Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn n Siglfirðingar hafa mörg und- anfarin ár glímt við kreppu eins og fleiri byggðarlög á landsbyggðinni sem misstu af gullæði útrásarinnar. Nú er öldin önnur fyrir norðan þar sem bjartsýni ríkir. Þá ekki síst vegna Sparisjóðs Siglfirðinga sem er með 50 manns í vinnu og sópar að sér verkefnum víða að. Sparisjóðsstjórinn, Ólaf- ur Jónsson, hafði fyrirhyggju til að forðast það kaupæði á hlutabréfum sem kom öðrum sparisjóðum í koll. Og nú upp- sker hann og aðrir stjórnendur í hlutfalli við heilbrigða skyn- semi. n Kristján Möller samgöngu- ráðherra ræddi mál Sparisjóðs Siglufjarðar á fjölmennum fundi Samfylkingar á Siglufirði á dögunum. Hann hældi þar stjórnendum sparisjóðsins í hástert og benti á að forráða- menn bankans hefðu náð til sín í viðskipti stórfyrirtæki í Reykjavík. Þar var hann að vísa til Birtíngs, útgáfufélags DV, sem fór úr ónota- legum við- skiptum við Landsbanka Ásmund- ar Stefáns- sonar og til Siglufjarðar þar sem heimamenn tóku fyrir- tækinu fagnandi og höfðu enga skoðun á því hvað fjölmiðl- ar fyrirtækisins höfðu tekið til umfjöllunar eða myndu fjalla um. n Morgunblaðið hefur á undan- förnum dögum birt breiðsíður um hrunið. Þar er farið víða um völl en rauði þráðurinn er sá að Davíð Oddsson, ritstjóri Mogg- ans, var ýmist að vara við eða Geir H. Haarde forsætisráð- herra að klúðra málum. Guð- mundur Magnússon, ritstjóri Eyjunnar og gamall banda- maður Davíðs, vekur athygli á grein Moggans um að útrásar- víkingar gamla Íslands halda enn um taumana og að í upp- talninguna vanti Björgólf Thor Björgólfsson sem enn heldur Actavis og Novator. Gárungarn- ir kalla greinaflokkinn Hvítbók Davíðs. n Þótt þúsundir áskrifenda hafi sagt upp Mogganum losna þeir ekki við blaðið, ef marka má Eyjuna. Í fullkominni örvænt- ingu sinni vegna uppsagnanna hafa Óskar Magnússon og aðrir ráðamenn blaðsins ákveðið að halda áfram að senda fólki blaðið frítt út október til að reyna að snúa því frá villu síns vegar. Gárungar sjá nú tækifæri í því að framleiða límmiða sem bannar að Mogginn sé settur inn um lúgur eða í póstkassa. n Stefán Pálsson sagnfræðing- ur er einn margra sem undr- ast athyglina sem upphlaup Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar og Höskuldar Þórhalls- sonar fékk þegar þeir tilkynntu með látum að Norðmenn gætu lánað Íslendingum gríðarlegar fjárhæðir aðallega vegna þess að um gamla frétt er að ræða. Stefán vísar á bloggi sínu á frétt mbl.is síðan í ágúst þar sem hugmynd- in er slegin af. „Voru kannski Sigmundur og Höskuldur að gúggla á netinu og römbuðu inn á sex vikna gamla Moggafrétt og hugsuðu: „Hey, skyldi þetta líka hafa farið framhjá Jóhönnu?“ – stukku svo upp í jeppann og reykspóluðu af stað?“ 4 föstudagur 2. október 2009 fréttir Tæplega tvö hundruð staðfest tilfelli svínaflensunnar hafa greinst á Íslandi. Yngsti einstaklingurinn sem greinst hefur er aðeins ellefu mánaða. Haraldur Briem sótt- varnalæknir telur aðra bylgju inflúensunnar eiga eftir að skella á hér á landi. Hún verður væntanlega stærri að mati Haraldar. YNGSTI SJÚKLINGUR- INN ELLEFU MÁNAÐA 199 staðfest tilfelli svínaflensunn- ar, A(H1N1)v, hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu tölum frá Land- læknisembættinu. Þar af voru 107 karlar og 92 konur. Flestir sýktra eru á aldrinum 15 til 34 ára. Yngsti ein- staklingurinn sem greinst hefur með svínaflensu er ellefu mánaða gamalt stúlkubarn. Einn á gjörgæslu Stúlkan veiktist ekki alvarlega og seg- ir Haraldur Briem sóttvarnalæknir það óvenjulegt að svo ung börn sýk- ist hér á landi. „Úti í heimi eru talsvert mörg börn undir tíu ára aldri sem fá svína- flensuna. Hjá okkur eru ekki mörg börn með staðfest tilfelli,“ segir Har- aldur. Af þessum 199 sýktu einstakling- um hafa tveir lagst inn á sjúkrahús. Annar þeirra var átján ára stúlka með undirliggjandi astma. Hún var lögð inn í Vestmannaeyjum en var aðkomumanneskja. Veikindi hennar voru ekki alvarleg og var hún útskrif- uð eftir stutta legu. Hitt tilfellið kom upp í vikunni sem leið og var mun alvarlegra að sögn Haraldar. „Karlmaður á fimmtugsaldri var lagður inn og hann endaði á gjör- gæslu. Hann er sá fyrsti með alvarleg einkenni. Hann var með undirliggj- andi sjúkdóma en þeir sem það gild- ir um eru í mestri hættu. Það skýrir af hverju hann veiktist svona hastarlega en hann er á batavegi,“ segir Harald- ur. Veikindi mannsins lýstu sér með miklum hita, slappleika og í fyrstu var ekki augljóst hvað amaði að hon- um. Hann fékk einnig lungnabólgu og síðan reyndist hann vera með svínaflensu. Flestir á suðvesturhorninu Útbreiðsla svínaflensunnar er mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem 129 tilfelli eru staðfest. Fæst staðfest til- felli eru á Suðurlandi, eða aðeins eitt. Í Vestmannaeyjum hefur smit ekki enn verið staðfest. Haraldur segir samt sem áður vera virkni í þessum landshlutum. „Það hafa ekki alltaf verið tekin sýni úr fólki með inflúensulík ein- kenni en það er einhver virkni þarna. Það er ekki hægt að segja að það sé engin inflúensa þarna en hún hefur ekki verið staðfest,“ segir Haraldur. „Útbreiðsla hefur verið mest á suðvesturhorninu. Hún náði há- marki fyrr á landsbyggðinni, í ágúst, og byrjaði síðan að dala. Hér á höf- uðborgarsvæðinu er hún að ná há- marki síðustu tvær vikurnar og núna sjáum við færri tilfelli. Á höfuðborg- arsvæðinu er miklu meiri mannfjöldi og fólksþéttni og það skýrir þetta væntanlega.“ Næsta bylgja stærri Haraldur líkir svínaflensunni svo- kölluðu við inflúensufaraldurinn sem herjaði á heimsbyggðina árið 1918. Sá faraldur gekk undir nafninu spænska veikin og varð mörgum Ís- lendingum að aldurtila. „Við köllum þetta júlíflensuna eins og árið 1918. Þá kom inflúensan líka í júlí og var frekar væg. Við horfum á þetta eins og fyrstu bylgju og svo er stóra spurningin hvenær við fáum næsta skell. Sumrin eru ekki góður tími fyrir inflúensuna. Hún verður ekki erfið á sumrin en er það frekar á veturna. Við sjáum fyrir okkur ein- hvern tímann í nóvember til apríl að þá er okkar inflúensutími. Fáum við aðra bylgju þá? Það er mjög líklegt. Hún verður væntanlega mun stærri.“ Kemur gamla inflúensan líka? Bóluefni gegn svínaflensu er væntan- legt til landsins og er áætlað að bólu- setningar hefjist um næstu mánaða- mót. Haraldur hvetur samt sem áður alla sextíu ára og eldri og einstakl- inga með undirliggjandi sjúkdóma að leita til heilsugæslustöðvanna strax til að fá bólusetningu gegn árs- tíðabundnu inflúensunni. „Við ætlum að reyna að nota tím- ann núna í október til að bólusetja gegn þessari árstíðabundnu inflú- ensu sem við gerum alltaf á hverju hausti. Við ætlum að reyna að vera á undan og nýta tímann því það bólu- efni er komið. Við getum ekki vitað með vissu hvort þessi gamla inflú- ensa sem hefur alltaf gengið hér á veturna komi ekki líka.“ Herjar á ungt fólk Flestir sýktra af svínaflensunni eru á aldrinum 15 til 34 ára. Myndin er uppstillt. LiLja KatríN GuNNarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Næsta bylgja stærri Haraldur segir næstu bylgju inflúensu verða stærri og gæti skollið á frá nóvember til apríl. Bjarki Már Magnússon er enn frjáls ferða sinna og stundar öldurhúsin: Níðingur í banni á Ölstofunni „Honum verður vísað út ef hann kemur aftur,“ segir Tomislav Magdic, vaktstjóri á Ölstofunni. Bjarki Már Magnússon, sem bíður átta ára fang- elsisvistar fyrir kynferðisbrot og of- beldisverk, lagði leið sína á Ölstofuna á miðvikudagskvöldið og vakti nær- vera hans óhug meðal gesta. Sam- kvæmt heimildum DV er Bjarki þaul- sætinn á börum borgarinnar en þarf nú að leita annað en á Ölstofuna. Ung kona sem blaðamaður ræddi við þekkti Bjarka af myndum sem birtar voru með umfjöllun um hann í DV í ágústlok. „Ég varð bara dauð- hrædd við hann,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getið af ótta við Bjarka. Hún varð mjög óróleg og benti starfsmanni Ölstofunnar á að Bjarki væri dæmdur ofbeldismaður. Eins og DV hefur fjallað um var Bjarki í júlímánuði dæmdur fyrir líkams- árásir og alvarleg kyn- ferðisbrot gegn fyrr- verandi sambýliskonu sinni. Hann fékk einnig ókunnuga menn til að hafa við hana samfar- ir og tók ofbeldið upp á myndband. Tomislav var á vakt- inni á miðvikudaginn og skilur vel ótta ungu kon- unnar. „Ég talaði bara rólega við hann og benti honum á að þetta væri ekki rétti staðurinn fyrir hann til að vera á. Hann er ekki vel- kominn hér,“ segir Tomislav. Bjarki var undir áhrifum áfengis, tók í fyrstu illa tilmælum um að yf- irgefa staðinn og heimtaði skýring- ar á því að honum var vísað burt. Hann fór þó að lokum með góðu. Tomislav segir að ör- yggi viðskiptavina Ölstof- unnar skipti mestu og því gangi ekki að þar á meðal sé maður sem vekur ótta og andúð gesta. Bjarki áfrýjaði fangelsis- dómnum og er frjáls ferða sinna á meðan hann bíð- ur eftir að Hæstiréttur taki mál hans fyrir. Tomislav hyggst hins vegar setja upp mynd af Bjarka baka til á Ölstofunni þannig að starfsfólkið þekki hann ef hann lætur sjá sig þar aftur. Ekki náðist tal af Bjarka við vinnslu fréttarinnar. erla@dv.is MIKLU VERRA EN ARGENTÍNA FÓRNARLAMBIÐ segIR FRá: NæRMyNd Framundan er spennandi dagskrá sem hentar þér fullkomlega www.badhusid.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð NÝ SKORdÝR 28. –30. ÁGÚST 2009 dagblaðið vísir 119. tbl. – 99. árg. – v erð kr. 548 þrjÚ Ár Í VÍTI SAMBÝLISMAÐUrINN NEYDDI HANA TIL SAMrÆÐIS VIÐ ELLEfU ÓKUNNUGA KArLMENN HANN HAfÐI EfTIrLIT MEÐ TÖLVUPÓSTI HENNAr, SÍMTÖLUM OG HEIMSÓKNUM HANN SKrIfAÐI GrEIN- Ar UM fjÖLSKYLDULÍf OG KYNNTI SIG SEM jAfN- rÉTTISSINNA SÉRHLÍFINN EN GÓÐUR SIGMUNDUr ErNIr rÚNArSSON: BrOTTrEKSTUrINN, GOLfMÓTIN, þINGIÐ OG KArAKTErINN HANNES KENNIR KAPÍTALISMA BORGHILdUR BERST ENN: „BÖRNIN GEFA MÉR STyRK“ „HOPPAÐI, SÖNG OG GRENjAÐI“ GEYSIr VEIÐIr MEÐ MAGMA NEMA LANd Í HáSKÓLA ÍSLANdS FæR LOKSINS LyF VIÐ MS SNÝR AFTUR EFTIR 23 áR WALL STrEET-MIÐLAr- INN GUÐMUNDUr frANKLÍN SÉr GULLIN TÆKIfÆrI Á ÍSLANDI stundar barina Fáir grunuðu Bjarka Má Magnússon um græsku þar til hann var dæmdur fyrir hrottaleg ofbeldisverk. MyNd úr EiNKasaFNi 27. ágúst 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.