löng bið, frosið brauð, volgt kaffi og hringorm- ur. Blaðamaður gerði ekki góða ferð á gullfoss seafood & grill. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n kk í Borgarnesi snillingurinn KK verður í mennta- borg í Borgarnesi á föstudagskvöldið en ætlar að ferðast um landið með öll sín helstu lög í farteskinu. Hann mun einnig spila ný lög af plötunni svona eru menn en 2.000 krónur kostar inn í menntaborgina og hefjast herlegheitin klukkan 21.00. n Blúshátíð í Rangárvallasýslu Haldin verður Blúshátíð í rangár- vallasýslu um hvítasunnuhelgina undir nafninu „Norden Blues Festival“. Það er Hekla Blúsfélag sem stendur fyrir hátíðinni. tónleikar verða haldnir á 11 stöðum og eru skipulagðir tónleikar á hátíðinni liðlega 40 talsins. 2.900 krónur kostar inn. n svört föt á Players Hressasti söngvari íslands, Jón Jósep snæbjörnsson eða Jónsi, verður ásamt svörtu fötunum sínum á Players um helgina. miðar eru seldir á miði.is og við innganginn en tónleikarnir hefjast klukkan hálf eitt á föstudagskvöldið. n Taggað á prikinu Það verður krotað á veggi á föstudagskvöldið á Prikinu ef veður leyfir en þar verður haldið tagg-partí. Plötusnúður mun halda uppi fjörinu og verða veitingar í boði. Vilji menn krota á veggi við dillandi undirspil hefst partíið klukkan 21.00. n Tígurliljur í Óperunni Breska tríóið tiger Lillies hefur aldrei brugðist því hlutverki sínu að koma áheyrendum og áhorfendum á óvart með sínum einstöku og allt að því afbrigðilegu tónlistartilþrifum. tríóið verður í íslensku óperunni á föstudagskvöldið og kostar 3.500 krónur inn. laugardagur n jet Black joe á 800 Bar strákarnir í Jet Black Joe kunna að trylla lýðinn. Það gerist ekki mikið betra en Jettara-ball. staðurinn 800 er eins árs þetta kvöldið og af því tilefni verða afmælistilboð á barnum. Húsið er opnað klukkan 23 og kostar 2000 krónur inn. n hugarástand á jacobsen tíu ára afmælishátíð Hugarástands verður haldin með pompi og pragt í kvöld. sérstakt afmælispartí verður til miðnættis en þá byrjar fjörið fyrir alvöru. arnar og Frímann þeyta skífum fyrir lýðinn. Þú vilt ekki missa af þessu. n stjórin á Players stjórnin, hin eina sanna, mun stíga á svið á Players í kvöld. sigga Beinteins og grétar örvars taka alla gömlu góðu slagarana. Fjörið hefst upp úr miðnætti og er hægt að kaupa sig inn við innganginn. n stelpukvöld á Prikinu Bara stelpur leyfðar allt kvöldið. rauðvín og hvítvín á tilboði á barn- um. dj moonshine þeytir skífunum. Opið til klukkan þrjú. n Reyk Week á nasa Helstu dansplötusnúðar landsins eru komnir saman eitt kvöld til þess að gera allt brjálað. aldurstakmark er 20 ára og það kostar 500 krónur inn. Húsið opnað klukkan 23. Hvað er að GERAST? Jamaíkabrúnir Hjálmar hjálmar Koma ferskir frá Jamaíka að spila á aIm Festival. mynd gúndi gjört dæmi um það hversu heim- ildarmyndaformið er teygjanlegt. Myndin fjallar um þrjá vini sem hitt- ast á bryggju og leggja drög að nýrri hljómsveit. Þar er stemningin keyrð áfram af bjór og sígarettum. Síðan er önnur mynd eftir Pál Steingrímsson sem heitir Undur vatnsins. Þar stúd- erar hann vatn í kringum íslenska náttúru. Þarna er langt á milli mynda en samt er þetta á einhvern hátt tengt,“ segir Huldar og viðurkenn- ir að kreppan setji sitt mark á hátíð- ina. Ekki fjárhagslega heldur í efnis- tökum myndanna. „Í flokknum verk í vinnslu er kreppan að koma inn. Þar erum við til dæmis með mynd eftir Ara Alexander sem heitir Aumingja Ísland og svo er annað skemmtilegt verkefni sem heitir Íslenska krónan. Þar er ætlað að fjalla um fall krónunn- ar og framtíð hennar á aðgengilegan og skemmtilegan hátt,“ segir Huldar en hljómborðsleikari Sprengjuhall- arinnar, Atli Bollason, er annar höf- unda myndarinnar um krónuna. koma ekki til Reykjavíkur Ekkert umfjöllunarefni er hátíð- inni óviðkomandi og segir Huldar að engri mynd hafi verið vísað frá vegna þess. Í ár þurfti samt í fyrsta skiptið að vísa myndum frá einfald- lega vegna fjölda. „Við vonum bara að þetta fólk komi aftur á næsta ári,“ segir Huldar. Ljóst er að allir sannir áhugamenn um heimildarmyndir mega hvergi annars staðar vera en á Patreksfirði um helgina þar sem þar er í raun eini möguleikinn til að sjá myndirnar. Það er ekkert framhald af hátíðinni í Reykjavík. Aðspurður hvort aldrei hefði komið til tals að framlengja há- tíðina í kvikmyndahúsum Reykjavík- urborgar sagði Huldar: „Það hefur bara aldrei komið til tals. Það er bara vonandi að myndirnar sjálfar finni sér leiðir inn í kvikmyndahúsin eða sjónvarpið Málið hefur bara verið að fá enn fleiri Reykvíkinga vestur.“ úrslitin tilkynnt eftir limbókeppni Patreksfjörður hefur seint þótt mekka bíógesta eða bíómenningar á Íslandi og því athyglisverður staður til að halda kvikmyndahátíð á. En hvað kom til að þessi fallegi fjörður fyrir vestan varð fyrir valinu? „Á Patreks- firði er þetta Skjaldborgarbíó. Einn af okkur sem sjá um hátíðina ramb- aði inn í þetta bíó og átti ekki til orð. Þarna er mjög fallegur rauður pluss- klæddur salur og öll aðstaða fyrir hendi. Það var eins og það væri bara verið að bíða eftir því að eitthvað yrði gert þarna. Við fórum að velta fyr- ir okkur hvað væri skemmtilegt að gera þarna og komum niður á heim- ildarmyndahátíð. Það á líka ágætlega við heimildarmyndagerðarmenn að ferðast svolítið. Því er Patreksfjörð- ur fínn staður,“ segir Huldar en mik- ið er að gerast á staðnum í kringum hátíðina. „Fólk getur farið á sjóstöng og svo er bjargið og Rauðasandur ekki langt frá. En nú hafa bæjarbúar ver- ið að koma meira og meira inn í þetta. Þeir eru farnir að brydda upp á hlutum eins og sumarmarkaði og reiðhjólaleigu. Svo er fastur liður að kvenfélagið á staðnum er með plokk- fiskveislu fyrir hátíðargesti og einn- ig er brjáluð sjávarréttaveisla í sjó- ræningjahúsinu. Þetta endar svo allt með limbókeppni í félagsheimilinu þar sem áhorfendaverðlaunin eru af- hent,“ segir Huldar. hagamúsin er klikkuð Heiðursgestur hátíðarinnar er mik- ill meistari í heimildarmyndagerð, Þorfinnur Guðnason. Þorfinnur á að baki magnaðar myndir sem allir hafa séð. Má þar helst nefna hina goð- sagnakenndu mynd um hagamúsina sem sýnd hefur verið í öllum skólum landsins, myndina um Lalla Johns og svo Draumalandið sem kom út í ár. „Þorfinnur er náttúrlega frábær kvik- myndagerðarmaður og sýnir manni í hverri mynd hversu skemmtileg- ur staður heimildarmyndin er,“ seg- ir Unnar af mikilli innlifun um Þor- finn. „Hann á mjög frumlegan og heill- andi feril þannig að það lá bara beint við að bjóða honum að koma og ég hlakka til að sjá myndirnar hans á risastóru tjaldi. Ég er viss um að Þorfinnur er stanslaus innspýting og andagjöf fyrir þá sem eru að gera heimildarmyndir á Íslandi,“ seg- ir Unnar en myndir Þorfinns verða sýndar í Skjaldborgarbíóinu um helgina og ræðir hann feril sinn að gestum viðstöddum. Skjaldborg er málið og Patreksfjörður staðurinn um helgina fyrir sanna áhugamenn um heimildarmyndir. tomas@dv.is myndiRnaR á skjaldBoRg aumingja ísland mynd um þjóð sem þekktust var fyrir fornbókmenntir, tónlist og gjöful fiskimið en er í dag alræmd á alþjóðavettvangi. chukotka á hjara veraldar myndin er um líf og vonir fólks á Chukotka- landsvæðinu við norðurheimskautsbaug í síberíu. dularöfl snæfellsjök- uls snæfellsjökull sem er í senn jökull og eldfjall er þekktur um allan heim. eldmessan Eldmessan er tölvugerð mynd um skaftárelda og móðuharð- indin. feathered cocaine Fálkar eru stöðu- tákn í Persaflóanum. Ef þú átt góðan fálka ertu maður með mönnum. gott silfur gulli betra myndin fjallar um undirbúning handboltalandsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008. gus gus - sos Rescue operation episode 1 í kreppu sem öðru er aðeins eitt mikilvægast, að hárgreiðslan sé í lagi. in and out of the Blue í myndinni sem er frá árinu 1994 er varpað fram spurningum um sjálfsmynd okkar íslendinga. íslensk alþýða í íslenskri alþýðu skyggnumst við inn í nær 400 manna samfélag sem er tignarlega afmarkað innan grárra, steinsteyptra „borgarmúra“ mitt í Vesturbæ reykjavíkur. íslenska krónan íslenska krónan er heimildarmynd sem snýst um eitt mik- ilvægasta málefni íslenskrar samtíðar: Krónuna íslenskt forystufé Eins og nafnið bendir til fjallar myndin um sérstakt kyn búfjár, sem haldist hefur óbreytt hér á landi síðan á Landnámsöld konur á rauðum sokkum í kvikmynd- inni Konur á rauðum sokkum segja þær sjálfar sögu einnar umdeildustu og litríkustu hreyfingar íslandssögunnar. living on the edge „Living on the Edge“ er heimildarmynd um líf á endamörkum hins byggða bóls í Evrópu, íslandi. lúðrasveit verkalýðsins og 200.000 naglbítar Árið 2007 ákváðu Lúðrasveit verkalýðsins og 200.000 naglbítar að gera saman plötu. meðlimir lúðrasveit- arinnar eyddu öllum sínum frítíma í verkefnið. mona lisa & musteri hórunnar í þessari tilraunakenndu heimildarmynd fylgjumst við með stjörnugerðarmannin- um BBPrince búa til mynd þar sem reynt er að endurskapa þá stemningu sem ríkti á ástandsárunum á íslandi. Pólitískt bíó sumarið 2005 fór hópur fólks upp að Kárahnjúkum til þess að mótmæla byggingu virkjunar sem sjá átti álveri alcoa á reyðarfirði fyrir rafmagni. save me í myndinni fylgjumst við með fjölþjóðlegum leiðsögumönnum að störfum við flúðasiglingu (rafting) í ánum. siRkus mynd um hinn goðsagna- kennda skemmtistað í miðborg reykjavíkur. sjónarhorn Á menningarnótt 2008 tóku 50 manns, á aldrinum 5-67 ára, sér vídeókameru í hönd og skjalfestu einn klukkutíma af tónleikunum á miklatúni. slingin’ the cream, livin’ the dream í lok sumars 2004 ákvað ísmaðurinn matt allen að halda svo kallað „Ice Cream social“ í bænum ashland í Oregon-fylki og gefa afgangsbirgðir sínar af íspinnum. spói - lengra en nefið nær spóinn er einn einkennisfugla í umhverfi okkar. Það sem vekur athygli leikmanns á þessum sérstæða fugli er dillandi söngur hans sem ómar alls staðar þar sem fuglinn ber niður bæði í lofti og á jörðu. sætir strákar í janúar síðastliðnum var í framhaldsdeild FsN á Patreksfirði boðið upp á áfangann „heimildarmyndagerð 103“. Ein af myndunum sem voru sýndar þar er „sætir strákar“ en hún varpar skemmtilegu ljósi á líf unglinganna í þorpinu. The foreign minister Fjallar um óopinbera heimsókn serbnesks utanríkisráðherra til íslands. The gentlemen Þrír ungir menn hittast á bryggju sem er byggð af þessu tilefni í stúdíói. Þeir rifja upp gömul afrek, grípa í gítarana sína og leggja drög að nýrri hljómsveit. The story of suyash Þetta er sagan af götustráknum og heróínfíklinum suyash sem opnaði meðferðarstöð í Katmandú. undur vatnsins Hvergi í heiminum er auðveldara að fylgjast með margvíslegri hegðun vatns og á íslandi. yoko ono: imagine Peace Tower Við gerð myndarinnar eltum við fjörutíu ára sögu friðarsúlunnar. Frá hugmynd að veruleika og fáum skýra mynd af hugsjónum og listsköpun Yoko Ono. heiðursgestur Þorfinnur guðnason er heiðursgestur hátíðarinnar en hann hefur gert myndir eins og Lalla Johns og draumalandið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.